Slökkvitæki

User avatar

Höfundur þráðar
snöfli
Innlegg: 287
Skráður: 03.sep 2010, 19:21
Fullt nafn: Lárus Elíasson
Bíltegund: Patrol Y61

Slökkvitæki

Postfrá snöfli » 10.okt 2014, 20:01

Sælir,

Fékk athugasemd í skoðun um útrunnið slökkvitæki. N'u kostar um 3þús að hlaða það ef ég mann rétt (hrista það og setja á það límmiða).

Til sölu óskoðuð slökkivæki framleitt nóv 2013 í Poulsen á 3 þús.

Spurning er þarf að yfirfara slókkvitæki í breyttum bílum árlega eða hvernig er þetta?

l.
biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: Slökkvitæki

Postfrá biturk » 10.okt 2014, 20:20

Bara yfirhöfup á að yfirfara svona duft tæki árlega til að viðhalda vinnsluþrýsting


Engin peningur að borga miðað við tjónið ef það kviknar í djásninu og tækið milli sætana er tômt :)
head over to IKEA and assemble a sense of humor

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1114
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Slökkvitæki

Postfrá Kiddi » 10.okt 2014, 21:06

Ég hef keypt mín slökkvitæki hjá Slökkvitæki ehf Hafnarfirði og borgað einhvern 5-6 þúsund kall minnir mig. Mæli líka með að hafa þetta á góðum stað. Ég tæmdi mitt ofan í húddið í vetur þegar það kveiknaði í eftir að hafa ekið í útslætti í nokkrar mínútur... þá var ég feginn að það leið vel innan við hálf mínúta frá því ég áttaði mig á því að það var kveiknað í húddinu þar til ég var búinn að tæma slökkvitækið í húddið!


villi58
Innlegg: 2113
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Slökkvitæki

Postfrá villi58 » 10.okt 2014, 21:17

Eru menn yfirleitt með eitt tæki 2 kg.??
Mæli með því að menn kaupi stærri tæki til að geta ráðið við stærri eld, 2. kg. dugar ekki lengi ef bensínslanga fer í sundur í húddinu, þeim stærra auðvitað betra í brjáluðu veðri langt frá mannabyggðum.

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1762
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn Eiríksson
Bíltegund: Suzuki
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafa samband:

Re: Slökkvitæki

Postfrá Sævar Örn » 11.okt 2014, 00:31

Tækin þarf að yfirfara árlega og ekki að ástæðulausu, þau fara ekki vel í hitabreytingunum sem verða inni í bílunum, þetta með að þau séu bara hrist og límt á þau er ekki satt, þú færð annað tæki í skiptum fyrir þitt í flestum tilvikum.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Ingójp
Innlegg: 149
Skráður: 09.des 2010, 04:00
Fullt nafn: Ingólfur Pétursson

Re: Slökkvitæki

Postfrá Ingójp » 11.okt 2014, 03:27

Er hægt að fá tæki einhverstaðar um helgi?


naffok
Innlegg: 76
Skráður: 02.feb 2010, 18:02
Fullt nafn: Bergur Guðnason

Re: Slökkvitæki

Postfrá naffok » 11.okt 2014, 08:13

Hef aldrei fengið skiptitæki þegar ég hef látið yfirfara, en hef getað fengið tækið eftir nokkra klukkutíma þegar, að sögn, er búið að tæma og hlaða tækið aftur. Nema einusinni, þá var ég að vinna á stað þar sem eftirlitsmaður kom að skoða slökkvitækin. Hann tók jeppatækið mitt og vigtaði það og þrýstimældi og setti á það nýjan miða, sagði að það væri aldrei tæmt úr þeim duftið hvort sem er í endurhleðslunni. Sel það ekki dýrara en ég keypti það

Kv Beggi

User avatar

jongud
Innlegg: 2153
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Land Cruiser

Re: Slökkvitæki

Postfrá jongud » 11.okt 2014, 09:36

Ingójp wrote:Er hægt að fá tæki einhverstaðar um helgi?

Ég hef séð 2 kg tæki til sölu á 3-4 þús. í Bauhaus.
Ef þú ákveður að fara þá leið, haltu þá upp á kvittunina og heftaðu hana á skallann á skoðunarmanninum ef hann er með eitthvað múður.


