Síða 1 af 1
Þungt start á Terrano ll
Posted: 06.okt 2014, 14:28
frá ihþ
Góðan dag.
Ég er með Terrano ll dísel 1999 módel og startið er mjög þungt. Stundum eins og hann sé straumlaus fyrst þegar startað er, en svo tekur hann við sér og startar þá flott.
Hafa menn eitthvað átt í þessu vandamáli ?
Re: Þungt start á Terrano ll
Posted: 06.okt 2014, 14:32
frá jongud
Byrjaðu á að láta álagsmæla rafgeyminn hjá þér, ég held að einhverjar bensín- og smurstöðvar geri það frítt.
Re: Þungt start á Terrano ll
Posted: 06.okt 2014, 14:35
frá villi58
ihþ wrote:Góðan dag.
Ég er með Terrano ll dísel 1999 módel og startið er mjög þungt. Stundum eins og hann sé straumlaus fyrst þegar startað er, en svo tekur hann við sér og startar þá flott.
Hafa menn eitthvað átt í þessu vandamáli ?
Gæti verið kominn tími á upptekt á startara.
Re: Þungt start á Terrano ll
Posted: 06.okt 2014, 19:31
frá Hlynurn
jongud wrote:Byrjaðu á að láta álagsmæla rafgeyminn hjá þér, ég held að einhverjar bensín- og smurstöðvar geri það frítt.
Getur líka farið í stillingu eða Skorra, kostar ekkert að fá þá til að álagsmæla rafgeyma. Ef geymirinn er í lagi þá er bara að skoða víra og tengingar við geymi/boddy.
Hiluxinn minn var með svona leiðindi, startaði stundum ekki allveg strax (startarinn tók bara ekkert við sér stundum og stundum rauk hann í gang). Endaði svo þannig að allt var steindautt allt í einu og þá hafði vír sem fór í öryggjaboxið brunnið í sundur.....
Re: Þungt start á Terrano ll
Posted: 06.okt 2014, 22:20
frá jeepcj7
Kol í startara er líklegt vandamál.