Síða 1 af 1
Kia Sorento
Posted: 15.okt 2014, 22:03
frá arni87
Nú er snatt tíkin á heimilinu orðin of þreytt og kominn tími til að endurnýja.
Það eru nokkrir bílar í siktinu, og eru það Kia Sorento.
árgeriðrnar eru 2003-2006
Bæði 2.4 bensin og svo 2.5 disel.
Hvaða reynslu hafa menn á þessum eðalvögnum?
Hverjir eru veikleikar bílanna?
Hvernig er eiðslan á þessum bílum?
Og hvernig eru þeir að koma út almennt?
Með von um fróðleg og góð svör
Árni F.
Re: Kia Sorento
Posted: 15.okt 2014, 23:05
frá olihelga
Er með 2,4 bensin meira að segja falur fyrir mjög sangjart verð. Hann hefur heilt út komið vel út reyndar fór hjá mér heddpakkning full snemma (105þús) en ástæðan var lekt kælikerfi, plastkútur með sprungu sem lak ekki nema undir þrýsting og ég var heillengi að finna þetta. Hann hefur alltaf brennt aðeins olíu en ég er búinn að eiga bílinn í 9 ár frá 25þús km akstri. Boddýið hefur verið aðeins of mikið riðsækið fyrir minn smekk en stór hluti að því skrifa ég á talsverða keyrslu um leiðinlega malarvegi og ónógan frágang í hjólaskálum en fjöðrun hins vegar mjög skemmtileg fyrir svoleiðis vegi og því auðvelt að aka þá talsvert greitt. Það má segja að þetta heddpakkningarmál sé eina málið sem komið hefur upp sem ég var ósáttur með annað er bara svona eðlilegt viðhald á bíl sem er ekinn rúmlega 160þús.
Kveðja Óli
Es ef þú hefur áhuga á að skoða þá geturðu haft samband 820-2446
Re: Kia Sorento
Posted: 16.okt 2014, 10:51
frá streykir
Hef aðeins reynslu af 2007 dísel bíl með 170 hp vélinni. Mjög skemmtilegur bíll, eyddi litlu, minnir að tölvan hafi sýnt 8,4 en það var reyndar að megninu til í langkeyrslu. Mjög gott að keyra hann og fór vel um alla farþega. Man ekki eftir miklu viðhaldi fyrir utan þessa vanalegu slitfleti.
Mæli eindregið með svona bíl, en myndi taka 170 hp vélina fremur en 140 hp.
Re: Kia Sorento
Posted: 17.okt 2014, 00:55
frá arni87
Eru ekki einhverjir fleiri hér með reynslu af þessum bílum?