Síða 1 af 1

Terrano

Posted: 29.sep 2014, 22:22
frá Wrangler10
Sælir. Ég er með einn TerranoII 2000 model bsk. Ég veit að þessir bílar eru enginn orkubú en allt í einu varð hann máttlaus. Það bókstaflega gerist ekkert eftir 3000 sn.
Hafa menn einhverja hugmynd um hvað gæti verið að? Bíllinn reykir ekki.

Einnig hvað opnar eða lokar fyrir þessi vacumpungur (Sjá mynd) En þetta er fyrir ofan túrbínu.
Kv.

Re: Terrano

Posted: 29.sep 2014, 22:30
frá svarti sambo
Ef að hann er í lagi fram að því, þá myndi ég byrja á að skifta um hráolíusíu og athuga með síuna í olíuverkinu, ef þú ert með bocsh verk. Síðan er að athuga loftsíuna. Svo er það spurning með þetta típiska loftflæðiskinjara vandamál.

Re: Terrano

Posted: 29.sep 2014, 22:37
frá Sævar Örn
þetta er framhjáhlaup á túrbínunni ef þrýstingur verður of hár, þessi loki festist jafnan opinn og þá auðvitað virkar turbínan ekk neitt, ath þó að membran er gormþvinguð þannig þú þarft sennilega að losa hana frá eða splitti svo armurinn losni, þetta á að vera hjólliðugt