hvað kemst bíllinn hægt?

User avatar

Höfundur þráðar
draugsii
Innlegg: 299
Skráður: 31.jan 2010, 23:01
Fullt nafn: Hilmar Ingimundarson
Bíltegund: Toyota Hilux 93
Staðsetning: Akureyri

hvað kemst bíllinn hægt?

Postfrá draugsii » 28.sep 2014, 19:39

Svona til gamans hvað fara bílarnir hjá ykkur hægt í láa drifinu og svo þá lógír fyrir þá sem eru með svoleiðis
Hæluxinn hjá mér er að lötra þetta 2.7 km á klukkustund og hefði ég viljað hafa hann lærri er að vísu ekki kominn með lógír


1993 árg Toyota Hilux (hvaðan kemur þetta Hilux ??) 35 - 36"
22RE bensínrokkur (rétt dugar til að skila honum áfram á jafnsléttu)
kominn á 38” og með 22RTE sem er heldur snarpari en gamla og svo gafst hún upp og er kominn með
1kz-te
Kv Hilmar


Brjotur
Innlegg: 369
Skráður: 31.mar 2013, 15:39
Fullt nafn: Helgi j. Helgason
Bíltegund: Patrol

Re: hvað kemst bíllinn hægt?

Postfrá Brjotur » 28.sep 2014, 19:49

Patrol 4.2 beinskiftur með lóló á 46 tommu dekkjum fer 300 metra á klukkustund i 1 lóló :)

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: hvað kemst bíllinn hægt?

Postfrá Sævar Örn » 28.sep 2014, 20:36

var að reikna minn út, fer á 4.71 kmh í 1 lága á 900 sn á 46" dekkjum


er á 4.56 hlutföllum svo ég þarf að gera eitthvað annað, setja auka gírkassa eða auka millikassa svo hann verði gáfulegur á úrhleyptu
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: hvað kemst bíllinn hægt?

Postfrá ellisnorra » 28.sep 2014, 21:01

Sævar þú þarft að gera þráð um nýja bílinn þinn.
http://www.jeppafelgur.is/


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: hvað kemst bíllinn hægt?

Postfrá olei » 28.sep 2014, 23:19

Brjotur wrote:Patrol 4.2 beinskiftur með lóló á 46 tommu dekkjum fer 300 metra á klukkustund i 1 lóló :)

Hvaða kram er í þessum bíl sem gefur svo mikla niðurgírun?

User avatar

arniph
Innlegg: 95
Skráður: 02.okt 2011, 16:13
Fullt nafn: Árni Páll Haraldsson

Re: hvað kemst bíllinn hægt?

Postfrá arniph » 28.sep 2014, 23:23

450 metra á klukkustund áður en ég stíg á bremsuna :D


rockybaby
Innlegg: 106
Skráður: 31.jan 2010, 15:53
Fullt nafn: 'Arni Þórðarson

Re: hvað kemst bíllinn hægt?

Postfrá rockybaby » 28.sep 2014, 23:39

Defender 1,2km klst í 1 gír lága drifi


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: hvað kemst bíllinn hægt?

Postfrá olei » 28.sep 2014, 23:42

Minn Terrano fer 1,1 km á klst við 700 sn/mín á vél.
1 gír er 1:4,061
milligír er 1:2
millikassi er 1:3,3
drif er 1:4,625
dekk 42"

Svona til gamans ef einhver hefur áhuga á því að skoða útreikningana á hraða jeppa þá er þetta ein leið:
Fyrst er niðurgírunin margfölduð saman:
4,061x2x3,3x4,625= 124

Þessi niðurgírun breytir snúningnum frá vélinni út í hjól - vélin snýst 700 snúninga á hverri mínútu, hjólin snúast þá:
700 sn/mín / 124 = 5,6 hringir á mínútu.

Hjólin eru 42" á hæð, breytum því í metra:
42x2,54= 106,7 cm sem eru 1,067 metrar.

Í hverjum hring keyrir hjólið augljóslega jafn langt og ummálið segir til um, því þarf að finna það:
Ummál hjólanna er 1,067 x pí (3,14....) = 3,35 metrar

Á hverri mínútu snýst hjólið 5,6 snúninga og hver snúningur er 3,35 metrar. Bíllinn keyrir því:
5,6x3.35= 18,76 metra á mínútu.

