Síða 1 af 1

Boddýhækkunar pælingar...

Posted: 11.okt 2014, 09:14
frá Keizarinn
Sælir félagar, mig langar aðeins að forvitnast...
er með 97 arg af trooper sem er breyttur fyrir 32 enn er með 33" sem stendur til að setja undir og hækka hann um 2"..
hvað þarf að hafa í huga við slikt verk, t.d hvað færist með boddýinu...
vatnskassi oþh.........eru einhverjar festingar aðrar enn þær sem halda boddyinu ...
MBK Davíð Örn...nólóinn í þessu öllu saman ;)

Re: Boddýhækkunar pælingar...

Posted: 11.okt 2014, 09:48
frá jongud
Vatnskassi, auðvitað en líka;
bremsuslöngur/rör
gírstangir
Kúplingsbarki/slanga
Einhverjar rafmagnssnúrur, athuga sérstaklega jarðtengingar í grindina.
Ef það eru stigbretti á bílnum gæti komið gap á milli.
Stuðarar eru festir í grind, það myndast yfirleitt op á milli
Trooper er með ljósin í afturstuðaranum og þá þarf að huga að rafleiðslum þar.
Vélin fylgir grindinni, og þá þarf að athuga hvort það tognar of mikið á rafleiðslum, inngjafarbarka og miðstöðvarslöngum.
Ekki gleyma rafleiðslunum sem liggja í gírkassa, millikassa, drif og ABS kerfi.
Athuga líka hvort það eru einhverjar vakúmlagnir eða öndunarslöngur í drif og kassa.

Ég er örugglega að gleyma einhverju...

Re: Boddýhækkunar pælingar...

Posted: 11.okt 2014, 10:14
frá Keizarinn
takk fyrir þetta JONGUD, þetta veitir manni meiri innsýn í hlutina sama hve litlir þeir eru..;)
er einhver önnur leið að auka bil milli dekkja og boddýs....dekkin kroppa aðeins í brettakanntana þegar hann skoppar/hlammast niður ...t.d lengri/stífari gorma eða jafnvel setja stærri samsláttapúða sem taka mun fyrr við???
með fyrirfram þökkum svör..

Re: Boddýhækkunar pælingar...

Posted: 11.okt 2014, 10:23
frá Izan
Sæll

Ég hef aldrei séð svo stutta rafmagnsvíra að þeir þoli ekki 2" hækkun en kannski rétt að fylgjast vel með.

Hinsvegar er það rétt, flestir stuðarar fylgja gridinni og oft fylgja stigbretti líka en oftar eru þau á boddýinu. Það þarf að endurbyggja vatnskassafestingar og lengja gírstöng og millikassastöng. (stundum dugar að rétta þær eða beygja).

Það má eiga von á að þurfi að lengja olíuáfyllingarrör og svo er spöng sem er ætlað að styrkja öryggisbeltisfestingar sem þarf að lengja niður. Hún er fyrir neðan öryggisbeltin á aftursætinu. Bremsurör og slíkt er venjulega með vafninga til að takast á við hreyfinguna og það þarf að fylgjast með að þetta fari vel bæði í vinnunni og eftir upphækkunina.

Dieseltrooper er með millikæli ofan á mótornum þannig að fóðringin milli mótors og húddsins verður ekki nógu stór og þarf að lengja hana eða breyta. Svo þarf að standa klár á að stýrisöxxullinn ráði við að taka við lengingunni. (annars þarf að lengja hann með tilheyrandi brasi, samþykktum aðferðum osfrv.).

Þetta er oft gert með nælonbútum sem eru settir undir bodýpúðana en það er eiginlega alveg nauðsynlegt að færa amk 4 festingar s.s. hafa þær úr járni. Það kemur í veg fyrir að plastið jagist í graut.

Ég gerði þetta með því að láta setja lok á rörbúta sem púðarnir passa vel inní og renna gat á lokið fyrir púðann. Svo er rörið rennt í rétta lengd og soðin á grindina og loks opnað fyrir púðann upp í rörið. Sáraeinfalt og allar upphækkanir smíðaðar úr járni. Þetta er sjálfsagt eitthvað dýrara en miklu betra en plastið.

Kv Jón Garðar

Re: Boddýhækkunar pælingar...

Posted: 11.okt 2014, 10:24
frá Izan
Keizarinn wrote:takk fyrir þetta JONGUD, þetta veitir manni meiri innsýn í hlutina sama hve litlir þeir eru..;)
er einhver önnur leið að auka bil milli dekkja og boddýs....dekkin kroppa aðeins í brettakanntana þegar hann skoppar/hlammast niður ...t.d lengri/stífari gorma eða jafnvel setja stærri samsláttapúða sem taka mun fyrr við???
með fyrirfram þökkum svör..


Að framan eða aftan?

Re: Boddýhækkunar pælingar...

Posted: 11.okt 2014, 10:37
frá Keizarinn
Izan wrote:
Keizarinn wrote:takk fyrir þetta JONGUD, þetta veitir manni meiri innsýn í hlutina sama hve litlir þeir eru..;)
er einhver önnur leið að auka bil milli dekkja og boddýs....dekkin kroppa aðeins í brettakanntana þegar hann skoppar/hlammast niður ...t.d lengri/stífari gorma eða jafnvel setja stærri samsláttapúða sem taka mun fyrr við???
með fyrirfram þökkum svör..


Að framan eða aftan?

bæði að framan og aftan.....vantar bara herslumuninn að þetta sleppi.....
er ekki á gormum að framan bara klafar þar

Re: Boddýhækkunar pælingar...

