Síða 1 af 1
Skilaboðin á f4x4.is ?
Posted: 31.okt 2014, 21:44
frá Aparass
Ég er nú ágætlega tölvuglöggur maður og nánast jafnvígur á windows, mac og Linux.
Hef rekið mína eigin servera með vefhýsingum, póstþjónum og hef fiktað við wordpress, Joomla og eitthvað lítið í html.
En ég get ekki fyrir mitt litla líf fundið skilaboðin inn á f4x4.is !
Þessi vefur er án efa sá mest óaðgengilegasti sem ég hef nokkurntíman komið inn á.
Það er ekkert á þeim stöðum sem maður er vanur að finna það og í þau fáu skipti sem ég hef prófað að kíkja inn á síðuna þá gefst maður upp eftir nokkrar mín og verður pirraður yfir því hvernig einhverjum tókst viljandi að gera þetta svona ótrúlega fjandsamlegt, fráhrindandi og óaðlaðandi.
Ég er ekki vanur að vera svona dómharður og síður en svo að ég nenni að tjá mig um svona hluti en þetta gjörsamlega slær öllu út.
Getur einhver bent mér á hvar ég finn gömlu skilaboðin sem ég fékk þarna fyrir ári síðan ?
Eða er kanski búið að fjarlægja skilaboðasíðuna ?
Kv. Einn pirraður.
Re: Skilaboðin á f4x4.is ?
Posted: 31.okt 2014, 22:05
frá Járni
Ef ég klikka á skliaboðablöðruna þarna uppi vinstra megin birtast mér skilaboð frá því í sumar(sem ég hafði ekki hugmynd um að væru þar reyndar).
Ég hef hinsvegar ekki notað síðuna neitt svo ég veit ekki hvort hún geymi eldri, kannski hafa þau tapast í uppfærslunni?
Re: Skilaboðin á f4x4.is ?
Posted: 31.okt 2014, 22:08
frá sukkaturbo
Þess vegna hætti ég á f4x4.is og kem þar varla inn. Sakna vefsins eins og hann var svo til í upphafi er nú of flókinn fyrir hálfvita eins og mig
Re: Skilaboðin á f4x4.is ?
Posted: 31.okt 2014, 22:19
frá Hrútur1
Sælir
Veit ekkert um þessa ekkert um þessa skilaboða síðu, en fékk að sjá prufuútgáfu af væntanlegri síðu og hel að sú breyting verði bylting til þess betra´
Kv Hrútur
Re: Skilaboðin á f4x4.is ?
Posted: 31.okt 2014, 22:22
frá Aparass
Ég er bara ekki með neina skilaboðablöðru upp í horninu svo ég sé nákvæmlega ekkert.
Re: Skilaboðin á f4x4.is ?
Posted: 31.okt 2014, 23:18
frá Lada
Notar einhver f4x4 síðuna í dag? Ég hef ekki kíkt á þá síðu í ein 5 ár eða síðan ég uppgötvaði þessa síðu.
Kv.
Ásgeir
Re: Skilaboðin á f4x4.is ?
Posted: 31.okt 2014, 23:46
frá ivar
Ertu búinn að restarta?
Er það ekki lausn við öllum tölvu vandamálum?
:)
Re: Skilaboðin á f4x4.is ?
Posted: 31.okt 2014, 23:50
frá Aparass
Já restarta!
Hvernig læt ég !
Alltaf það fyrsta sem helpdeskið segir við mann :P
Re: Skilaboðin á f4x4.is ?
Posted: 01.nóv 2014, 09:29
frá gislisveri
Er hugsanlega eitthvað adblock að plága þig?
Re: Skilaboðin á f4x4.is ?
Posted: 01.nóv 2014, 11:24
frá jongud
Ferðaklúbburinn 4X4 er búinn að vera í tómu veseni með vefinn hjá sér, því miður.
Það er þó búið að laga mikið eftir að það var skipt um verktaka og hýsingaraðila. Sá gamli lofaði upp í ermi og skálm, en reyndist svo nakinn.
Það verður vonandi komin betri útgáfa um miðjan mánuðinn.
BTW, er skilaboðaskjóða á síðunni?
Re: Skilaboðin á f4x4.is ?
Posted: 01.nóv 2014, 11:32
frá villi58
Kominn tími til að laga, ömuleg síða.
Re: Skilaboðin á f4x4.is ?
Posted: 02.nóv 2014, 12:52
frá Astro
Sælir.