Það eru víst 60 mínútur í einni klst á hverri klst keyrir bíllinn:
60x 18.76 = 1126 metra á klst.

1126 metrar eru sem kunnugt er 1,126 km

Semsagt u.þ.b: 1,1 km/klst.

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: hvað kemst bíllinn hægt?

Postfrá Startarinn » 29.sep 2014, 06:20

Hiluxinn hjá mér er á 38" með 4,56 hlutföllum og auka gírkassa

Hraðinn er 800 mtr/klst í hægagangi í 1-1-lága samkvæmt gps, hann fer svona u.þ.b. 3 bíl lengdir frá mér á meðan, ef ég hoppa út að míga ;)
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: hvað kemst bíllinn hægt?

Postfrá Sævar Örn » 29.sep 2014, 11:23

Hér er skemmtileg gírhlutfalla reiknivél, munið að breyta úr SAE, mílukerfi yfir í metrakerfið e. Metric

http://www.grimmjeeper.com/gears.html
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Stjáni Blái
Innlegg: 357
Skráður: 04.feb 2010, 08:36
Fullt nafn: Kristján Stefánsson

Re: hvað kemst bíllinn hægt?

Postfrá Stjáni Blái » 29.sep 2014, 11:38

Athygglisverð umræða.. Það væri skemmtilegt ef að menn myndu setja þetta upp eins og "olei" gerir hér að ofan.

Gefa upp hlutföll í drifum, gír og millikössum ásamt dekkjastærð og snúningshraða vélar í lausagangi, s.s. öllu því sem að taka þarf með inni reikninginn, með þessar breytur á borðinu fer þetta fyrst að verða áhugavert, gagnlegt og spennandi verð ég að segja.


Brjotur
Innlegg: 369
Skráður: 31.mar 2013, 15:39
Fullt nafn: Helgi j. Helgason
Bíltegund: Patrol

Re: hvað kemst bíllinn hægt?

Postfrá Brjotur » 29.sep 2014, 18:59

Ég kann ekki á svona breytur og system :) bíllinn hjá mer er með patrol gírkassa frá 4.2 vélinni , patrol millikassa og svo lógír smíðaðan á Ljónsstöðum og er svo með þetta svokallaða Ástralíuhlutfall i lógírnum og bíllinn fer svo hægt að gps er í vandræðum með að reikna hraðann setur oft upp spurningamerki :)


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: hvað kemst bíllinn hægt?

Postfrá olei » 29.sep 2014, 20:03

Brjotur wrote:Ég kann ekki á svona breytur og system :) bíllinn hjá mer er með patrol gírkassa frá 4.2 vélinni , patrol millikassa og svo lógír smíðaðan á Ljónsstöðum og er svo með þetta svokallaða Ástralíuhlutfall i lógírnum og bíllinn fer svo hægt að gps er í vandræðum með að reikna hraðann setur oft upp spurningamerki :)

Ég er með töflureikniskjal sem reiknar þetta út fljótt og vel

Hjá þér er þetta e.t.v svona?
1 gír : 1:4556 (uppgefið fyrir FSR50A)
lo gír: 1:4 (typical ástralíuhlutfall)
millikassi: 1:2 (original Patrol)
drif 1:5.42 (tel það líklegt)

Fyrir 46" dekk skilar þetta á 700 sn/mín = 0,78 km/klst

Sem er löturhægt!


villtur
Innlegg: 24
Skráður: 06.jún 2010, 23:16
Fullt nafn: Þorvaldur Sigurðsson

Re: hvað kemst bíllinn hægt?

Postfrá villtur » 29.sep 2014, 20:11

þegar svona útreikningar eru gerðir má ekki gleyma því að ekki kemur rétt útkoma ef þvermál dekksins er notað. Dekkið flest nefnilega út að neðan og því myndast það sem kalla mætti „virkur radíus“ sem er fjarlægðin frá miðju hjólnafi og til jarðar. Þann radíus þarf að nota til að finna virkt ummál hjóls. Og í framhaldi af þessu er þá ljóst að því minna loft sem er í hjólbörðunum verður virkur radíus minni og því fer bíllinn hægar.
Þetta er vel þekkt staðreynd og kemur m.a. að notum í kerfum (ITPMS) sem vara menn við ef loft lekur úr hjólbörðum en þá skynjar bíllinn mismunandi snúningshraða hjólanna, sem kemur til ef minna loft er í einu dekki, og lætur vita.


