patrol framlegur auka bil ??


Höfundur þráðar
Heiðar Brodda
Innlegg: 623
Skráður: 08.mar 2010, 19:59
Fullt nafn: Heiðar Steinn Broddason
Bíltegund: 4Runner '87 38''
Staðsetning: Egilsstaðir

patrol framlegur auka bil ??

Postfrá Heiðar Brodda » 20.okt 2014, 18:01

Sælir var ekki hérna þráður einhvernsstaðar sem fjallaði um það hvernig með væru að færa/auka bílið á milli framhjóla lega á patrol framhásingum og/eða setja stærri legur minnir að þetta hafi verið umfjöllun hér en finn þetta bara alls ekki meira segja var talað um hvað legurnar hétu en en kannski vitið þið þetta kæru spjallverjar

kv Heiðar Brodda




Brjotur
Innlegg: 369
Skráður: 31.mar 2013, 15:39
Fullt nafn: Helgi j. Helgason
Bíltegund: Patrol

Re: patrol framlegur auka bil ??

Postfrá Brjotur » 20.okt 2014, 19:24

Eg er buinn með þennan pakka , og get sagt þér hvar þú færð legurnar sem ég nota , þú færð þær i fyrirtæki sem heitir bakverk ehf heildsala Tunguháls 10 sími 517 2220 renniverkstæði Ægis smíðaði nýja stúta fyrir mig og ég nota áfram original stærri leguna en aðra legu að utanverðu , burðarmeiri og stærri, og hun er talsvert utar nuna en áður og ekki hægt að nota org. lokur , ég nota Ægisflangsana, en kanski vill Ægir ekki smíða þetta nema í kyrrþey :) því IH menn urðu eitthvað súrir með þessa útfærslu þegar þeir sáu hana í einhverjum bíl :)

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: patrol framlegur auka bil ??

Postfrá jongud » 21.okt 2014, 08:34

Hérna eru upplýsingar og mynd af einum sem styrkti svona hásingu;
http://jakinn.is/?album=jeppasyning-fer ... ng_702.JPG
http://jakinn.is/?album=jeppasyning-fer ... ng_698.JPG
Mig minnir að Lárus hafi mixað eitthvað Toyota dót í staðin fyrir Patrol dæmið að framan.


JeepKing
Innlegg: 98
Skráður: 19.júl 2010, 14:28
Fullt nafn: Jónas Olgeirsson

Re: patrol framlegur auka bil ??

Postfrá JeepKing » 21.okt 2014, 13:18

Nota orginal stútin og þessa legu kónn 24780 slíf 24720 og renna úr húsinu..
Pajero 2.8 44"
Ford Fiesta


Jónas Fr.

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: patrol framlegur auka bil ??

Postfrá jeepson » 21.okt 2014, 13:20

JeepKing wrote:Nota orginal stútin og þessa legu kónn 24780 slíf 24720 og renna úr húsinu..


Hvar fæst þessi lega?? Og kanski nafnið á henni til að auðvelda manni að fá þetta.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


JeepKing
Innlegg: 98
Skráður: 19.júl 2010, 14:28
Fullt nafn: Jónas Olgeirsson

Re: patrol framlegur auka bil ??

Postfrá JeepKing » 21.okt 2014, 13:56

Þetta er standard númer á legu sem fæst víða en kanski ekki allstaðar... Fálkinn á þetta allavega og stundum Straumrás
Stærðin á henni er 41.275 X 76.20 X 23.02
á meðan orginal 41.275 X 73.43 X 20.50 sirka
Pajero 2.8 44"
Ford Fiesta


Jónas Fr.

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: patrol framlegur auka bil ??

Postfrá jeepson » 21.okt 2014, 14:14

Ok. Þannig að sætið er bara rent inn um þessa tæpu 3mm og stækkað um tæpa 3mm.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


Brjotur
Innlegg: 369
Skráður: 31.mar 2013, 15:39
Fullt nafn: Helgi j. Helgason
Bíltegund: Patrol

Re: patrol framlegur auka bil ??

Postfrá Brjotur » 22.okt 2014, 20:30

það tekur því ekki að eyða vinnu eða neinu í 3 mm í þessu dæmi strákar , sorry


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: patrol framlegur auka bil ??

Postfrá Izan » 22.okt 2014, 22:14

Sælir

Þið eruð þá ekki að auka bilið milli leganna, ég hélt að það væri lykilatriði.

Kv Jón Garðar


JeepKing
Innlegg: 98
Skráður: 19.júl 2010, 14:28
Fullt nafn: Jónas Olgeirsson

Re: patrol framlegur auka bil ??

