Síða 1 af 1

3,1 Isuzu í Hilux

Posted: 15.okt 2014, 13:37
frá Svenni30
Sælir, er mikið mál að swapa 3,1Isuzu í Hilux sem er með fyrir v6 besín.
Get fegið heilan bíl með öllu á fína pening og ætla að kaupa hann. til að nota vélina.
Eru ekki gír og millikassin af Isuzu notaðir, og hvernig er að tengja alla mæla ?
Væri flott að fá smá infó hjá einhverjum sem hefur gert þetta. Hvað ætla þetta sé margar vinnustundir fyir vanan mann ?

Re: 3,1 Isuzu í Hilux

Posted: 15.okt 2014, 20:12
frá biturk
Notar bæði gìr og millikassa
Þarf að breita drifskoftum, gæti þurft að skeita saman

Sennilega er hægt að tengja mælaborðið við vírana en svo er líka möguleiki að svappa mælaborðum á milli bíla

Það þarf að brasa aðeins með olíulagnir og soleiðisdútl

Breita mótor og gìrkassa festingum

Splæsa rafmagni saman á vel völdum stöðum

Og svo ýmislegt sem telst til

Það má reikna með mörgum tímum í þetta svenni minn, þetta er ótrúlega margt sem týnist til :)

Re: 3,1 Isuzu í Hilux

Posted: 15.okt 2014, 21:45
frá ellisnorra
Til viðmiðunar þá hef ég sett 4link undir nokkra bíla og vinnan í það er fjandi nálægt 50 tímum +/-.
Ég hélt ekki bókhald yfir tíma þegar ég setti terrano mótorinn í hiluxinn, en þeir voru mjög margir enda þurfti að breyta pönnu, púsla saman 2 gírkössum, svakalega rafmagnsflækja (rafmagnsolíuverk) og alveg fuuuulllllt af öðru.
Ef þú sleppur við að möndla pönnu, rafmagn er einfalt (plús á olíuverk, nokkrir skynjarar og alternator), gírstöng og millikassastöng kemur upp á hentugum stað þá ætti þetta að sleppa talsvert undir 100 tímunum, miðað við endanlegan frágang. Jafnvel undir 50, sértu mjög heppinn.
En hér eru fleiri sem hafa gert þetta swap (svona vél í svona bíl) og ættu að geta tíundað ljónin í vegnum.

Re: 3,1 Isuzu í Hilux

Posted: 15.okt 2014, 22:17
frá biturk
50-100 timar gæti verið nalægt lagi

Re: 3,1 Isuzu í Hilux

Posted: 16.okt 2014, 21:58
frá jeepson
Sáðu á Þennan 8959678 Kristján. Hann var með í að setja svona mótor í hilux. Hann gæti frætt þig eitthvað um þetta.

Re: 3,1 Isuzu í Hilux

Posted: 19.okt 2014, 19:48
frá Svenni30
Takk fyrir svörin strákar. Ég er að fara kaupa þennan Isuzu núna í næstu viku. Þá er ekki aftur snúið :-) kominn tími til að dísel væða hiluxinn. Ætla sé mikill þyngdar munur á þessum vélum ? Og hafa einhverjir sett lolo á svona isuzu. Ætla sé hægt að nota milli kassan af hilux til að græja milligír ?

Re: 3,1 Isuzu í Hilux

Posted: 20.okt 2014, 08:10
frá jongud
Svenni30 wrote:Takk fyrir svörin strákar. Ég er að fara kaupa þennan Isuzu núna í næstu viku. Þá er ekki aftur snúið :-) kominn tími til að dísel væða hiluxinn. Ætla sé mikill þyngdar munur á þessum vélum ? Og hafa einhverjir sett lolo á svona isuzu. Ætla sé hægt að nota milli kassan af hilux til að græja milligír ?


Það væri e.t.v. sniðugara að nota isuzu kassann sem milligír og Hilux millikassann aftan við hann. Þannig sparast ein milliplata.