byrjandi í jeppamennsku - nokkrar spurningar?

User avatar

Höfundur þráðar
Gpet
Innlegg: 8
Skráður: 03.apr 2014, 10:19
Fullt nafn: Gunnar Pétursson
Bíltegund: suzuki fox sj410

byrjandi í jeppamennsku - nokkrar spurningar?

Postfrá Gpet » 15.okt 2014, 19:06

Sælt veri fólkið.

Var loksins að fjárfesta í gullfallegu eintaki af 35" suzuki fox SJ410 ´85 árg. með 2.5 dieselvél og langaði að sjá hvort einhverjir af ykkur reynsluboltunum væru til í að svara nokkrum spurningum fyrir mig varðandi ýmsa hluti. Mín reynsla, ef reynslu mætti kalla, er að ég hef átt 35" terrano sem nýttist í eina svínaskarðsferð og einn vetur, og svo 33" jimny sem endaði síðan illa í hálkuslysi. Þið afsakið ef ég spyr kjánalegra spurninga þar sem ég hef hingað til bara fengist við að gera við fólk, ekki bíla. Langar að nýta þennan bíl minn í að komast á staði sem mig hefur alltaf langað til að sjá, og fá smá reynslu í jeppamennsku í vetur og þessvegna ákvað ég að sjá hvort einhver hefði ráð fyrir mig?

1. Á ég að míkróskera dekkin hjá mér fyrir veturinn, negla þau, eða bæði? Það virðast vera mjög svo skiptar skoðanir á þessu hjá mönnum og ég væri til í að heyra hvað þið reynsluboltarnir segið. Lenti illa í því að treysta á fjórhjóladrifið einungis á jimnyinum þegar ég missti hann á hlið niður ísilagða brekku og mjókkaði hann um nokkra sentimetra. Hverjir væru ódýrastir/bestir í að skoða þetta hjá mér?

2. Ætti ég ekki að komast á þessum bíl í flestar ferðir á vegum t.d f4x4 eða með reyndari mönnum? Bíllinn vegur ekki nema 1300kg þannig að ég veit ekki hvernig hann hagar sér í straumþungum ám, en nógu hár er hann fyrir skrölt og slóða m.v aðra bíla sem ég hef átt. Eru einhverjar ferðir planaðar í vetur sem maður gæti fengið að fljóta með í?

3. Hvaða búnað er algjört must að hafa í bílnum? Súkkumenn segja flestir bara reipi, hamar, skóflu og topplyklasett (meiraðsegja vankunnáttumaður eins og ég hef tekið þátt í ýmsum smáviðgerðum á einföldu apparati eins og súkkunni), en er eitthvað annað sem væri algjört must fyrir ferðir? einhverjir varahlutir sem er gott að eiga í skottinu ef eitthvað skyldi bila í ferðum? Þarf ég varadekk, eða ætti tappasett að vera nóg?

4. Það er lítilsháttar fúi í dekkjunum hjá mér, en mynstur allgott (ca 15mm+, mödderar). Engar útbunganir eða neitt. Er þetta eitthvað sem ég á að hafa áhyggjur af að hvellspringi hjá mér á versta tíma?

5. Ætti ég að skella mér í hjólastillingu eða ekki? Hann leitar nokkuð til vinstri hjá mér og það virðist vera smá skekkja í stýrinu hjá mér (núllpunktur á stöðunni á stýrinu er eins og ég sé í vænni vinstri beygju) þegar ég er á beinum og flötum vegi? Hvað segja kunnugir? Hverjir væru ódýrastir í þessum málum?

Held að þetta sé komið hjá mér í bili, þannig að ef einhver hefur svör við þessu þá væri það fjári vel þegið! Öll önnur ráð og tips fyrir byrjanda í þessu væri einnig mjög svo vel þegið ef einhver vill ausa úr viskubrunni sínum

Mbk




ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: byrjandi í jeppamennsku - nokkrar spurningar?

Postfrá ivar » 15.okt 2014, 20:21

Sæll vertu og alltaf gaman að fá fleira fólk á fjöll, sérstaklega í vetrarferðir

1. Á ég að míkróskera dekkin hjá mér fyrir veturinn, negla þau, eða bæði? Það virðast vera mjög svo skiptar skoðanir á þessu hjá mönnum og ég væri til í að heyra hvað þið reynsluboltarnir segið. Lenti illa í því að treysta á fjórhjóladrifið einungis á jimnyinum þegar ég missti hann á hlið niður ísilagða brekku og mjókkaði hann um nokkra sentimetra. Hverjir væru ódýrastir/bestir í að skoða þetta hjá mér?