Posted: 11.okt 2014, 11:01
frá Izan
Sæll

Þú mátt hækka um 2" án þess að þurfa breytingaskoðun svo að þú hækkar náttúrulega bara um það og setur svo 35-36" dekk næst. Þetta er ekkert stórmál, það þarf bara að vita af megninu af þessum hlutum og sumt er bara asnalegt þangað til hefur verið lagað eins og t.d. stuðarar o.s.frv..

Það unnu einhverjur tugir eða hundruðir manna við þessar breytinar á sínum tíma og það er óhemju þekking til um þá og þú finnur pottþétt einhvern sem getur sagtþér hvernig þessar "iðnaðarbreytingar" voru gerðar. Getur t.d. arctictruck eða VDO selt þér upphækkunarsett og þá gefið einhverjar leiðbeiningar?

Ég hækkaði 92 módel Trooper úti á hlaði við Hraunbæjarblokk um hávetur og var ekki helgina af því, nógu lítið til að þurfa ekki að breyta stýrinu og var búinn að fá fagmann til að lengja gírstangirnar. Ekkert mál, bara skrúfa.

Kv Jón Garðar

Re: Boddýhækkunar pælingar...

Posted: 11.okt 2014, 11:20
frá Keizarinn
Izan wrote:Sæll

Þú mátt hækka um 2" án þess að þurfa breytingaskoðun svo að þú hækkar náttúrulega bara um það og setur svo 35-36" dekk næst. Þetta er ekkert stórmál, það þarf bara að vita af megninu af þessum hlutum og sumt er bara asnalegt þangað til hefur verið lagað eins og t.d. stuðarar o.s.frv..

Það unnu einhverjur tugir eða hundruðir manna við þessar breytinar á sínum tíma og það er óhemju þekking til um þá og þú finnur pottþétt einhvern sem getur sagtþér hvernig þessar "iðnaðarbreytingar" voru gerðar. Getur t.d. arctictruck eða VDO selt þér upphækkunarsett og þá gefið einhverjar leiðbeiningar?

Ég hækkaði 92 módel Trooper úti á hlaði við Hraunbæjarblokk um hávetur og var ekki helgina af því, nógu lítið til að þurfa ekki að breyta stýrinu og var búinn að fá fagmann til að lengja gírstangirnar. Ekkert mál, bara skrúfa.

Kv Jón Garðar

takk fyrir þetta Jón A.K.A Izan.......skoða þetta

Re: Boddýhækkunar pælingar...

Posted: 11.okt 2014, 13:09
frá biturk
Sker úr og sleppa ollu veseni......

Re: Boddýhækkunar pælingar...

Posted: 11.okt 2014, 14:20
frá Keizarinn
biturk wrote:Sker úr og sleppa ollu veseni......

er búinn að klippa eins og hægt er, ef eg sker líka þá þarf að sjóða og það sem eg er bestur í að sjóða eru pylsur og pasta ;)

Re: Boddýhækkunar pælingar...

Posted: 11.okt 2014, 22:31
frá biturk
Ég er með trooper heima sem er óhækkaður og bara skorið og kantar á 35"

Ekkert soðið til að breita þeim bíl eða lyft nokkrum sköpuðum hlut ;)

Það má lengi klippa og leika sér án þess að þurfa að sjóða í göt

Re: Boddýhækkunar pælingar...

Posted: 11.okt 2014, 22:47
frá jeepcj7
Izan wrote:Sæll

Þú mátt hækka um 2" án þess að þurfa breytingaskoðun svo að þú hækkar náttúrulega bara um það og setur svo 35-36" dekk næst.

Kv Jón Garðar



Það gildir 10% reglan með dekkin þannig að ef er farið á stærri dekk en það þarf sérskoðun no matter what.

Re: Boddýhækkunar pælingar...

Posted: 12.okt 2014, 01:15
frá Izan
Sælir

jeepcj7 wrote:Það gildir 10% reglan með dekkin þannig að ef er farið á stærri dekk en það þarf sérskoðun no matter what.


Kórrétt er það. Það er bara mín reynsla að þegar maður er byrjaður að hækka upp og breyta þá á það til að vinda upp á sig og einhvernveginn langar mann alltaf í meira. Þá er langbest að horfa svolítið fram á veginn og sjá fyrir langanir næstu ára.

T.d. keypti ég 36" Patrol fyrir 8 árum síðan og var að koma honum í gegnum 44" breytingaskoðun á föstudag með 6.2 gm díselvél og einhverju fleira gramsi. Það eru ekkert mörg ár síðan mér fannst ég komast heiminn á enda á 35" jeppa.

Kv Jón Garðar

Re: Boddýhækkunar pælingar...

Posted: 12.okt 2014, 14:52
frá Keizarinn
biturk wrote:Ég er með trooper heima sem er óhækkaður og bara skorið og kantar á 35"

Ekkert soðið til að breita þeim bíl eða lyft nokkrum sköpuðum hlut ;)

Það má lengi klippa og leika sér án þess að þurfa að sjóða í göt

er þá möguleiki á að það sé meira speis hjá þér að framan enn hjá mér...
33" dekkið rekst aðeins í hjá mér(klippt og sleggjað)

Re: Boddýhækkunar pælingar...

Posted: 13.okt 2014, 11:01
frá jongud
Einn staður sem ég gleymdi, (auk stýrisöxulsins) og það er áfyllingarrörið fyrir tankinn. Þar dugir yfirleitt að lengja eina hosu...