Síða 1 af 1

Dekkjaskurður

Posted: 27.okt 2014, 00:53
frá Turboboy
Góðan strákar !

Ég er að velta fyrir mér, hvað má skera djúpt í AT405 ?

Er með mikið slitin AT405 sem ég þarf að nota í smá tíma þar sem nánast allur peningurinn fór í að kaupa bílinn,
og langaði að redda mér með því að skera í þau.

Er annars eitthver sem tekur þetta að sér fyrir aur hér á spjallinu.

Re: Dekkjaskurður

Posted: 27.okt 2014, 01:06
frá biturk
Þú getur skorið talsvert niður fyrir munstur á þessuþ dekkjum, ég hef séð suma skera nánast niður î efsta striga og keirt án nokkurra vandræða en ég ætla ekki að mæla með því

Re: Dekkjaskurður

Posted: 27.okt 2014, 08:16
frá jongud
Tækninefndin hjá F4X4 var að athuga þessi dekkjaskurðarmál síðasta vetur. Niðurstaðan var sú að það má ekki skera niðurfyrir upprunalega mynstrið í dekkjum nema það sé sérstaklega skrifað á dekkin frá framleiðanda að það megi. Þá eru dekkin merkt "regroovable"

Re: Dekkjaskurður

Posted: 27.okt 2014, 08:30
frá ivar
Sæll Jón. Ég verð að vera sammála þér í þessu. Hinsvegar væri gaman að vita rökstuðninginn og af hverju þetta væri ekki gert?
Nú hefur þetta verið gert í þónokkurn tíma og ég ekki heyrt af vandræðum og því hljóta menn að spyrja sig af hverju ekki að redda sér aðeins lengra.
Ég er búinn að vera með viðbótar skorna muddera undir kerru hjá mér sjálfur án vandræða en hef ekki reynslu að keyra svona undir bíl.

Re: Dekkjaskurður

Posted: 27.okt 2014, 09:50
frá snöfli
Held að málið sé lagalegt ekki tæknilegt. Ef þú skerð dekk niðurfyrir upprunalegt mynstur þá ertu komin út fyrir það sem dekkið er hannað og prófað fyrir. Það uppyllir því ekki lengur lagaleg sklyrði CE, DOT etc.

Hætt við að tryggingar borgi ekki ef þú lendir í tjóni á slíkum dekkjum. Tjón á fólki hleypur á tugum milljóna og getur gert flest okkar gjaldþrota.

l.