Síða 1 af 1
Hvaða dæla er þetta ?
Posted: 05.nóv 2014, 09:53
frá sigurdurk
Sælir félaga ekki veit einhver ykkar hvaða dæla þetta er ? eða þeas hvað hún heitir ? miðinn er nuddaður af henni og sést ekki heitið á henni

Re: Hvaða dæla er þetta ?
Posted: 05.nóv 2014, 10:26
frá JeepKing
Re: Hvaða dæla er þetta ?
Posted: 05.nóv 2014, 12:43
frá jeepcj7
Ég myndi giska á Nardi 280 því cruiserinn er líklega með 24 volt ef þetta er í húddinu á honum og þá enn svakalegri dæla.
Re: Hvaða dæla er þetta ?
Posted: 05.nóv 2014, 13:03
frá sigurdurk
Þakka svörin en þetta er í patrol hjá gamla, Krúserinn er með alvöru reimdrifna :) en vita menn hvað hefur verið að klikka í þessum dælum ? hún virðist ekki dæla nema á kanski hálfum afköstum eru einhverjir fjaðurventlar í þessu sem brotna ?
Re: Hvaða dæla er þetta ?
Posted: 05.nóv 2014, 17:58
frá Hagalín
Hafðu samband við þá í landvélum, þeir þekkja þessar dælur mjög vel. Eitt sem ég sé er að ég held að þessar dælur þoli illa að vera í húddinu vegna þess að þá kemst drulla inn í þær. Annað sem gæti verið er að kapplarnir séu ekki nógu sverir. Þessi dæla er 800w ef mig minnir rétt að þarf slatta af rafmagni.
Re: Hvaða dæla er þetta ?
Posted: 05.nóv 2014, 18:06
frá ivar
Svo virðist loftlögnin ekkert of sver.
Re: Hvaða dæla er þetta ?
Posted: 05.nóv 2014, 22:37
frá Hagalín
Ef engin aukahljóð eru í dælunni, prufaðu þá að svera alveg frá dæluhúsinu og að kút loftlagnir, svera upp rafmagnið og þá ætti þetta að afkasta slatta. Hef unnið svolítið með þessar dælur og svo á ég dæluna fyrir neðan 230l og þær eru þrusu góðar. Halda mjög góðu dampi þrátt fyrir að þú sért að láta þær pumpa upp í 120psi eða ofar.
Re: Hvaða dæla er þetta ?
Posted: 06.nóv 2014, 11:21
frá sigurdurk
Já ég efa að þetta tengist loftlögnonum þar sem að þetta hefur verið svona tengt í mörg ár, þarf reyndar að ath rafmagnið að henni betur en stundum er eins og mótorinn snúist bara en ekki dælan þetta er voðalega furðulegt
Re: Hvaða dæla er þetta ?
Posted: 06.nóv 2014, 12:54
frá svarti sambo
Er þá ekki bara tengið á milli mótors og dælu að svíkja.
Re: Hvaða dæla er þetta ?
Posted: 06.nóv 2014, 19:00
frá sigurdurk
Nú er ég búinn að rífa dæluna úr og skoða kol og annað en það virðist sem að hún sé einfaldlega að snúast of hægt þó að lagnir og annað sé í lagi , hún er gefin upp 2600rpm en ég giska á að þetta sé kannski 1000. Erum við ekki bara að tala um ónýtan mótor
Re: Hvaða dæla er þetta ?
Posted: 06.nóv 2014, 19:59
frá haffij
Er þetta ekki bara 24 volta dæla í 12 volta bíl?
Ég hef séð þónokkrar 24 volta dælur af þessari gerð í umferð, margar þeirra í 12 volta bílum.
Re: Hvaða dæla er þetta ?
Posted: 06.nóv 2014, 20:04
frá sigurdurk
Nei ekki nema það hafi þá breyst nýlega, þessi dæla hefur alltaf verið í bílnum og svín virkað, en síðasta vetur byrjaði hún að svíkja og virðist alveg vera vonlaus núna