Taka straum frá háu ljósum.... vandamál


Höfundur þráðar
emmibe
Innlegg: 250
Skráður: 20.mar 2013, 08:43
Fullt nafn: Elmar þór Benediktsson
Bíltegund: ssangyong musso

Taka straum frá háu ljósum.... vandamál

Postfrá emmibe » 21.okt 2014, 20:49

Sælir, ég er að reyna tengja kastara og var að reyna að taka straum af lögninni að háu ljósunum en ég fæ bara ekki 12 volt frá háa vírnum, þeir eru 3 að ljósinu. Það virðist vera stöðugur straumur á þessu og hverfur þegar há geislinn fer á nema á hvíta/bláa? Einhver meinloka hjá mér kannski en ég bara átta mig ekki á þessu.
Endaði á að tengja kastarana og þokuljósin inn á parkið en þarf að koma þessu í lag fyrir skoðun.
Getur einhver lesið út úr þessari teikningu fyrir mig og fundið hvar ég fæ straum frá háa, það er búið að aftengja dagljósabúnaðinn(tengið bara aftengt frá boxinu) og dimmerinn er ekki til staðar.
Takk fyrir, Elmar.
chassis_wiring_sidekick_tracker.gif
chassis_wiring_sidekick_tracker.gif (68.29 KiB) Viewed 960 times


Elmar Þór Benediktsson
emmibe@gmail.com
SsangYong Musso E32

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Taka straum frá háu ljósum.... vandamál

Postfrá jeepcj7 » 21.okt 2014, 20:57

Mér finnst sjálfum langþægilegast að sækja stýristrauminn beint í öryggjaboxið með svona græju þetta fæst td. í Bílanaust og örugglega víðar.
Viðhengi
0956x1__21413_zoom.jpg
0956x1__21413_zoom.jpg (30.62 KiB) Viewed 943 times
Heilagur Henry rúlar öllu.


Höfundur þráðar
emmibe
Innlegg: 250
Skráður: 20.mar 2013, 08:43
Fullt nafn: Elmar þór Benediktsson
Bíltegund: ssangyong musso

Re: Taka straum frá háu ljósum.... vandamál

Postfrá emmibe » 21.okt 2014, 21:01

Já hefði gert það en það er eitt öryggi þar fyrir hvort ljós en öryggið er fyrir bæði há og lága :-(
Elmar Þór Benediktsson
emmibe@gmail.com
SsangYong Musso E32


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Taka straum frá háu ljósum.... vandamál

Postfrá olei » 21.okt 2014, 21:07

Háu ljósin fá fastan straum frá öryggi (sitt hvoru örygginu). Ljósarofinn gefur síðan jörð (rauður vír) og þá kviknar á ljósunum.

Þú getur notað rauða vírinn inn á spóluna í relay (eða öllu heldur afleggjara frá honum) og hinn endann á spólunni inn á kastararofa sem gefur jörð inn á hana. Þá þurfa háu ljósin að vera Á og rofinn Á til að relayið tengi og kveiki á kösturunum.

Á dæmigert relay væri þetta þá:
85 = rauður vír inn á háu ljós.
86 = vír inn á rofa fyrir kastara -- hinn póllinn á rofanum tengist í jörð.
30 = straumur frá rafgeymi (vonandi gegnum öryggi)
87 = vír sem fæðir kastarana

Með þessu er aflið inn á kastarana tekið beint frá geymi en ekki lagt á ljósarafkerfið í bílnum.


Höfundur þráðar
emmibe
Innlegg: 250
Skráður: 20.mar 2013, 08:43
Fullt nafn: Elmar þór Benediktsson
Bíltegund: ssangyong musso

Re: Taka straum frá háu ljósum.... vandamál

Postfrá emmibe » 21.okt 2014, 21:13

Glæs, þakka þér fyrir þetta olei, prufa þetta.
Elmar Þór Benediktsson
emmibe@gmail.com
SsangYong Musso E32


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 37 gestir