Vegagjald ?


Höfundur þráðar
rockybaby
Innlegg: 106
Skráður: 31.jan 2010, 15:53
Fullt nafn: 'Arni Þórðarson

Vegagjald ?

Postfrá rockybaby » 11.des 2010, 19:33

hvernig líst mönnum á nýja vegagjaldið til að komast útúr bænum þe. Vesturlandsveg , Suðurlandsveg og Reykjanesbraut . 7kr pr km.



User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Vegagjald ?

Postfrá Freyr » 11.des 2010, 20:14

Mjög ósáttur, vil frekar hafa vegina eins og þeir eru í dag.

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Vegagjald ?

Postfrá hobo » 11.des 2010, 20:18

Þetta er bara enn einn dropinn í mælinn.

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Vegagjald ?

Postfrá jeepson » 11.des 2010, 20:34

um að gera að láta fólk borga til að komast í þessa blessuðu borg!! Þetta er auðvitað útí hött.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


cecar
Innlegg: 19
Skráður: 08.okt 2010, 21:33
Fullt nafn: Frank Höybye

Re: Vegagjald ?

Postfrá cecar » 11.des 2010, 21:26

Mér sýnist að það fari að kosta mig stórfé að komast heim til mín en ég bý rétt við Hveragerði en vinn í Hafnarfyrði allveg svakalega sanngjarnt eða þannig...
Annars keyri ég heiðina á hverjum deigi og er bara ekki að skilja hvað er svona ómögulegt við þennan veg eins og hann er.

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Vegagjald ?

Postfrá Kiddi » 12.des 2010, 11:49

Það er ekki vegurinn sem er vandamálið, heldur óþolinmóðir bílstjórar sem taka fram úr og búa til banaslys... en lausnin er að sjálfsögðu að henda nokkrum milljörðum í 2+2 veg!!!


btg
Innlegg: 124
Skráður: 06.feb 2010, 14:00
Fullt nafn: Bjarni Þór

Re: Vegagjald ?

Postfrá btg » 12.des 2010, 21:11

Þetta er bara útí hött. Er ekki málið þá að setja upp sjálfvirk tollahlið á milli póstnúmera í rvík eins og að vera með svona vitleysu.

Kiddi, ég ek þessa leið eins og cecar daglega, og það er ekki bara óþolinmóðir bílstjórar sem eru að taka fram úr sem eru að valda slysum. Það er einnig fólk sem á ekki að vera í umferðinni, fólk sem treystir sér ekki að aka á 90 ef það dimmir, rignir, kemur pínu þoka, þarf að tala í símann etc etc etc... Mikið af þessu fólki kann ekki heldur að hleypa fram úr.

Á tímum góðæris þegar trukkar þutu úr borg óttans til að ná í grús í námurnar þarna í kring þá var það oftar en ekki að við fyrstu tvöföldun í Lögbergsbrekku, þá þurftu menn að fara að reyna að taka fram úr hvorum öðrum. Alla tvöföldunina eyddi maður því oft á eftir trukk sem komst í 92 á meðan hann var að rembast við að taka fram úr félaganum sem var á 90.

Margir sem störfuðu þá amk sem atvinnubílstjórar ættu ekki að hafa leyfi til að keyra búðarkerru.

Og, mér finnst það bara sjálfsagt að tvöfalda á milli rvíkur og Selfossar, enda er umferðin orðin það mikil og þá sérstaklega á sumrin. Já það er gaman að keyra framhjá framkvæmdunum og sjá hvað þeim miðar vel.

User avatar

JonHrafn
Innlegg: 578
Skráður: 06.feb 2010, 10:41
Fullt nafn: Jón Hrafn Karlsson
Staðsetning: Keflavík south

Re: Vegagjald ?

Postfrá JonHrafn » 12.des 2010, 21:44

Vegtollar ok,, ef álögur á eldsneyti væru lækkaðar, eiga þær ekki annars að standa undir gatnagerð,, og jú blessuðu bifreiðagjöldin.

Annars eru þessi spékingar okkar gjörsamlega úti að skíta. Ætla að hækka álögur á eldsneyti um 5% um áramót og áætla samt rúmlega 3% söluaukningu ,,, sure


btg
Innlegg: 124
Skráður: 06.feb 2010, 14:00
Fullt nafn: Bjarni Þór

Re: Vegagjald ?

Postfrá btg » 12.des 2010, 23:01

Sé bara ekki afhverju við ættum að vera að borga vegtolla, ekki nema þá fyrir að fá að velja fínni hraðbraut, en þá verður önnur leið að vera líka í boði (eins og tíðkast sumsstaðar erlendis). Við erum löngu búin að greiða fyrir almennilega vegi, en þessir andskotar nota alltaf peningana í eitthvað annað. Einhverntímann var ég búinn að taka það saman hvað það væru ennþá margar einbreiðar brýr á þjóðvegi 1 til dæmis, sem er fáránlegt (man það bara ekki í augnablikinu). Hættulegar blindhæðir líka, þar sem maður veit aldrei hvort einhverjum dettur í hug að fara öfugu megin við skiltið, hef lent í því að mæta svoleiðis ökumanni og rétt slapp við árekstur.