Postfrá JeepKing » 23.okt 2014, 08:52

Brjotur wrote:það tekur því ekki að eyða vinnu eða neinu í 3 mm í þessu dæmi strákar , sorry



Þessi lega gæti samt verið 25% burðarmeiri, efir því hvernig maður setur dæmið upp...
orginal legan http://www.skf.com/group/products/bearings-units-housings/roller-bearings/tapered-roller-bearings/single-row/index.html?prodid=1320000042

Ægis breytingarlegan
http://www.skf.com/group/products/bearings-units-housings/roller-bearings/tapered-roller-bearings/single-row/index.html?prodid=1320000157
Pajero 2.8 44"
Ford Fiesta


Jónas Fr.


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: patrol framlegur auka bil ??

Postfrá olei » 23.okt 2014, 11:33

Hvort erum við að ræða y60 eða y61 nöf á þessum þræði?
Nafstúturinn í y61 er styttri og þar með styttra milli leganna en í y60. Breyting vegna ABS væðingar.


junni
Innlegg: 11
Skráður: 12.maí 2010, 09:46
Fullt nafn: Júníus Guðjónsson

Re: patrol framlegur auka bil ??

Postfrá junni » 26.okt 2014, 10:30

Ég er sammála Helga. Eina vitið að smíða nýja stúta og nýja stærri ytri legu. Ægir gerði þetta fyrir mig 2007 og hefur aldrei verið til vandræða síðan. Búinn að vera allan tíman á 46" eftir breytingu.
Hef aldrei orðið var við að legurnar hitni eftir breytingu. Áður fyrr voru nöfin hjá manni alltaf sjóðandi heit eftir átök. Ægir útbjó hjá mér úrhleypingarbúnað
í gegnum nöfin á sama tíma og hefur það algerlega svínvirkað. Þetta var bara hægt vegna þess að það var orðið það gott bil á milli leganna.
Kv Júnni


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: patrol framlegur auka bil ??

Postfrá Izan » 26.okt 2014, 17:19

Sælir

Hvað er langt á milli leganna eftir þessa breytingu s.s. renniverkstæðisstútinn og stóru leguna og er þetta til í Y60 bílinn líka eða sambærilegt?

Kv Jón Garðar


Brjotur
Innlegg: 369
Skráður: 31.mar 2013, 15:39
Fullt nafn: Helgi j. Helgason
Bíltegund: Patrol

Re: patrol framlegur auka bil ??

Postfrá Brjotur » 26.okt 2014, 17:33

Mig minnir að það séu 35 mm á milli hjá mér 12 mm original svo aukningin er umtalsverð. En þetta kostar en í minu tilfelli sé ég ekki eftir þessu og já ég sé því ekkert til fyrirstöðu að gera þetta á Y60 , en hafa ber í huga að þú þarft fastar lokur , því ytri legan kemur svo utarlega í stútinn að ekki er hægt að nota venjulegar lokur áfram


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: patrol framlegur auka bil ??

Postfrá Izan » 26.okt 2014, 22:13

Sælir

olei wrote:Hvort erum við að ræða y60 eða y61 nöf á þessum þræði?
Nafstúturinn í y61 er styttri og þar með styttra milli leganna en í y60. Breyting vegna ABS væðingar.

Það var bara þetta sem ég var að spöglera, s.s. hvort ég sé með þessa fjarlægð milli lega hvort sem er og þá myndi lítilsháttar stækkun kannski bara duga ágætlega. Man ekki hver fjarlægðin er hjá mér en þykist vita að hún sé meiri en 12mm, ekki viss samt.

Ég er með driflokurnar festar og tómar svo að það getur ekki verið vandamál að renna það sem þarf af lokustútnum til að koma hverju sem er fyrir. Ég vil frekar hafa lokuhúsið heldur en nabbana sem þeir eru að selja renniverkstæðið en það er eins með það eins og annað að vera bara þvermóðska í mér.

Kv Jón Garðar

P.s. er einhver með svona breytingu í Y60 bíl?


Brjotur
Innlegg: 369
Skráður: 31.mar 2013, 15:39
Fullt nafn: Helgi j. Helgason
Bíltegund: Patrol

Re: patrol framlegur auka bil ??

Postfrá Brjotur » 26.okt 2014, 22:19

Sæll Jón

Mig minnir nú að það sé ekki stórt bil á eldri bílnum heldur einhverjir mm kanski , en ja fínt að nota tómar fastar lokur ég hef gert það líka :)

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: patrol framlegur auka bil ??

Postfrá jeepson » 26.okt 2014, 22:51

Sæll Junni. Hvað kostaði svona aðgerð hjá Ægismönnum?
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 19 gestir