Þetta er að mestu réttmæt gagrýni hjá ykkur. Á þeim tíma sem ég hef verið í vefnefnd F4x4 og frá upphafi síðunnar hefur verið reynt að smíða og forrita ýmsa þætti sem talið er henta félagsskap eins og þessum. Í allri þessari vinnu sem við höfum í vefnefndum klúbbsins lagt á okkur höfum við rekist á veggi þar sem ekki er hægt að framkvæma okkar væntingar. Það var þó aðalega þegar við vorum í Joomla umhverfinu. Það að breita yfir í WordPress verður vonandi til framdráttar fyrir vefsíðuna. Öll þessi meðfylgjandi vefsmíði sem gerð hefur verið gerir það að verkum að erfitt er að uppfæra vefinn. Öll vinna við núverandi vef var hætt á fyrrihluta þessa árs en hann látin ganga á meðan unnið er að nýjum.
ByddyPress er nýlegt vefumhverfi sem hentar okkur að öllu leiti trúi ég. Það umhverfi má bera saman við FaceBook. Ekki verður farið í neina vefsmíði þar. Þessi vefur kemur í loftið von bráðar en hann verður frekar hrár til að byrja með. Nú væri ég þakklátur ef þið hér á Jeppaspjallinu tækjuð þátt í að leiða okkur áfram í að gera vefinn þannig að sem flestum líki.
Kv. SBS. Vefnefnd F4x4.
Re: Skilaboðin á f4x4.is ?
Posted: 02.nóv 2014, 13:01
frá olei
Þið eruð ekki öfundsverðir af þessu verkefni. Að púsla saman gömlu efni á mismunandi formi yfir í nýtt kerfi. Í hvað þriðja sinn?
Ég hef séð þá aðferð notaða þegar svona er gert að hafa hrein skil. Nýtt kerfi byrjar tómt og eldri kerfi eru höfð aðgengileg sem read only og bara hlekkur á gamla draslið. Það er auðvitað ekki topp lausn en getur orðið viðunandi þrautarlending þegar nokkrir mismunandi gagnagrunnar eiga í hlut og það útheimtir mikla sérfræðivinnu að færa þá þannig að þeir virki.
Re: Skilaboðin á f4x4.is ?
Posted: 02.nóv 2014, 14:59
frá Sævar Örn
mestu mistökin eru þessar sífelldu breytingar, sl. 5 ár hafa verið c.a. 5 útgafur í gangi af síðunni og hún virðist taka sífelldum breytingum, þó þessi núverandi hafi enst einhver ár
breytingar eru oftast óþarfar nema erfitt se að halda síðunni opinni t.d vegna galla í kóða eða úreldni, þvi er gott að vera með kerfi eins og jeppaspjallið sem reglulega er uppfært en aldrei hætta á gagnatapi
Re: Skilaboðin á f4x4.is ?
Posted: 04.nóv 2014, 09:51
frá Magni
Astro wrote:Sælir.
Þetta er að mestu réttmæt gagrýni hjá ykkur. Á þeim tíma sem ég hef verið í vefnefnd F4x4 og frá upphafi síðunnar hefur verið reynt að smíða og forrita ýmsa þætti sem talið er henta félagsskap eins og þessum. Í allri þessari vinnu sem við höfum í vefnefndum klúbbsins lagt á okkur höfum við rekist á veggi þar sem ekki er hægt að framkvæma okkar væntingar. Það var þó aðalega þegar við vorum í Joomla umhverfinu. Það að breita yfir í WordPress verður vonandi til framdráttar fyrir vefsíðuna. Öll þessi meðfylgjandi vefsmíði sem gerð hefur verið gerir það að verkum að erfitt er að uppfæra vefinn. Öll vinna við núverandi vef var hætt á fyrrihluta þessa árs en hann látin ganga á meðan unnið er að nýjum.
ByddyPress er nýlegt vefumhverfi sem hentar okkur að öllu leiti trúi ég. Það umhverfi má bera saman við FaceBook. Ekki verður farið í neina vefsmíði þar. Þessi vefur kemur í loftið von bráðar en hann verður frekar hrár til að byrja með. Nú væri ég þakklátur ef þið hér á Jeppaspjallinu tækjuð þátt í að leiða okkur áfram í að gera vefinn þannig að sem flestum líki.
Kv. SBS. Vefnefnd F4x4.
Það er tvennt sem ég gæti nefnt til ykkar þegar þið farið að setja upp nýja veg.
- less is more
- quality over quantity
Hafa einfaldleikann í fyrirrúmi.