Bifreiðagjöldin voru sett á 'tímabundið' í upphafi, en þau gjöld sem sett eru á fara aldrei tilbaka.

Verði þetta sett á, mun ég leita allra leiða til að komast hjá því. Kannski maður fari þá bara líka að keyra á litaðri olíu. Ég er orðinn verulega þreyttur og pirraður á því að vera endalaust að borga og borga í eitthvað svona rugl.

User avatar

Tómas Þröstur
Innlegg: 330
Skráður: 19.mar 2010, 10:03
Fullt nafn: Tómas Þröstur Rögnvaldsson

Re: Vegagjald ?

Postfrá Tómas Þröstur » 13.des 2010, 10:03

Borga núna eða á morgun eða í vikunni sem leið. Hver er svo sem munurinn. Skattborgarinn borgar fyrir rest. Veggjald er ein útfærsla skattheimtu. Kannski ein sú sanngjarnasta þar sem þeir borga sem nota vegina.


Ofsi
Innlegg: 278
Skráður: 31.jan 2010, 22:32
Fullt nafn: Jón Garðar Snæland

Re: Vegagjald ?

Postfrá Ofsi » 13.des 2010, 17:57

Dóttir mín býr í Keflavík og ekur til Reykjavíkur í vinnu. Hún er að borga einhvern 40.000 kall í bensín á mánuði. Við veggjaldið bætist við 30.000 kall í veggjöld. Til þess að borga veggjöldin þá þarf hún að þéna um 60.000 kr aukalega. Síðan á að hækka bensínlítran um 10 kr um áramótin. Og gerir það 2000 kall fyrir hana. Hún vinnur hjá mömmu sinni í Reykjarvík. Nú er staðan eiginlega að verða sú að best væri að mamma hennar myndi segja henni upp svo hún gæti verið á atvinnuleysisbótum á suðurnesjum og myndi hún þá bætast í þau 20% á suðurnesjum sem ekki eru í vinnu. Gáfulegt eða hvað, en hún væri að spara sér 72.000 á mánuði í beinhörðum peningum á því að gera ekki neitt. Auk þess gæti hún sleppt því að endurnýja dekkin einsog stóð til að gera, enda þarf að vera á góðum dekkjum þegar maður þarf að aka tvisvar á dag Reykjarnesbrautina. Því má svo bæta við að gert er ráð fyrir fleiri eldsneytisfyrirtækjunum eftir áramót. Ja sei sei. Já svo má ekki gleyma hækkunum á stærri nýjum bílum og svo var eitthvað verið að ræða um hækkum á bifreiðargjöldum sem vel að merkja áttu bara að vera tímabundið, það er spurning hvort tímabundið er ein tvær eða fleiri aldir. Annars er það nú þannig með þessa vegi hérna í kringum höfuðborgina að það eru ekki vegirnir sem drepa heldur þeir sem sitja á bakvið stýrið. Svona sambærilegt og með byssuna og gikkinn. En tilhvers eru þessar hækkanir annars herra slefandi hálvitar Steingrímur, Jóhanna og Ögmundur, jú alveg rétt til þess að skapa 500 störf. 500 störf eru einsog krækiber í helvíti. Ef það ætti að skapa alvöru fjöld starfa með vegabótum þá ætti að fara í það að útrýma einbreiðum brúm á þjóðvegi 1, til þess þarf miklu fleiri hendur einsog þeir vita sem hafa dýft hendinni á kalt vatn og ekki verið á framfærslu hins opinbera einsog t,d fröken Jóhanna hefur verið mestan sinn aldur pirrog urrrrg. Það mætti nú minna afturhaldseggina í vinstri-vilausum á það að auðvelt væri að finna þessi 500 störf á öðrum stöðum, einsog að lefa kennsluþoturnar á Keflavíkurvelli þar eru 150-200 störf, Gagnaver jamm, einkasjúkrahús á vellinum, setja 700 millur í Helguvíkurhöfn og láta Svandisi hætta að þvælast fyrir með háspennulínulögnina úr á Reykjarnes eða flengja Svandísi fyrir það að rústa aðalskipulögum Skeiða og Gnúp og Flóahrepps svo hægt sé að fara að gera eitthvað í virkjunum við neðanverða Þjórsá. Að lokum ættu Húsvíkingar að setja nálgunarbann á Vinstri græna fyrir norðan svo eitthvað fari að gerast þar í uppbyggingu. Meira pirrrr og uuurg


gambri4x4
Innlegg: 205
Skráður: 31.jan 2010, 23:00
Fullt nafn: Víðir L Hjartarson
Bíltegund: Y60 Patrol 38"
Staðsetning: Húsavík
Hafa samband:

Re: Vegagjald ?

