ceramizer smur bæti efni


Höfundur þráðar
lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

ceramizer smur bæti efni

Postfrá lecter » 10.okt 2014, 01:14

Hæ nú eru til hér nokkur smur bæti efni ,, ég var að prufa eitt af þeim sem er Ceramizer ,,, þetta virðist virka vel hafið þið prufað þetta efni ,,,?????????
til eru nokkrar gerðir
fyrir motor
fyrir girkassa og drif
fyrir motorhjól með smurða kúplingu
fyrir vökvastýri
fyrir T stroke vélar blandað i bensín skamturinn er fyrir 40L eða einn L af T oliu
búið er að láta bil ganga 5kl tima oliu lausan á þessu efni hér á landi hann drap á sér eftir 5 tima en var siðan ekið smá hring daginn eftir ,,,var þá ok þar sem billinn var ekki á númerum var þetta ekki prufað meira
ceramizer.com hefur ekið bil yfir 500km án oliu eftir að þetta efni hefur verið notað ,,,




ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: ceramizer smur bæti efni

Postfrá ivar » 10.okt 2014, 10:34

Finnst alltaf gaman að svona...
Hvaða máli skiptir hvað bíll kemst langt án olíu? Ekki beint það sem þú ætlar þér að gera fyrir svo utan það, hefur einhver prufað að láta bíl ganga án olíu án allra bætiefna?
Held að stóru olíuframleiðendurnir væru með þau bætiefni sem þeir vildu í olíunum sínum ef þetta væri hinn Heilagi Sannleikur.


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: ceramizer smur bæti efni

Postfrá villi58 » 10.okt 2014, 12:13

Það er eitt atriði sem enginn nefnir þegar verið er að selja bætiefni, sýna alskonar álagsprufur og bera saman við önnur efni. Spyrjið hvað efnið endist lengi eða marga kílómetra. Hef komist að því sérstaklega með eitt af mörgum að ending var ekki nema 3,5 dagar, teflon efni frá Bílanaust. Hef svipaða sögu af hinum sem ég hef testað, oftast rándýrt og endist stutt. Klárlega peningasóun í flestum tilfellum nema Prolong sem ég er ánægðari og ánægðari eftir sem árin líða, get ekkert slæmt sagt um það og enginn sem hefur prufað það sem ég veit um verið ósáttur, bara mjög sáttir og segja að það geri mikið gagn. Það dregur úr gæðum á Prolong en hefur alltaf virkað vel á milli olíuskipta, eins og reyndar smurolíunni sem slappast smá saman sem er eðlilegt.


JHG
Innlegg: 158
Skráður: 01.feb 2010, 13:10
Fullt nafn: Jón H. Guðjónsson
Staðsetning: Kópavogur

Re: ceramizer smur bæti efni

Postfrá JHG » 10.okt 2014, 16:48

Fyrir mörgum árum var ég með gamla Volvo blöndungsvél (B20) í Suzuki Fox. Ég keypti eitthvað sull á smurstöð (að mig minnir) sem ég man ekkert hvað heitir. Við þetta eitt þá jókst hægagangurinn á bílnum (minni á að þetta var blöndungsbíll svo ekki stillti hann sig af) um allavegana 200 rpm. Eina skýringin sem ég hef er viðnám hljóti á einhvern hátt að hafa minnkað.

Það reyndi reyndar ekki lengi á þetta efni hjá mér því nokkrum mánuðum síðar braut ég stimpil og setti B20B (miklu skemmtilegri vél) í jeppann :o)
_________________________________
Jón H. Guðjónsson

1981 Chevrolet Blazer K5 Silverado
1986 Pontiac Firebird Transam
2000 VW Passat 1,6
2006 Trek 5200 (racer)
2007 Jeep Grand Cherokee Laredo
2012 Cube LTD Race (fjallahjól)


ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: ceramizer smur bæti efni

Postfrá ivar » 10.okt 2014, 17:21

viðnámið gæti hafa minnkað, eða efnisleyfar inná slífinni sem brunnu með og juku hægaganginn?

Ekki það, þrátt fyrir að vera á mótþróaskeiðinu gegn íblöndunarefnum, þá hef ég alveg sett undraglundur í hráolíutankinn, militech á hitt og þetta og liðið betur. Held samt að ég sé betur staddur með því að kaupa betri smurolíu.
T.d. í volvonum ef þú hefðir skipt ódýru 10-40 olíunni fyrir 0-30 mobil 1 eða eh aðra hágæða olíu, hver hefðu áhrifin verið þá?


JHG
Innlegg: 158
Skráður: 01.feb 2010, 13:10
Fullt nafn: Jón H. Guðjónsson
Staðsetning: Kópavogur

Re: ceramizer smur bæti efni

Postfrá JHG » 11.okt 2014, 00:18

ivar wrote:viðnámið gæti hafa minnkað, eða efnisleyfar inná slífinni sem brunnu með og juku hægaganginn?

Ekki það, þrátt fyrir að vera á mótþróaskeiðinu gegn íblöndunarefnum, þá hef ég alveg sett undraglundur í hráolíutankinn, militech á hitt og þetta og liðið betur. Held samt að ég sé betur staddur með því að kaupa betri smurolíu.
T.d. í volvonum ef þú hefðir skipt ódýru 10-40 olíunni fyrir 0-30 mobil 1 eða eh aðra hágæða olíu, hver hefðu áhrifin verið þá?


Ætli hann hefði ekki farið að brenna olíu á fullu enda mjög slitinn mótor ;)

Þarna var test þar sem að samskonar olía var notuð (á haugslitinn mótor) og allt annað var eins nema þetta glundur sem sett var í olíuna. Þannig að eitthvað gerði þetta efni. Ég skrúfað aðeins hægagangsskrúfuna til baka eftir þetta og þurfti ekkert að eiga við hana eftir það (þangað til að ég braut stimpil og notaði mótorinn í varahluti).

Ég hef hinsvegar tröllatrú á góðum olíum í réttri þykkt og að bíða ekki of lengi með að skipta um. Ég nota bæði Mobil 1 (0w-30) og Royal Purple (5w-20) á mína bíla (og er ekki með neitt glundur á þeim).
_________________________________
Jón H. Guðjónsson

1981 Chevrolet Blazer K5 Silverado
1986 Pontiac Firebird Transam
2000 VW Passat 1,6
2006 Trek 5200 (racer)
2007 Jeep Grand Cherokee Laredo
2012 Cube LTD Race (fjallahjól)


naffok
Innlegg: 76
Skráður: 02.feb 2010, 18:02
Fullt nafn: Bergur Guðnason

Re: ceramizer smur bæti efni

Postfrá naffok » 11.okt 2014, 08:20

Nota militec á alltsaman, veit um fjórhjól gamalt sem var farið að leka mótorolíunni en eftir að farið var að nota militec hætti lekinn svo ég er viss um að militecið mýkir upp pakkningar sem eru farnar að harðna. Kannast við annað svona dæmi af vökvastýri. Hvort militec gerir eitthvað annað veit ég ekkert um en það er gott fyrir sálina að setja þetta á - en reyndar ekki veskið :)

Kv Beggi


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 13 gestir