Fer svoldið eftir dekkjum, en á bíl sem á að nota sem fjallajeppa myndi ég gera bæði. Ég er t.d. með microskorið í miðju og nelgda kannta og er ánægður með það setup. Naglar hjálpa í blauta ísnum en míkróskurðurinn í flest annað. (betra grip í snjó og þurri hálku, gjarnan hljóðlátari og slitna jafnvel minna)

2. Ætti ég ekki að komast á þessum bíl í flestar ferðir á vegum t.d f4x4 eða með reyndari mönnum? Bíllinn vegur ekki nema 1300kg þannig að ég veit ekki hvernig hann hagar sér í straumþungum ám, en nógu hár er hann fyrir skrölt og slóða m.v aðra bíla sem ég hef átt. Eru einhverjar ferðir planaðar í vetur sem maður gæti fengið að fljóta með í?

Svona bílar komast alveg ótrúlegusu hluti og væri sennilega gjaldgengur í flestar ferðir, sérstaklega eftir að þú ert búinn að læra á bílinn. Bara ekki spara úrhleypingar ef keyrt er í snjó og fylgjast í staðinn með hitanum á dekkjunum meðan þú lærir á þetta. Menn hafa mismunandi skoðanir á því hvað dekk mega vera heit en ég vil ekki hafa þau mikið meira en volg. Þegar það er orðið 20°c + vegna úrhleypingar finnst mér það vera orðið heitt en ég hef séð marga keyra þau mikið heitari.

3. Hvaða búnað er algjört must að hafa í bílnum? Súkkumenn segja flestir bara reipi, hamar, skóflu og topplyklasett (meiraðsegja vankunnáttumaður eins og ég hef tekið þátt í ýmsum smáviðgerðum á einföldu apparati eins og súkkunni), en er eitthvað annað sem væri algjört must fyrir ferðir? einhverjir varahlutir sem er gott að eiga í skottinu ef eitthvað skyldi bila í ferðum? Þarf ég varadekk, eða ætti tappasett að vera nóg?

Hér væri þekking á bílnum og ástandi mikilvægt og get ég því ekki tjáð mig um það, en grunn-verkfæri s.s. öflugt toptul sett frá sindra (ég er ekki starfsmaður, en mæli með þeim) ásamt skóflu, tappasetti og spott er þokkalegur grunnur. Loftdæla er must.
Oftast á veturnar ferðast maður sem hópur og þá getur dugað að vissir hlutir séu bara hjá einum.

4. Það er lítilsháttar fúi í dekkjunum hjá mér, en mynstur allgott (ca 15mm+, mödderar). Engar útbunganir eða neitt. Er þetta eitthvað sem ég á að hafa áhyggjur af að hvellspringi hjá mér á versta tíma?

Ómögulegt að segja og dæma af textanum. Skoðaðu framleiðsluár, en það eru síðustu tveir stafirnir í DOT númerinu á dekkinu (langt innstimplað númer)
Ég er t.d. með 2011 árg af dekkjum með slatta af hárfínum sprungum og þær valda mér engum áhyggjum enda hef ég átt og notað dekkin frá upphafi svo ég veit hvað þau hafa gengið í gegnum.

5. Ætti ég að skella mér í hjólastillingu eða ekki? Hann leitar nokkuð til vinstri hjá mér og það virðist vera smá skekkja í stýrinu hjá mér (núllpunktur á stöðunni á stýrinu er eins og ég sé í vænni vinstri beygju) þegar ég er á beinum og flötum vegi? Hvað segja kunnugir? Hverjir væru ódýrastir í þessum málum?

Mér finnst þetta ódýr aðgerð sem gæti sparaða dekkja og hjólabúnaðs slit, sérstaklega ef bílinn leitar o.fl. Segir þér líka hvort hjólin séu rétt undir bílnum og eh sé skakt eða ekki.
Ég mæli með Hjólastillingar ehf Hamarshöfða 3 (gamla björns hjólastillingarverkstæðið eða hvað kallinn hét)


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: byrjandi í jeppamennsku - nokkrar spurningar?

