Síða 1 af 1

vhf af ebay ?

Posted: 06.okt 2014, 21:16
frá huldar
Góðann dag.
Ég var að pæla hvort að það væri leyfilegt að flytja inn vhf talstöð frá kína og hvernig er það er ekki árgjald á vhf stöðvum á íslandi hvernig er hægt að borga það ? ég var að hugsa um eithvað í líkingu við þessa http://www.ebay.com/itm/BAOFENG-New-UV- ... 5666690f90

Re: vhf af ebay ?

Posted: 06.okt 2014, 21:31
frá AgnarBen
sælir
Það er ekki leyfilegt fyrir einstaklinga að flytja inn VHF stöðvar nema að þeir séu radioamatörar.
kv Agnar

Re: vhf af ebay ?

Posted: 06.okt 2014, 21:54
frá Stebbi
Hvað ætla menn svo að gera ef þeir hafa ekki hina margumtöluðu VHF skrá til að setja inn í stöðina. Og ef þeir hafa hana eru þeir þá með þokkalega þekkingu á sítónum og hvernig VHF kerfið virkar, endurvarparásir og öfugar endurvarparásir.
Eins og þessar kínastöðvar eru ódýrar þá geta þær líka verið helvítis hausverkur ef að menn eru ekki með allt á hreinu.

Þetta er ekki dótið sem á að spara eitthvað af þúsundköllum í því þegar á reynir þá vill maður að þetta virki undantekningalaust.

Re: vhf af ebay ?

Posted: 06.okt 2014, 22:49
frá Hlynurn
Einhverstaðar heyrði ég að VHF Gjald væri inní F4x4 árgjaldinu, ef þú ert meðlimur þar.

Re: vhf af ebay ?

Posted: 07.okt 2014, 08:27
frá jongud
Félagar í F4X4 fá sjálfkrafa aðgang að VHF kerfi félagsins og góðan afslátt af vhf stöðvum. Í fyrra var farið í hópkaup á handstöðvum og það náðist að pína verðið niður um helling.

Ég hef verið að spá í VHF stöðvar í bíla og að kaupa svoleiðis af Ebay. Vandamálið er að sparnaðurinn er ekki svo mikill. Sérstaklega ekki þegar tekið er tillit til þess að Bílanaust og fleiri eru með 2ja ára ábyrgð. Ég myndi vilja meiri sparnað en 10þús. til að sleppa því.
Amatörstöðvar; Vanur amatör sem ég ræddi við, lenti í því að handóður farþegi ýtti á ranga takka, og þá mundi hann ekkert hvernig átti að stilla stöðina aftur.
Annað vandamál við þær er að þær eru mjög oft "dual band" (eru líka á UHF) og þá tapast ansi mikið af sendiaflinu í gegnum tvöfalda útganginn á þeim.
Bestu handstöðvarnar sem ég hef kynnst eru Yaesu HX370 sem voru í hópkaupunum í fyrra, en ég verð að viðurkenna að ég á ekki eina slíka.
Bestu bílstöðvarnar; Einfaldar stöðvar frá hverjum sem er af Kenwood, Icom, Yaesu, Vertex, Maxom o.s.frv.
Ef maður er á fullu í einhverju stampi í þéttum hóp í slæmu skyggni er ekki gott að þurfa að vanda sig við að stilla stöðina.

Re: vhf af ebay ?

Posted: 07.okt 2014, 11:58
frá Johnboblem
Ég flutti inn Motorolla VHF stöð af ebay og talaði við tollinn áður. Eina sem hann sagði við mig að það væri VSK af þessu. Ég fékk stöðinna í hendurnar.

Re: vhf af ebay ?

Posted: 07.okt 2014, 13:24
frá Lindemann
Tollurinn fylgist ekki með þessu, það getur hver sem er flutt inn svona talstöðvar en notkunin er ekki lögleg fyrir því.

Ég veit samt ekki til þess að neinn hafi lent í vandræðum útaf "ólöglegri talstöð".

Þessar kínastöðvar eru CE merktar en það eru engar upplýsingar(staðfesting) um að þær uppfylli R&TTE tilskipunina

Re: vhf af ebay ?

Posted: 07.okt 2014, 20:35
frá eyberg
AgnarBen wrote:sælir
Það er ekki leyfilegt fyrir einstaklinga að flytja inn VHF stöðvar nema að þeir séu radioamatörar.
kv Agnar


Sæll
Geturu bent mér á þessa reglu eða lög um þetta ?

Re: vhf af ebay ?

Posted: 07.okt 2014, 20:52
frá raggos
Ég hef flutt inn tvær Baofeng uv-82l stöðvar og borgað toll af þeim báðum og ekki lent í neinum vandræðum enda eru þær CE merktar og uppfylla EU standarda skv því sem ég hef lesið.
Þessar stöðvar hafa reynst mér mjög vel, þó það marki svo sem lítið 1 árs reynslu mína, þá sérstaklega þar sem ég hef ekki verið að nota 4x4 stöðvarnar

Re: vhf af ebay ?