Fordinn
Innlegg: 374
Skráður: 03.feb 2010, 21:47
Fullt nafn: Mikkjal Agnar Þórsson

Re: Slökkvitæki

Postfrá Fordinn » 11.okt 2014, 10:56

Þetta er tómt vesen.... og ef menn eru ekki að tæma tækin í skoðun þá er tilgangslaust að láta skoða þau... duftið verður að köggli með tímanum og þessvegna þarf að tæma það og brjota efnið upp... sama efnið er hægt að nota aftur i tækið .þegar það er buið að hræra það upp.

Ég er sjálfur með halon tæki í bílnum minum og dettur ekki i hug að tæma dufttæki í bílinn minn ef svo bæri undir,,,, duftækið fer i einu sinni á ári =)


BjarniThor
Innlegg: 25
Skráður: 29.nóv 2012, 21:12
Fullt nafn: Bjarni Þór Hafsteinsson
Bíltegund: Landcruiser HJ61

Re: Slökkvitæki

Postfrá BjarniThor » 11.okt 2014, 11:50

Hvar færð þú Halon tæki Ford?


Fordinn
Innlegg: 374
Skráður: 03.feb 2010, 21:47
Fullt nafn: Mikkjal Agnar Þórsson

Re: Slökkvitæki

Postfrá Fordinn » 11.okt 2014, 12:12

Fékk það hjá föður mínum... og meðan það er þrýstingur á því verður það í bílnum =) sennilega ekki mörg í umferðinni lengur !


villi58
Innlegg: 2113
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Slökkvitæki

Postfrá villi58 » 11.okt 2014, 12:48

Það er fullt af Halon tækjunum til enn, bara ekki fara með þau í eftirlit þá verða þau tekin.

User avatar

RunarG
Innlegg: 193
Skráður: 24.sep 2010, 08:55
Fullt nafn: Rúnar Þór Gestsson

Re: Slökkvitæki

Postfrá RunarG » 11.okt 2014, 21:12

Ég keypti mitt tæki hja n1, það var óskoðað og fór ég fram á það að þeir myndu skoða það áður en ég myndi kaupa það, svo mér var sagt að taka bara tækið (borgaði fyrir það) og fara með það og láta skoða það og senda reikninginn á n1. En þetta var allt gert á útá landi svo það er spurning hvernig svona er tæklað hér í bænum. Ég tók það ekki í mál að fara kaupa óskoðað tæki fyrir 4-6 þús og borga annan svoleiðis pening til að skoða það svo það sé í lagi fyrir skoðun, hef ekkert á móti því að gera þetta á hverju ári fyrir hverja skoðun en að þessi fyrirtæki sem eru að selja þessi tæki séu ekki með þau skoðuð í sölu finnst mér ekki rétt!
Nissan Patrol 44" fulllæstur með lógír og öllu draslinu

User avatar

Lindemann
Innlegg: 147
Skráður: 02.feb 2010, 17:24
Fullt nafn: Jakob Bergvin Bjarnason
Bíltegund: Cherokee ZJ

Re: Slökkvitæki

Postfrá Lindemann » 11.okt 2014, 21:49

ég keypti tæki í n1/bílanaust í fyrra og kíkti ekki einusinni á miðann á því, fór með bílinn í skoðun og það var ekki sett útá það..... leit svo á miðann á þessu ári og sá þá að það var ekkert íslenskur skoðunarmiði á því
Suzuki Vitara '97 32"
Jeep Grand Cherokee '95 38"

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1130
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Slökkvitæki

Postfrá Startarinn » 12.okt 2014, 05:25

Ég hef hingað til keypt mín tæki á slökkvistöðinni á Sauðárkróki, þar er límdur skoðunarmiði á ný tæki við sölu. Þegar þeir yfirfara tækin er loftinu tappað af, duftinu ryksugað úr til að brjóta það upp og það svo sett aftur á tækið. Síðan er tækið viktað til að fullvissa sig um að rétt magn af dufti sé á því og að lokum skrúfað saman aftur og settur þrýstingur á það aftur.
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

atli885
Innlegg: 75
Skráður: 11.des 2011, 17:46
Fullt nafn: Atli G Ragnarsson
Bíltegund: 4runner 42"

Re: Slökkvitæki

Postfrá atli885 » 04.nóv 2014, 12:18


User avatar

eidur
Stjórnandi
Innlegg: 125
Skráður: 30.jan 2010, 22:35
Fullt nafn: Eiður Ágústsson
Bíltegund: Nissan Patrol
Staðsetning: Reykjavík

Re: Slökkvitæki

Postfrá eidur » 04.nóv 2014, 12:47

atli885 wrote:Þetta finnst mér ágætis verð.. þarna fær maður skoðað tæki
http://www.oger.is/is/vefverslun/slokkv ... okkvitaeki
http://www.oger.is/is/vefverslun/pakkat ... eidarpakki


Og þeir bjóða 20% afslátt fyrir viðskiptavini TM.