Postfrá olei » 15.okt 2014, 20:49

Gpet wrote:Sælt veri fólkið.


1. Á ég að míkróskera dekkin hjá mér fyrir veturinn, negla þau, eða bæði? Það virðast vera mjög svo skiptar skoðanir á þessu hjá mönnum og ég væri til í að heyra hvað þið reynsluboltarnir segið. Lenti illa í því að treysta á fjórhjóladrifið einungis á jimnyinum þegar ég missti hann á hlið niður ísilagða brekku og mjókkaði hann um nokkra sentimetra. Hverjir væru ódýrastir/bestir í að skoða þetta hjá mér?

Skoðanir eru skiptar og bílar eru misjafnir. Suzuki 410 er stuttur milli hjóla og er mjór miðað við flesta aðra jeppa. Hið stutta hjólhaf veldur því að hann snýst nokkuð hratt og auðveldlega í hálku. Minni sporvídd (mjórri hásingar) en á öðrum jeppum gerir að verkum að hann passar ekki vel í hjólför eftir svoleiðis bíla - t.d á vegum þar sem eru frosin hjólför, það getur leitt til ævintýra.

Semsagt, þessi bíll þarf extra góðan dekkjabúnað í hálku m.v. lengri bíla og hefði örugglega gott af góðum nöglum og míkróskurði.


2. Ætti ég ekki að komast á þessum bíl í flestar ferðir á vegum t.d f4x4 eða með reyndari mönnum? Bíllinn vegur ekki nema 1300kg þannig að ég veit ekki hvernig hann hagar sér í straumþungum ám, en nógu hár er hann fyrir skrölt og slóða m.v aðra bíla sem ég hef átt. Eru einhverjar ferðir planaðar í vetur sem maður gæti fengið að fljóta með í?

Þekki ekki ferðaplön, 4x4 hefur verið með viðmiðanir - dekkjastærð v.s þyngd í einhverjar ferðir. Veit ekki hvort að það sé enn þannig. En þessi bíll á alveg erindi í flestar fjallaferðir, ef ekki allar.

3.
Hvaða búnað er algjört must að hafa í bílnum? Súkkumenn segja flestir bara reipi, hamar, skóflu og topplyklasett (meiraðsegja vankunnáttumaður eins og ég hef tekið þátt í ýmsum smáviðgerðum á einföldu apparati eins og súkkunni), en er eitthvað annað sem væri algjört must fyrir ferðir? einhverjir varahlutir sem er gott að eiga í skottinu ef eitthvað skyldi bila í ferðum? Þarf ég varadekk, eða ætti tappasett að vera nóg?

Það eru örugglega til listar á 4x4.is um þetta. En auðvitað fer þetta eftir því hvort að þú ætlar í skreppitúr á sunnudegi, eða hvort þú ætlar í 4 daga ferð inn á miðhálendið. Að hversu miklu þú treystir á ferðafélaga os. frv
Fyrst þetta er diesel þá væri allavega gott að hafa hráolíusíu meðferðis, ólíklegt að ferðafélagar séu með hana þó að þeir séu e.t.v með græjur í flest annað. Sama gildir um annað sem er sérhæft fyrir þinn bíl, vifureimar, hjöruliðskrossa (ef ástæða er til að hafa áhyggjur af þeim, sem er misjafnt)

4. Það er lítilsháttar fúi í dekkjunum hjá mér, en mynstur allgott (ca 15mm+, mödderar). Engar útbunganir eða neitt. Er þetta eitthvað sem ég á að hafa áhyggjur af að hvellspringi hjá mér á versta tíma?

Stutta svarið er nei. Ef þetta er radial mudder, þessi "gamli góði" sem fæst ekki lengur.

5. Ætti ég að skella mér í hjólastillingu eða ekki? Hann leitar nokkuð til vinstri hjá mér og það virðist vera smá skekkja í stýrinu hjá mér (núllpunktur á stöðunni á stýrinu er eins og ég sé í vænni vinstri beygju) þegar ég er á beinum og flötum vegi? Hvað segja kunnugir? Hverjir væru ódýrastir í þessum málum?

Já hjólastilla.

