Síða 1 af 1
kastarar
Posted: 04.nóv 2014, 13:32
frá Heiðar Brodda
sælir hvernig hefur það komið út hjá ykkur að breyta venjulega kastara í zenon
kv Heiðar
Re: kastarar
Posted: 04.nóv 2014, 18:55
frá Jonasj
Bara vel. Miklu meira ljós. Það er þó ókostur að þetta blindar þá sem koma a móti vegna þess að speglar eru ekki hannaðir fyrir þetta eins og std. Xenon.
Re: kastarar
Posted: 04.nóv 2014, 19:32
frá biturk
Það á að fangelsa þá sem gera þetta, gersamlega óþolandi að mæta svona bílum
Re: kastarar
Posted: 04.nóv 2014, 19:46
frá Lindemann
Menn eiga nú hvort eð er að lækka ljósin/slökkva á kösturum þegar þeir mæta bílum svo það skrifast sennilega mest á bílstjórann ef aðrir blindast.
Mér finnst ekkert að þessu, það fer líka eftir hversu vandað kitið er hvort það virki vel í ljósum sem eru gerð fyrir halogen perur.
En engin spurning bara að prófa þetta. Það kostar ekki mikið meira(ef nokkuð) að kaupa xenon kit en að kaupa 100w+ perur í ljósin
Ég tek það samt fram að ég tel það ekki sniðugt að hafa aftermarket xenon kit í aðalljósum, en það er heldur ekki verið að ræða það hér :)
Re: kastarar
Posted: 04.nóv 2014, 21:14
frá jeepson
Er með xenon í aðalljósum á fjölskyldu bílnum. Þetta er ekki að gera sig. Svo er ég með 2 55W 7" dreifi og 2 55W 7" punktara og þeir eru að virka miklu betur. Ætla taka þetta xenon úr og henda því fjandans til. og vera með orginal xenon kastara.