Sælir spjallverjar nú leita ég enn og aftur í viskubrunn ykkar. Nú er ég með 44 superswamper tsl (ef það skiftir einhverju) er ekki með þau á felgum og var að sjá að það er cappi i einu dekkinu, og að það er rifa/fúi i hliðinni a 2 dekkjunum kannski 3-5 cm langt sem viðrist vera niðri striga/gegnum striga. Nú er ég að spá hvort sé hægt að setja kannski cappa að innanverðu og kítta í skemmdina eða eitthvað til að redda þessu? :\
Einnig, er það óhætt að hleypa úr dekki sem er með cappa?
Fúin/rifið dekk
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Fúin/rifið dekk
Sjóða í dekkin, ekkert annað dugar.
Re: Fúin/rifið dekk
Ég hef keyrt árum saman á dekkjum sem hafa verið köppuð, en það voru dekk sem ég notaði aðeins sem sumardekk og hleypti aldrei úr. Myndi láta sjóða þetta ef þú ætlar að nota þetta úrhleypt - gerði það á 38" gumbó mudder og notaði mörg ár án vanda þrátt fyrir úrhleypingar...
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur