Spurning.
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Spurning.
OJB wrote:Góðan dag, getur einhver sagt mér hvort 15 tommu felgur passi undir 1997 árgerð af Toyota Land Cruiser 90? Einnig hvað þarf að gera til að koma 35 tommu undir slíkan bíl? Spyr sá sem ekki veit.
Þú þarft að mæla backspeisið á felgunum, það þarf að vera rétt svo felgan nuddist ekki einhverstaðar í t.d. stýrisenda, bremsudælur og fl. Gatadeiling þarf að vera rétt. Fyrir 35" dekk þá eru nokkrar leiðir, ef ekkert er hækkað þá getur þurft að skera úr boddý, best að máta þá sést hvað þarf að gera.
-
- Stjórnandi
- Innlegg: 1397
- Skráður: 30.jan 2010, 22:43
- Fullt nafn: Árni Björnsson
- Bíltegund: Land Rover
- Staðsetning: Akureyri
- Hafa samband:
Re: Spurning.
Það er víst standard aðgerð að láta renna diska eða kaupa rennda diska undir þessa bíla. Það þarf líka að færa bremsudæluna.
Talaðu við renniverkstæði ægis eða skerpa renniverkstæði.
Talaðu við renniverkstæði ægis eða skerpa renniverkstæði.
Land Rover Defender 130 38"
Re: Spurning.
Ég tel það tímaskekkju að breyta bremsum á bílum til að koma 15" felgum undir þá. Þetta var gert af nauðsyn áður fyrr þegar úrvalið af dekkjum var aðallega í 15". Sá tími er liðinn.
Jeppum veitir ekki af öllum þeim bremsum sem eru í boði og minnkun á þeim hefur alltaf verið skref í ranga átt.
Jeppum veitir ekki af öllum þeim bremsum sem eru í boði og minnkun á þeim hefur alltaf verið skref í ranga átt.
Re: Spurning.
Nú mátaði ég 15 tommu felgu undir áðan og bremsudælan rétt snertir felguna, hafa menn verið að slípa einhverja millimetra af henni? Takk fyrir svörin.
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Spurning.
OJB wrote:Nú mátaði ég 15 tommu felgu undir áðan og bremsudælan rétt snertir felguna, hafa menn verið að slípa einhverja millimetra af henni? Takk fyrir svörin.
Eru einhverjir kælirifflar þar sem felgan nartar í eða er þetta sléttur flötur á dælu ?
Mundi ekki slípa þar sem er sléttur flötur þar sem væntanlega er ekkert of þykkt á þeim stað, en ætti að vera í lægi að slípa af kælirifflunum svona aðeins. Best væri að fá mynd af þessu til að átta sig betur um hvað málið snýst.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur