Síða 1 af 1

er að spá í að smíða

Posted: 07.des 2010, 22:47
frá sindri thorlacius
góðan daginn ég er að spá í að smíða mér kerru á 38"-44" dekkjum. vantar góðar hugmindir af grind og fjöðrun. fjaðrir koma ekki til greina. gormar eða loftpúða hvort er betra væri gott að fá myndir eða
teikningar
þessi kerra á að geta tekið svona 8stk 200L olíutunur

Re: er að spá í að smíða

Posted: 08.des 2010, 00:04
frá Freyr
Er þessa dagana að leggja lokahönd á 38" kerru á gormum. Hún er 2,7 x 1,15 (sjálf skúffan) og viktar samt ekki nema rétt rúm 300 kg. á 38" dekkjum. Heildarkostnaður með öllu efni er innan við 70.000 kr. (áttum gorma. dempara o.fl smálegt). Skal græja myndir og setja hingað inn.

Freyr

Re: er að spá í að smíða

Posted: 08.des 2010, 15:21
frá sindri thorlacius
já takk fyrir það

Re: er að spá í að smíða

Posted: 09.des 2010, 19:16
frá ellisnorra
Skoðaðu háfjallahjólhýsisþráðinn frá Lalla Polarbear, þar sérðu rosalega einfalt og flott setup af fjöðrun. Pabbi setti svoleiðins undir tjaldvagninn síðasta sumar með loftpúðum og það er bara einfalt og bara gott system.

Re: er að spá í að smíða

Posted: 09.des 2010, 19:28
frá Polarbear
takk elli :) gaman að einhverjum þyki þetta sniðugt öðrum en mér, hehe.

bara muna að nota 10/9 bolta í fóðringuna ef kerran er bremsuð, þetta þarf að þola dáldil átök þannig og ég hef ekki prófað þetta í svoleiðis átökum ennþá. held þetta sé samt alveg nógu sterkt.

Re: er að spá í að smíða

Posted: 09.des 2010, 20:55
frá Kiddi
Svona fyrir forvitnis sakir, hvers vegna koma fjaðrir ekki til greina?

Re: er að spá í að smíða

Posted: 09.des 2010, 21:41
frá ellisnorra
Polarbear wrote:takk elli :) gaman að einhverjum þyki þetta sniðugt öðrum en mér, hehe.

bara muna að nota 10/9 bolta í fóðringuna ef kerran er bremsuð, þetta þarf að þola dáldil átök þannig og ég hef ekki prófað þetta í svoleiðis átökum ennþá. held þetta sé samt alveg nógu sterkt.


8.8 12mm er allavega fuck nóg í tjaldvagn :) En auðvitað því sterkari því betri þegar komið er í stærri og þyngri kerrur sérstaklega með stór dekk.

Re: er að spá í að smíða

Posted: 09.des 2010, 22:46
frá sindri thorlacius
þetta mað fjaðrirnar er bara smeks mál ætlaði að hafa möguleika á loftpúðum eða gormum

Re: er að spá í að smíða

Posted: 10.des 2010, 12:43
frá sindri thorlacius
ég huksa að fjaðrir séu allt í lagi samt þarf þá að fyna mér svoleiðis

Re: er að spá í að smíða

Posted: 10.des 2010, 13:59
frá HaffiTopp
..

Re: er að spá í að smíða

Posted: 10.des 2010, 14:39
frá Polarbear
haffi, ekki bara virðisaukann, heldur líka 13% AÐVINNSLUGJALD af efni og ætlaðri vinnu kallinn minn :)

já, skattmann kann að plokka sitt.

Re: er að spá í að smíða

Posted: 10.des 2010, 16:10
frá HaffiTopp
..

Re: er að spá í að smíða

Posted: 10.des 2010, 18:28
frá Polarbear
jú það bannar þér það enginn. en ef þú hleður í hana drasli þar til hún er yfir 750 kg og löggan stoppar þig þá færðu sekt. :)

verst að þetta gildir ekki um tjaldvagna, fellihýsi eða hjólhýsi. Af hvaða þyngd sem er, heimasmíðuð or not- þau eru alltaf skráningar- og skoðunarskyld og þar með þarftu að borga þótt þú smíðir allt sjálfur. þ.e.a.s. allt sem hægt er að flokka sem "ferðavagn" (sem er notaður til að sofa í).

Re: er að spá í að smíða

Posted: 10.des 2010, 20:18
frá sindri thorlacius
sælir kerran þarf að geta borið 1-2 ton
þarf að geta borið einn svona

Re: er að spá í að smíða

Posted: 10.des 2010, 23:16
frá Polarbear
já sælll.

þá skaltu fara í alvöru fourlink með þverstýfu til að vera alveg viss. þú mátt alveg búast við að smíðin kosti þig að lágmarki 500 þúsund í efni fyrir utan vinnu ef þú ætlar að gera alvöru kerru sem getur borið svona þungan hlut. Þú þarft að sérsmíða allt í sambandi við hjólabúnaðinn varðandi bremsurnar og þessháttar.

Loftpúðar væri snilld í svona smíði því þá getur kerran fjaðrað fínt hvort sem þú ert með 40 kíló eða 2 tonn á pallinum.

Eitt sem þú þarft að athuga að ef þú ætlar að hafa pallinn flatan og samt hafa 38-44 tommu dekk þá þarf kerran að vera annaðhvort mjög mjó, (hámarks leyfileg breidd útað ystu brún þar sem hún er breiðust er 2.55 m) eða hrikalega há til að sleppa við brettaboga.

Re: er að spá í að smíða

Posted: 11.des 2010, 00:14
frá sindri thorlacius
þessi græja er 1220kg hann er 1050mm í breid og 2430mm á leingd. ég þarf nú ekki að spá mikið í að kaupa efni á práfíl sem er 50x100mm 3 eða 4mm þikur það eina sem eg þarf að kaupa er fóðringar og keruteingi og ljós og loftpúða ef það verður farið út í það

Re: er að spá í að smíða

Posted: 11.des 2010, 09:51
frá Kiddi
Ég myndi bara nota langar og góðar fjaðrir í þetta. 4-link, þverstífur og gormar finnst mér alltof mikil flækja til að setja í kerru! Kerran er ekki með drifkraft sem þýðir að þá er einu vandamálinu færra þar sem "hásingin" er ekki að reyna að vinda upp á fjaðrirnar.
Auk þess þá dreifa fjaðrirnar álaginu jafnar á grindina en gormar og loftpúðar!

Re: er að spá í að smíða

Posted: 11.des 2010, 10:38
frá juddi
Er þá ekki til skráning á vagnin sem hægt er að nota áframm

HaffiTopp wrote:Er þá ekki bara spurning að hafa kerruna með undir 750 kg. heildarþyngd til að sleppa við þetta. Ég er að hugsa mér að smíða mér kerru þar sem hráefnið í hana mun verða gamall lítill ljótur tjaldvagn sem ég er búinn að skera allt ofan af sem heita má svefnaðstaða. En þá þarf maður bara að redda sér nýju ljósakerfi aftan á þar sem hitt er handónýtt og finna mér fjaðrir og dempara til að setja undir. Setja svo grind ofaná til að halda skjólborðum og redda svo alvöru felgum og dekkjum undir þetta þar sem núna eru aumingjaleg 13" dekk undir þessu núna.
Kv. Haffi

Re: er að spá í að smíða

Posted: 11.des 2010, 12:43
frá HaffiTopp
..