Síða 1 af 1

Ford Ranger 4ltr upphækkun

Posted: 12.des 2010, 17:56
frá Heiðar Brodda
Hvernig er ranger með klöfum á framan hækkaður upp er þá bara að tala um 36''-38'' breytingu er í lagi að setja kubba undir gormana og hver eru orginal hlutföllin í þessum bílum og er hægt að fá notuð hlutföll á einhverjum partasölum

kv Heiðar Brodda

Re: Ford Ranger 4ltr upphækkun

Posted: 12.des 2010, 18:42
frá jeepson
Er ekki málið að rífa þetta undan og setja heila hásingu í staðinn??

Re: Ford Ranger 4ltr upphækkun

Posted: 12.des 2010, 22:58
frá Heiðar Brodda
ekki eins og staðan er ætla að nota klafana þeir eru góðir meðan þeir eru í lagi

kv Heiðar

Re: Ford Ranger 4ltr upphækkun

Posted: 13.des 2010, 07:24
frá SiggiHall
Bara hækka á boddýi og skera.

Re: Ford Ranger 4ltr upphækkun

Posted: 13.des 2010, 09:14
frá juddi
Fer eftir árg hvort það séu klafar eða skærahásing

Re: Ford Ranger 4ltr upphækkun

Posted: 13.des 2010, 17:14
frá atlifr
Ef skærahásingin er undir honum, þá ætti nú að vera í lagi að fara í 38" á honum með því að lyfta gormasætum eða bara klippa vel úr. Ef hann er á klöfum eins og explorerinn þá er víst ekki gott að lyfta honum um meira en ca 2-4" á klöfunum vegna þess að öxulliðirnir byrja að slitna óhóflega.

Ég er ekki viss en ég held að lægstu hlutföll sem koma orginal í svona bíla séu 4:10, en það er hægt að panta lægri hlutföll í þá. Ef ég man rétt er 8.8 að aftan og Dana 30 eða 35 að framan.