Síða 1 af 1

Hljóðeinangra bíla.

Posted: 29.sep 2014, 11:04
frá RunarG
Góða daginn.
Hvað eru menn að nota til þess að hljóðeinangra bílana hja sér?
eru menn að setja mottur i gólfið eða nota menn eitthver efni sem er drullað yfir gólfið eða hvernig eru þið að gera þetta hja ykkur sem eruð að hljóðeinangra?

finnst vera rosalega mikið veghljóð og bara mikið hljóð inní patrolnum hja mér, þarf að gera eitthvað.

Rúnar Þór

Re: Hljóðeinangra bíla.

Posted: 29.sep 2014, 15:33
frá Ravish
Það var orðinn helvítis hávaði í mussonum mínum, en ég hætti bara að bjóða frúnni með, þá snarlagaðist það

Re: Hljóðeinangra bíla.

Posted: 29.sep 2014, 15:35
frá RunarG
hahaha það er kanski eina ráðið!

Re: Hljóðeinangra bíla.

Posted: 29.sep 2014, 15:41
frá jeepcj7
Góður! ;0)

Re: Hljóðeinangra bíla.

Posted: 29.sep 2014, 15:47
frá joisnaer
Ravish wrote:Það var orðinn helvítis hávaði í mussonum mínum, en ég hætti bara að bjóða frúnni með, þá snarlagaðist það


hahahaha þetta er góð hugmynd :P

en ég er einmitt með sama vesen, væri gaman að vita hvar er hægt að fá einhverjar mottur til að líma undir teppin

Re: Hljóðeinangra bíla.

Posted: 29.sep 2014, 20:53
frá Óttar
hahah snild :)

Re: Hljóðeinangra bíla.

Posted: 29.sep 2014, 21:22
frá emmibe
Það fást mottur í Rótor Hafnarfirði sem eru furðulega ódýrar og draga ekki í sig raka. Þ. Þorgrímsson í Ármúla er líka líklegt.

Re: Hljóðeinangra bíla.

Posted: 29.sep 2014, 22:10
frá Lindemann
Bílasmiðurinn er líka með svona mottur, en ég veit ekki með verðið á þeim.

Re: Hljóðeinangra bíla.

Posted: 29.sep 2014, 23:56
frá Freyr
Ég hef brætt afganga af þakpappa (tjörupappa) í gólf á gömlum patrol með mjög góðum árangri.

Re: Hljóðeinangra bíla.

Posted: 30.sep 2014, 23:27
frá Ofur Andrinn
ég ryðvarði botnin á rangernum mínum með flugvéla ryðvörn og bræddi síðan tjörudúk yfir það sem að ég fékk hjá bílasmiðnum. það er 2.5" opið sílsapúst á honum og brjálaður hávaði fyrir utan en merkilega lítill að innan eftir þessa einföldu aðgerð. Svo veit ég til þess að bílanaust hafi verið að selja dynomats sem eiga að vera hljóðeinangrandi en þær kosta talsvert mikið meira heldur en tjörudúkurinn.

Re: Hljóðeinangra bíla.

Posted: 01.okt 2014, 00:06
frá draugsii
ég bræddi svona tjörumottur frá bílsmiðnum í botninn á hiluxinum hjá mér og hann snar skánaði vegahvinur bara nánast hvarf

Re: Hljóðeinangra bíla.

Posted: 01.okt 2014, 11:19
frá villtur
Ef þessar tjörumottur eru bræddar í botninn; verður þá ekki ólykt í bílnum næstu daga eða vikur?

Re: Hljóðeinangra bíla.

Posted: 01.okt 2014, 12:07
frá biturk
Nei, þú finnur enga lykt af því, bræddi í rósuna og hún varð loksins ekki eins og dós að keira