Held að þetta sé komið hjá mér í bili, þannig að ef einhver hefur svör við þessu þá væri það fjári vel þegið! Öll önnur ráð og tips fyrir byrjanda í þessu væri einnig mjög svo vel þegið ef einhver vill ausa úr viskubrunni sínum

Ef þú ætlar í vetrarferðir þá er ágætt að prófa að tappa úr dekkjunum og vita hvort að þau tolla á felgunum við lágan þrýsting. Það er ekki sjálfgefið.

User avatar

eirikuringi
Innlegg: 45
Skráður: 11.feb 2014, 14:43
Fullt nafn: Eiríkur Ingi Bengtsson Helgason
Bíltegund: Suzuki Vitara
Staðsetning: Reykjavík
Hafa samband:

Re: byrjandi í jeppamennsku - nokkrar spurningar?

Postfrá eirikuringi » 15.okt 2014, 23:20

Hvar kemst maður á vigt hér í bænum... mögulega nálægt Grafarvogi :)
33" Suzuki Vitara 1998 árgerð, aka. Mosi


kaos
Innlegg: 125
Skráður: 08.okt 2014, 22:52
Fullt nafn: Kári Össurarson

Re: byrjandi í jeppamennsku - nokkrar spurningar?

Postfrá kaos » 16.okt 2014, 00:56

Það er vörubíla (öxulþunga) vog upp á Kjalarnesi sem ég hef stundum laumast í, ef pundararnir eru ekki að nota hana þá stundina.

--
Kveðja, Kári.

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: byrjandi í jeppamennsku - nokkrar spurningar?

Postfrá jongud » 16.okt 2014, 08:28

Gpet wrote:Sælt veri fólkið.
2. Ætti ég ekki að komast á þessum bíl í flestar ferðir á vegum t.d f4x4 eða með reyndari mönnum? Bíllinn vegur ekki nema 1300kg þannig að ég veit ekki hvernig hann hagar sér í straumþungum ám, en nógu hár er hann fyrir skrölt og slóða m.v aðra bíla sem ég hef átt. Eru einhverjar ferðir planaðar í vetur sem maður gæti fengið að fljóta með í?


Það er tilvalið að byrja í litludeildinni hjá 4X4, það er búið að skipuleggja nokkrar ferðir. Þú gætir þess vegna mætt í kvöld (fimmtudag) upp á Eirhöfða, það er opið hús.

Gpet wrote:3. Hvaða búnað er algjört must að hafa í bílnum? Súkkumenn segja flestir bara reipi, hamar, skóflu og topplyklasett (meiraðsegja vankunnáttumaður eins og ég hef tekið þátt í ýmsum smáviðgerðum á einföldu apparati eins og súkkunni), en er eitthvað annað sem væri algjört must fyrir ferðir? einhverjir varahlutir sem er gott að eiga í skottinu ef eitthvað skyldi bila í ferðum? Þarf ég varadekk, eða ætti tappasett að vera nóg?


Þú er allavega kominn með "ágætis byrjun" en ég myndi bæta loftdælu við.

Gpet wrote:5. Ætti ég að skella mér í hjólastillingu eða ekki? Hann leitar nokkuð til vinstri hjá mér og það virðist vera smá skekkja í stýrinu hjá mér (núllpunktur á stöðunni á stýrinu er eins og ég sé í vænni vinstri beygju) þegar ég er á beinum og flötum vegi? Hvað segja kunnugir? Hverjir væru ódýrastir í þessum málum?


Hjólastilla, alveg hiklaust.

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: byrjandi í jeppamennsku - nokkrar spurningar?

Postfrá gislisveri » 16.okt 2014, 09:21

Sælir og velkominn á Hið íslenska jeppaspjall.

Ég er sammála öllu ofangreindu.
Langar bara að bæta því við að það er algjör lúxus að vera með góðan kassa undir verkfæri og svoleiðis dót, 1stk gamlan kraftgalla (sem þjónar svo sem viðgerðarklæðnaður) sem settur er efst í slíkan kassa og kassinn síðan strappaður niður í skottið. Þannig losnarðu við skrölt sem annars er óumflýjanlegt með súkkufjöðrun, þ.e. ef þú vilt halda uppi samræðum við farþega. Ef farþeginn er hins vegar leiðinlegur er þetta óþarfi, nema að því leiti að losna við að fá flugskeyti í hausinn við veltu og útafakstur. Það gæti þó vissulega þaggað niður í leiðinlega farþeganum.

