Millikassi fyrir 4,3 vortec í Hilux


Höfundur þráðar
Þórarinn G
Innlegg: 20
Skráður: 09.des 2012, 14:18
Fullt nafn: Þórarinn Garðarsson

Millikassi fyrir 4,3 vortec í Hilux

Postfrá Þórarinn G » 29.okt 2014, 17:46

Sælir spjallverjar

Mig vantar ráð um millikassa. Ég ætla að setja 4,3 vortec í Hilux og er að velta fyrir mér hvaða millikassi henti best. Chevy kassinn er með úttakið fyrir framskaftið vitlausu meginn en Hilux kassinn er ekki með púls teljara fyrir skiptinguna og hraðamælinn, en ég er að hugsa um að setja allt rafmagnið og mælana úr Chevy í bílinn. Hefur einhver góð ráð handa mér?

með bestu kveðjum
Þórarinn



User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Millikassi fyrir 4,3 vortec í Hilux

Postfrá jongud » 29.okt 2014, 18:01

Það er hægt að fá stykki sem skrúfast á "gamaldags" millikassa og gefur púlsa. Hellingur til og hér er eitt dæmi;
http://www.mixerandplantparts.com/product-p/123039.htm

gúgglaðu speedometer signal generator

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Millikassi fyrir 4,3 vortec í Hilux

Postfrá jongud » 30.okt 2014, 08:21

Svona eftir á að hyggja þá er spurning hvort það sé ekki betra að setja hraðaskynjara strax aftan við skiptingu en ekki á millikassann. Það hafa margir farið þá leið ef þeir eru ekki með original millikassann. ástæðan er sú að ef tölvan skynjar ekki sama deilihlutfall þegar hún fær merki um að millikassinn sé í lága drifinu þá heldur hún að skiptingin sé að slúðra og fer í "limp mode".
Hinsvegar getur verið að það sé hægt að forrita annað millikassahlutfall inn í vélartölvuna, þú þarft líklega hvort eð er að láta hræra eitthvað í tölvunni þannig að það er um að gera að athuga það fyrst.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 35 gestir