User avatar

atli885
Innlegg: 75
Skráður: 11.des 2011, 17:46
Fullt nafn: Atli G Ragnarsson
Bíltegund: 4runner 42"

Re: Slökkvitæki

Postfrá atli885 » 04.nóv 2014, 20:31

ahhhh hefðir þurft að sehja það aðeins fyrr ;) gera þeir það líka við áfyllingar?..

eg spurði i ganni hvað kostar að fylla, það kosar semsagt svipað mikið að fylla og að kaupa nýtt tæki.
Það er spurning að kaupa bara nýtt tæki og hafa þá bara 2 tæki næst þegar þarf að fylla

svo er annað í þessu.
þeir sögðu að poulsen og td. bauhaus hafa ekki heimild að merkja tækið skoðað þó það sé nýtt.
þeir hafa hinsvegar heimild til þess og það er límiði á nýja tækinu minu :)

User avatar

DABBI SIG
Innlegg: 300
Skráður: 01.feb 2010, 00:02
Fullt nafn: Davíð Þór Sigurðsson
Staðsetning: Garðabær
Hafa samband:

Re: Slökkvitæki

Postfrá DABBI SIG » 04.nóv 2014, 20:38

Ég bölvaði alltaf þessum skoðunum á slökkvitækjum og að fá alltaf endurskoðun út á þetta. Fannst þetta blóðpeningur að borga fyrir að fá nýjan límmiða. Hinsvegar fór ég í fyrra og fékk að fylgjast með þegar bíltækið mitt var "skoðað" ... þá tók hann tækið í sundur, tæmdi það, setti nýtt duft á og réttan þrýsting, setti nýjann tappa og innsigli og þetta kostaði slatta ef ég man rétt.

Líklega á maður samt ekki eftir að sjá eftir þessu ef það kviknar í þessu dóti uppá fjöllum. Jafnvel ekkert vitlaust að vera með tvö tæki eins og talað er um hér að ofan.
-Defender 110 44"-

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1762
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn Eiríksson
Bíltegund: Suzuki
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafa samband:

Re: Slökkvitæki

Postfrá Sævar Örn » 04.nóv 2014, 23:15

Það er ekkert jafn ömurlegt og að vera í aðstæðum þar sem þarf að nota slökkvitæki, það er til staðar, en það virkar ekki!

Hversu fokking vonlaus staða er það

Ég hef einu sinni séð þetta gerast en til allrar lukku fannst annað slökkvitæki í skálanum sem dugði til að slökkva bálið í bílnum, en þá hafði næsti jeppakall stokkið aftur í sinn bíl og náð í 2 kg duft tæki sem var innsiglað og ónotað, en væntanlega orðið gamalt, það fretaði örlítið púff og svo búið


Þetta gerðist minnir mig 2004 eða 5 í jökulheimum þegar verið var að djúsa willis í gang kannski voru eitthverjir hérna viðstaddir og muna þetta, en þetta hefði farið illa ef slökkvitæki hefði ekki fengist, það að kasta snjó á þennan eld hélt einhverju í skefjum og forðaði kannski frekara tjóni en viðhorf mitt til slökkvitækja er einhliða eftir þessa sjokkerandi reynslu
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

jongud
Innlegg: 2153
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Land Cruiser

Re: Slökkvitæki

Postfrá jongud » 25.jan 2019, 11:30

Ég fékk athugasemd út af slökkvitæki og fór í Ólaf Gíslason & Co
Þeir eru með "skiptitæki" þannig að ef þeir eiga nákvæmlega eins 2ja kílóa tæki þarf maður ekki að koma aftur og sækja tækið.
Fín þjónusta þetta, en reyndar bara um 1500 kr. ódýrara en nýtt tæki.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 3 gestir