Hjólastilling á hásingabíl er ákaflega einföld og þú ættir að geta ráðið fram úr því með hjálp góðra manna. Snýst um að mæla millibilið á milli dekkjanna að framanverðu og aftanverðu. Ef þú treystir þér ekki til þess, þá fær höfðakallinn líka mín meðmæli, er bæði sanngjarn og viðmótsþýður.

Auk verkfæra hefur oft komið sér vel að hafa góðan lager af benslum (plastböndum) en það fer ekkert fyrir þeim. Dekkjaslanga hefur líka stundum bjargað málunum þegar dekk rifnar og ekki er varadekk til staðar.

Míkróskurður gerði mjög mikið fyrir mig undir súkku. Naglar eru auðvitað snilld í vissum aðstæðum, en þá þarftu að eiga tvo dekkjaganga.

Helstu farartálmar súkku eru eins og þú nefnir straumharðar ár. Þá er bara málið að vera í spotta aftan í þyngri bíl ef maður er eitthvað nervös. Eins og afi sagði, það er betra að vera raggeit í fimm mínútur heldur en að vera dauður alla ævi.
Súkkukveðja,
Gísli.


ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: byrjandi í jeppamennsku - nokkrar spurningar?

Postfrá ivar » 16.okt 2014, 10:40

eirikuringi wrote:Hvar kemst maður á vigt hér í bænum... mögulega nálægt Grafarvogi :)

Það er vikt fyrir framan malbikunarstöðina hjá BL (minnir að hún heiti höfði eða álíka).
Getur farið þar með fallegt bros og súkku(laði)mola og fengið að fara á viktina, svona oftast amk :)


dabbigj
Innlegg: 157
Skráður: 01.feb 2010, 17:22
Fullt nafn: Davíð Geir Jónasson

Re: byrjandi í jeppamennsku - nokkrar spurningar?

Postfrá dabbigj » 16.okt 2014, 12:01

Það er líka vikt í Grafarvoginum hjá sorpu, getur keyrt inn og keyrt svo aftur út, jafnvel hennt smá rusli í leiðinni.


krummignys
Innlegg: 27
Skráður: 06.okt 2013, 22:48
Fullt nafn: Guðmundur Hrafn Gnýsson

Re: byrjandi í jeppamennsku - nokkrar spurningar?

Postfrá krummignys » 16.okt 2014, 14:20

Sæll.
Hafðu með þér slökkvitæki :)
Síðast þegar ég fór í ferð með súkku fuðraði hún upp :)


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: byrjandi í jeppamennsku - nokkrar spurningar?

Postfrá villi58 » 16.okt 2014, 15:36

Smurolía, stýrisvökvi, frostlögur, vatn, gírolía, hráolíusía, þetta allt hef ég þurft að nota sjálfur eða redda öðrum, eins síutöng ef hráolíusían fyllist(ef disel) . Svo var ágætis listi á f4x4.is þar sem er talið upp nauðsinlegir hlutir í ferð á hálendið. Mikið af fatnaði til skiptana og vöðlur. Bensínslanga (díselslanga) gefa sig auðvitað á versta tíma.
Góður drullutjakkur og hellingur af sterkum og löngum spottum kemur sér oft mjög vel.
Skíðagleraugu algjört möst og góð vasaljós, helst Led-Ljós svo það endist eitthvað á þeim. Svo hellingur annað sem þú þarft að hugsa miða við þær slæmu aðstæður sem hægt er að lenda í upp á fjöllum. Skoðaðu listann hjá 4x4!!!!!!!

User avatar

Höfundur þráðar
Gpet
Innlegg: 8
Skráður: 03.apr 2014, 10:19
Fullt nafn: Gunnar Pétursson
Bíltegund: suzuki fox sj410

Re: byrjandi í jeppamennsku - nokkrar spurningar?