Posted: 07.okt 2014, 22:03
frá naffok
Þarft ekki að vera neinn "amatör" til að flytja þetta inn, fluttum 10 svona stöðvar inn í sumar og höfum verið að nota þær talsvert í vinnu og smalamennskum. En þetta eru engar ofur stöðvar og þær eru ekki að draga neitt mikið betur en uhf stöðvarnar sem við vorum að nota áður, en eitthvað þó. Og svo notum við líka yaesu vhf handstöðvar í smalamennskunum og þær eru nú ekkert fullkomnar heldur, þola ekki mikið að missa sjónlínuna en samt mun betri en baofeng dótið. Bara alltof dýrar til að eiga á alla smala á haustin og hafa svo sáralítil not fyrir þær utan þess.

Re: vhf af ebay ?

Posted: 07.okt 2014, 22:21
frá Stebbi
Þú mátt flytja þetta inn en þú mátt ekki nota þetta nema á amatör tíðni og þá með amatörleyfi. Það er alveg ástæða fyrir því að það eru til 'commercial' stöðvar sem eru ætlaðar fyrir almenning og fyrirtæki og svo 'amatör' stöðvar fyrir þá sem nenna að grúska í því að tjúna þetta til. En það er kanski ekki hundrað í hættuni með 5w í smalamensku úti í rassgati þar sem þetta truflar engan.

Hvaða tíðni hafið þið verið að nota þegar þið eruð að smala?

Re: vhf af ebay ?

Posted: 07.okt 2014, 22:38
frá naffok
Erum á einkarás og tíðninni verður ekki blastað hér, enda þráðurinn ekki um það.

Re: vhf af ebay ?

Posted: 08.okt 2014, 09:16
frá AgnarBen
eyberg wrote:
AgnarBen wrote:sælir
Það er ekki leyfilegt fyrir einstaklinga að flytja inn VHF stöðvar nema að þeir séu radioamatörar.
kv Agnar


Sæll
Geturu bent mér á þessa reglu eða lög um þetta ?


Ég hélt að það væri ekki leyfilegt að flytja þetta inn en reglurnar eru greinilega þannig að þú mátt flytja þær inn en ekki nota þær nema vera með tilskilin leyfi.

Re: vhf af ebay ?

Posted: 08.okt 2014, 20:27
frá eyberg
AgnarBen wrote:
eyberg wrote:
AgnarBen wrote:sælir
Það er ekki leyfilegt fyrir einstaklinga að flytja inn VHF stöðvar nema að þeir séu radioamatörar.
kv Agnar


Sæll
Geturu bent mér á þessa reglu eða lög um þetta ?


Ég hélt að það væri ekki leyfilegt að flytja þetta inn en reglurnar eru greinilega þannig að þú mátt flytja þær inn en ekki nota þær nema vera með tilskilin leyfi.


Já eins og með margt annað í þessu lífi :-)

Re: vhf af ebay ?

Posted: 08.okt 2014, 22:47
frá Lada
raggos wrote:Ég hef flutt inn tvær Baofeng uv-82l stöðvar og borgað toll af þeim báðum og ekki lent í neinum vandræðum enda eru þær CE merktar og uppfylla EU standarda skv því sem ég hef lesið.
Þessar stöðvar hafa reynst mér mjög vel, þó það marki svo sem lítið 1 árs reynslu mína, þá sérstaklega þar sem ég hef ekki verið að nota 4x4 stöðvarnar


Þessar CE merkingar geta líka staðið fyrir "Chinese Export". Þegar þessi CE staðall var settur "gleymdist" að sækja um einkaleyfi á merkinu og þetta nýta Kínverjar sér óspart. Ég tek það þó fram að ég hef ekki hugmynd um hvort þessar stöðvar sem um ræðir séu með alvöru CE vottun.
Og talandi um AliExpress þá selja þeir mikið af falsaðri vöru með merkjum frá þekktum framleiðendu. Ég þekki dæmi þess að fólk hefur keypt fatnað og raftæki sem svipar mjög til vara frá þekktum framleiðendum. Vörurnar eru meira að segja merktar sem td. Nike, Hugo Boss, Samsung, Philips eða hvað sem við á, en þegar maður handleikur vöruna fer ekki framhjá neinum að þarna ef fölsuð vara á ferð.

Kv.
Ásgeir

Re: vhf af ebay ?

Posted: 09.okt 2014, 06:38
frá eyberg
Já þessi CE getur verið feik :-)

En ég er að panta þetta frá Hollandi :-)

Re: vhf af ebay ?

Posted: 09.okt 2014, 13:40
frá raggos
CE merkingin getur verið feik en FCC vottunin er það ekki enda er hægt að fletta því upp hjá FCC sjálfum. Einnig er töluvert um Amatöra sem hafa mælt þessar stöðvar og þær mælast ekkert síðri en aðrar hvað truflanir varðar.
Nú er framleiðandinn þarna að baki að reyna að ná til sem flestra og því honum í hag að hafa þetta í lagi, virðist ganga ágætlega so far.

Re: vhf af ebay ?

Posted: 09.okt 2014, 18:57
frá Stebbi
Image

Re: vhf af ebay ?

Posted: 09.okt 2014, 21:44
frá eyberg
Image