Postfrá gambri4x4 » 13.des 2010, 23:21

Að lokum ættu Húsvíkingar að setja nálgunarbann á Vinstri græna fyrir norðan svo eitthvað fari að gerast þar í uppbyggingu.


Líkar þessi hugmynd hjá þér Ofsi :):)

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Vegagjald ?

Postfrá Stebbi » 13.des 2010, 23:34

Það sýður í bláu blóði þessa dagana heyri ég.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Vegagjald ?

Postfrá jeepson » 14.des 2010, 10:37

Það er löngu komin tími á að koma steinglæp og lessuni í burtu!!!! ÞEssu fólki er alveg sama þó að það sé hækkað og hækkað. En það væri gaman að sjá hvað þau myndu segja ef að þau væru á láglaunum eins og flest okkar eru.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Vegagjald ?

Postfrá Izan » 14.des 2010, 18:29

Sælir

Einhvernvegin fæ ég mig ekki til að vorkenna þeim sem velja sér að búa á öðrum stað en þeir vinna, þeirra er valið (eða ætti að vera það í eðlilegu árferði). Ég vil frekar hugsa um skólafólk sem á ekki kost á því að læra það sem það vill í heimabyggð og þarf að bæta þessum 30.000 kalli við sig á mánuði í viðbót við aukna skattheimtu á eldsneyti. Þetta gengur ekki.

Iðnnám er ekki unnt að læra nema að mjög takmörkuðu leyti frá Neskaupsstað til Reykjavíkur. flestir þeir sem eru í skóla og eiga kost á að búa hjá foleldrum sínum gera það og keyra í skólann ef það er gerlegt á klukkutíma +- 15mín.

Mér finnst það líka skjóta skökku við að við, landsbyggðarpakkið, sem fáum allar okkar vörur sendar frá birgjum í Reykjavík borgum stærstann hluta vegaframkvæmda þar en fáum sjálf að keyra á vegleysum í heimabyggð. Þetta snarhækkar vöruverð á landsbyggðinni og er þá að mínu mati rétt eins og olíuskattar landsbyggðarskattur.

Kv Jón Garðar


Ofsi
Innlegg: 278
Skráður: 31.jan 2010, 22:32
Fullt nafn: Jón Garðar Snæland

Re: Vegagjald ?

Postfrá Ofsi » 14.des 2010, 19:44

Það má ekki heldur gleyma því að sumir eru að reyna að bjarga sér og sýnum með því að sækja vinnu þar sem hana er að hafa. Samanber þá hafa suðurnesjamenn ekki mikið viðurværi í heimabyggð

User avatar

Baldur Örn
Innlegg: 29
Skráður: 23.feb 2010, 17:11
Fullt nafn: Baldur Örn Samúelsson

Re: Vegagjald ?

Postfrá Baldur Örn » 15.des 2010, 00:17

Ég verð nú bara að segja að djöful væri íslenska vegakerfið flott ef allur þessi skattur sem lagður er á olíuna og bíleigendur færi virkilega í vegaframkvæmdir.

User avatar

svavaroe
Innlegg: 88
Skráður: 07.feb 2010, 18:02
Fullt nafn: Svavar Örn
Bíltegund: MMC Pajero '08 35"

Re: Vegagjald ?

Postfrá svavaroe » 15.des 2010, 15:08

Þetta er ekkert annað enn heftun á frelsi. Þegar þetta græna pakk kemur til valda, þá verðum við minna og minna frjáls !!!

Kveðja, einn virkilega ógeðslega reiður !!
----------------------------------------------------------------------
Mitsubishi Pajero '08 35"
----------------------------------------------------------------------

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Vegagjald ?

Postfrá jeepson » 15.des 2010, 15:13

Baldur Örn wrote:Ég verð nú bara að segja að djöful væri íslenska vegakerfið flott ef allur þessi skattur sem lagður er á olíuna og bíleigendur færi virkilega í vegaframkvæmdir.


Já við værum eflaust með flottasta vegakerfi í evrópu.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Vegagjald ?

Postfrá HaffiTopp » 28.jan 2011, 08:05

..
Síðast breytt af HaffiTopp þann 20.jún 2014, 19:53, breytt 1 sinni samtals.

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: Vegagjald ?

Postfrá Brjótur » 28.jan 2011, 19:34

Tómas þröstur, þú mátt borga mín vegagjöld fyrst þér finnst þetta svona lítið mál ok?


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Google [Bot] og 23 gestir