Postfrá Gpet » 16.okt 2014, 15:53

Þetta eru frábærar upplýsingar, og ég ætla svo sannarlega að nýta mér þetta!
Hjólastilling, míkróskurð og væntanlega neglingu verður farið í strax um mánaðarmótin þegar pyngjan þyngist aftur (er nýkominn heim úr námi). Restinni af búnaðinum mun ég svo sanka að mér með tímanum, enda heyrist mér þetta vera ágætis startkostnaður fyrir búnað. Eruð þið meistarar með einhver tips um hvar er ódýrast að fá varahluti og þjónustu? Er nóg að fá hluti eins og bensínslöngur,hráolíusíur og non-slit hluti notaða hjá Vöku, eða þarf allt svonalagað að vera beint úr boxinu? Eins með loftdælur og slíkt, hvar væri best að fá sem ódýrasta sem gerir þó það sem hún þarf að gera? Einhver tips fyrir þann sem kann ekkert að mixa skúffur í bíla fyrir loftdælur hvernig væri best að standa að því að festa eina slíka í bílinn?
Verkfærakassi fylgdi bílnum, og er skemmtilega komið fyrir undir húddinu. Þar er a.m.k pláss fyrir smátjakk og einhver lítilsháttar verkfæri. Þyrfti að mixa festingar fyrir þau helstu innaná boxið, en ráðleggingar um hvernig er best að búa sér til fast box inni í húsi (löng súkka, fullt af plássi) eru alltaf vel þegnar.

Fór með hann í ástandsskoðun um daginn hjá Arctic og verð að henda inn einstöku lofi á þá félaga, þar sem þeir voru fagmenn í alla staði. Keypti bílinn með bölvaðri jeppaveiki sem þeir fundu út að stafaði af stýrisdemparaleysi og laflausri hjólalegu, og svo fundu þeir eitthvað smá slag í hjöruliðskrossi (sem fox-eigandinn bróðir minn sá samt ekki), og það fyrir skitinn 4000 kall. Demparanum var komið undir, skipt um báðar hjólalegur að framan, og fyrsta ferðin á þjóðveginn var farin án nokkurra vandkvæða. Pústið sem hristist í sundur vegna jeppaveikinnar (sk "death wobble" skv internetinu) bíður betri tíma (var á ferozu sem þurfti aldrei púst) og hjöruliðskrossinn virðist ætla að endast eitthvað áfram. Samsláttarpúða vantar samt að aftan og eru á vitlausum stað að framan skv. Arctic, þannig að ef einhver veit hvernig væri best að haga sér í þeim málum þá væri alltaf fínt að heyra hvar væri ódýrast að fá þá hluti, og hvort að skítmixari eins og ég ætti ekki að geta ráðist í verkið

Kemst því miður ekki á opna húsið hjá litludeildinni í kvöld vegna anna í vinnu, en ef einhver hyggjur á einhverja dagsferð á næstunni og væri til í að taka eins og eina súkku með sér þá má endilega henda á mig línu á herragunnar at gmail.com eða senda mér skilaboð hérna. Það væri þrusufínt að prófa súkkuna við einhverjar alvöru aðstæður með reyndum mönnum og sjá hvernig hún stendur sig.
Ég henti síðan mynd af kvikindinu á notandaprófílinn minn upp á gamanið, svona afþví þetta þykir fallegt eintak á að líta að mínu mati.

Takk enn og aftur fyrir frábæra ráðgjöf!


juddi
Innlegg: 1242
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: byrjandi í jeppamennsku - nokkrar spurningar?

Postfrá juddi » 16.okt 2014, 20:30

sukka.is
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is

User avatar

eirikuringi
Innlegg: 45
Skráður: 11.feb 2014, 14:43
Fullt nafn: Eiríkur Ingi Bengtsson Helgason
Bíltegund: Suzuki Vitara
Staðsetning: Reykjavík
Hafa samband:

Re: byrjandi í jeppamennsku - nokkrar spurningar?

Postfrá eirikuringi » 17.okt 2014, 14:39

Það er litlunefndarferð 25. okt, hefur viku til að græja þig, ég er sjálfur að gera Mosa klárann. ;)
33" Suzuki Vitara 1998 árgerð, aka. Mosi

User avatar

Höfundur þráðar
Gpet
Innlegg: 8
Skráður: 03.apr 2014, 10:19
Fullt nafn: Gunnar Pétursson
Bíltegund: suzuki fox sj410

Re: byrjandi í jeppamennsku - nokkrar spurningar?

Postfrá Gpet » 18.okt 2014, 06:30

Litlunefndarferð hljómar þrusuvel, en ég er því miður búinn að ráðstafa helginni í rjúpuveiði og næturvaktir. Kem með í næstu vonandi, og verð þá a.m.k búinn að ræpa saman pústinu á honum og hjólastilla


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 34 gestir