50 ára afmæli Torfærunnar


Höfundur þráðar
Kárinn
Innlegg: 180
Skráður: 08.apr 2010, 10:13
Fullt nafn: Kári Rafn Þorbergsson

50 ára afmæli Torfærunnar

Postfrá Kárinn » 10.okt 2014, 10:51

50 ára afmæli Torfærunnar 2.maí 2015

Sæl öll

2 maí 1965 fór fram fyrsta keppni í torfæruakstri í landi Reykjahlíðar í Mosfellsdal. Bifreiðaklúbbur Reykjavíkur (B.K.R) stóð fyrir keppninni og stóð Egill Gunnar Ingólfsson uppi sem sigurvegari á Willys CJ5 1964 mótel. Jóel Jóelsson garðyrkjumaður í Reykjahlíð veitti B.K.R leyfi fyrir keppninni á sinni landareign og mátti litlu muna að menn þyrftu sæta fangelsisvistar fyrir athæfið því slík keppni var með öllu bönnuð að sögn lögreglu. Þorkell Guðnason og fleiri innan B.K.R eiga heiður skilið fyrir það framlag sem við búum enn að í dag.

Flugbjörgunarsveitin á Hellu (FBSH) er ein af elstu keppnishöldurum sem enn standa fyrir keppni í torfæruakstri. Þess vegna langar okkur að halda uppá 50 ára afmæli Torfærunnar 2-3 maí 2015.

Drög á dagskrá eru eitthvað á þessa leið.

2 maí 2015 yrði haldið hefðbundið íslandsmót í torfæru og þá líklegast 1 umferð.

3 maí langar okkur að skipta þessum 50 árum niður í fimm 10 ára tímabil. þar sem bílar og ökumenn hvers 10 ára tímabils etja kappi saman. Bílar frá 1965-75 og 75-85 og svo framvegis. Um væri að ræða 2 brautir eða eitthvað álíka fyrir hver 10 ár. Brautalagning, útbúnaður bílanna og þessháttar yrði í takt við það sem uppi var á hverjum tíma. Meginhlutverk keppninnar er sýning þar sem við reynum að minnast þessara 50 ára. Að keppni lokinni og jafnvel fyrir hana yrðu svo keppnistæki til sýnis.
Að auki yrði haldin keppni í vatnaakstri þar sem torfærutæki nútímanns munu reyna fyrir sér við fleytingar. Jafnvel vélsleðar og eitthvað meira myndu fylgja með.

Dagskráin er enn í mótun og allar hugmyndir vel þegnar. Einnig vil ég byðja þá sem eiga torfærubíl og þetta lesa að moka dótinu ofanaf honum í bílskúrnum þið hafið 7 mánuði til stefnu:) Þið hin látið þetta berast og sjáum hvort gamlar hetjur vilji ekki koma og sýna hvort þeir hafi einhverju gleymt

Fyrir hönd FBSH
Kári Rafn Þorbergsson
s. 8490511
karinnehf@hotmail.com



User avatar

Finnur
Innlegg: 181
Skráður: 26.apr 2011, 13:41
Fullt nafn: Kristján Finnur Sæmundsson
Bíltegund: Jeep CJ-7 og LC 80

Re: 50 ára afmæli Torfærunnar

Postfrá Finnur » 10.okt 2014, 21:21

Sælir

Þetta er frábært framtak hjá ykkur, hlakka til. Vonandi mæta sem flestir af gömlu hetjunum.

kv
Kristján Finnur


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 41 gestur