hvað er þetta með nRoute?


Höfundur þráðar
helgierl
Innlegg: 89
Skráður: 21.feb 2012, 20:56
Fullt nafn: Helgi Arngrímur Erlendsson

hvað er þetta með nRoute?

Postfrá helgierl » 27.okt 2014, 20:40

Er nRoute eina forritið sem menn keyra eftir? Er með garmin handtæki en forritin sem fylgdu eru basecamp og mapsource. Mér heyrist menn keyra eftir nRoute þegar menn tengja við fartölvu en ég sé samt hvergi að sé hægt að sækja það. Get ég kannski keyrt eftir mapsource?
Allar útskýringar vel þegnar takk!!User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1777
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn Eiríksson
Bíltegund: Suzuki
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafa samband:

Re: hvað er þetta með nRoute?

Postfrá Sævar Örn » 27.okt 2014, 21:35

Ég nota nRoute, en það er kannski orðið ansi úrelt, minnir að kortið mitt í því sé fært úr GPS tækinu og það var frá 2010, ég kann mjög vel við þetta set up og keyri gjarna eftir því bæði innan og utanbæjar en á jöklum reyni ég að nota gpsið sjálft meira
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Ragnare
Innlegg: 92
Skráður: 18.mar 2011, 09:48
Fullt nafn: Ragnar Rafn Eðvaldsson
Bíltegund: Wrangler
Staðsetning: Reykjavík (stundum Djúpivogur)

Re: hvað er þetta með nRoute?

Postfrá Ragnare » 27.okt 2014, 22:42

Ég keyri nær alltaf eftir nroute en mann nú ekki hvar ég sótti það.
Hvort það hafi fylgt með á disknum með kortinu hjá mér eða sótt á veraldarvefinn man ég nú ekki ekki.
Kv Ragnar Rafn Eðvaldsson
ragnarrafn@gmail.com


Höfundur þráðar
helgierl
Innlegg: 89
Skráður: 21.feb 2012, 20:56
Fullt nafn: Helgi Arngrímur Erlendsson

Re: hvað er þetta með nRoute?

Postfrá helgierl » 27.okt 2014, 23:06

Já, mér finnst þetta eitthvað skrítið. Sé ekki betur á netinu en að nRoute sé löngu hætt, þ.e.a.s. Garmin framleiðir það ekki lengur og styður ekki. Nú er það BaseCamp og Mapsource sem fylgja Garmin tækjunum. BaseCamp er ekki hægt að keyra eftir. Ekki klár með Mapsource.

User avatar

Andrés
Innlegg: 25
Skráður: 02.apr 2013, 03:51
Fullt nafn: Andrés Ó Bogason
Bíltegund: Musso
Staðsetning: Seltjarnarnes

Re: hvað er þetta með nRoute?

Postfrá Andrés » 28.okt 2014, 00:29harnarson
Innlegg: 60
Skráður: 14.aug 2012, 23:44
Fullt nafn: Hallgrímur Arnarson
Bíltegund: Land Rover Defender

Re: hvað er þetta með nRoute?

Postfrá harnarson » 28.okt 2014, 00:41

Nota alltaf nroute til að keyra eftir og líkar ágætlega. Hef verið með nokkurra ára gamalt kort í því sem er orðið svolítið úrelt en keypti um daginn nýtt kort í gegnum gpsmaps.is. Ekki búinn að prófa það almennilega en lofar góðu. Ódýrt og ekkert mál að setja upp.

User avatar

Magni
Innlegg: 471
Skráður: 11.aug 2011, 15:42
Fullt nafn: Magni Helgason
Bíltegund: Land Cruiser 80

Re: hvað er þetta með nRoute?

Postfrá Magni » 28.okt 2014, 09:02

helgierl wrote:Já, mér finnst þetta eitthvað skrítið. Sé ekki betur á netinu en að nRoute sé löngu hætt, þ.e.a.s. Garmin framleiðir það ekki lengur og styður ekki. Nú er það BaseCamp og Mapsource sem fylgja Garmin tækjunum. BaseCamp er ekki hægt að keyra eftir. Ekki klár með Mapsource.


Þú getur svo alltaf fengið þér Ozi Explorer á netinu og keyrt eftir honum. Hann tengist við öll garmin tæki. Svo er hægt að fá alls konar kort í hann.
- Toyota Land Cruiser 80 4.2 Disel 44" árg. 1994 -


Höfundur þráðar
helgierl
Innlegg: 89
Skráður: 21.feb 2012, 20:56
Fullt nafn: Helgi Arngrímur Erlendsson

Re: hvað er þetta með nRoute?

Postfrá helgierl » 28.okt 2014, 17:30

Ok. Gaman að vita af þessum Ozi Explorer. Annars fékk ég upplýsingar frá Garmin búðinni í dag og þetta er víst rugl að það sé ekki hægt að sækja nRoute, maður fær aðgang að því þegar maður skráir kortakóðan inn á garmin.is/kort. Mér hafði yfirsést það. hinsvegar er það rétt að nRoute er dottið út af markaðnum og bara ætlast til að menn noti tækin sjálf, séu ekkert í þessu brasi að tengja við fartölvur......


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 7 gestir