Brjotur
Innlegg: 369
Skráður: 31.mar 2013, 15:39
Fullt nafn: Helgi j. Helgason
Bíltegund: Patrol

Re: hvað kemst bíllinn hægt?

Postfrá Brjotur » 29.sep 2014, 20:40

Takk fyrir þetta Óli :) eg var nú svosem ekki búin að mæla þetta nema á þann hátt að eg var einu sinni 3 tima að lólóast rétt rúman kílómeter í heavy púðursnjó í 1 og 2 lóló :)


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: hvað kemst bíllinn hægt?

Postfrá olei » 29.sep 2014, 23:35

villtur wrote:þegar svona útreikningar eru gerðir má ekki gleyma því að ekki kemur rétt útkoma ef þvermál dekksins er notað. Dekkið flest nefnilega út að neðan og því myndast það sem kalla mætti „virkur radíus“ sem er fjarlægðin frá miðju hjólnafi og til jarðar. Þann radíus þarf að nota til að finna virkt ummál hjóls. Og í framhaldi af þessu er þá ljóst að því minna loft sem er í hjólbörðunum verður virkur radíus minni og því fer bíllinn hægar.
Þetta er vel þekkt staðreynd og kemur m.a. að notum í kerfum (ITPMS) sem vara menn við ef loft lekur úr hjólbörðum en þá skynjar bíllinn mismunandi snúningshraða hjólanna, sem kemur til ef minna loft er í einu dekki, og lætur vita.

Menn hafa deilt um þetta áratugum saman. Niðurstaðan er alltaf sú sama - það er ummálið sem ræður. Úrhleypt dekk keyrir alveg jafn langt og fullpumpað á sléttu undirlagi.


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: hvað kemst bíllinn hægt?

Postfrá olei » 29.sep 2014, 23:40

Brjotur wrote:Takk fyrir þetta Óli :) eg var nú svosem ekki búin að mæla þetta nema á þann hátt að eg var einu sinni 3 tima að lólóast rétt rúman kílómeter í heavy púðursnjó í 1 og 2 lóló :)

Munurinn felst líklega í því að dekkin hafa spólað talsvert í þessu ferðalagi.


villtur
Innlegg: 24
Skráður: 06.jún 2010, 23:16
Fullt nafn: Þorvaldur Sigurðsson

Re: hvað kemst bíllinn hægt?

Postfrá villtur » 30.sep 2014, 11:39

olei wrote:Menn hafa deilt um þetta áratugum saman. Niðurstaðan er alltaf sú sama - það er ummálið sem ræður. Úrhleypt dekk keyrir alveg jafn langt og fullpumpað á sléttu undirlagi.


Sé nú svo; hvernig er þá hægt að nota mismunandi snúningshraða dekkjanna til að skynja mismunandi loftþrýsting í þeim?
Og í öðru lagi; hvers vegna væri þá ekki í lagi að hafa mismunandi loftþrýsting í dekkjum á sama öxli?


Brjotur
Innlegg: 369
Skráður: 31.mar 2013, 15:39
Fullt nafn: Helgi j. Helgason
Bíltegund: Patrol

Re: hvað kemst bíllinn hægt?

Postfrá Brjotur » 30.sep 2014, 14:27

Nei olei þau snúast svo hægt að það spólar nánast ekkert þetta getur ekki spólað á svona lítill ferð þau bara snúast og fara áfram :)


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: hvað kemst bíllinn hægt?

Postfrá olei » 30.sep 2014, 18:37

villtur wrote:
olei wrote:Menn hafa deilt um þetta áratugum saman. Niðurstaðan er alltaf sú sama - það er ummálið sem ræður. Úrhleypt dekk keyrir alveg jafn langt og fullpumpað á sléttu undirlagi.


Sé nú svo; hvernig er þá hægt að nota mismunandi snúningshraða dekkjanna til að skynja mismunandi loftþrýsting í þeim?
Og í öðru lagi; hvers vegna væri þá ekki í lagi að hafa mismunandi loftþrýsting í dekkjum á sama öxli?

Það verður lítilsháttar breyting á ummáli dekksins við þrýstingsbreytingu. Nægileg fyrir hjólskynjarana í iTPMS til að nema hana. Í þessu samhengi hér skiptir þetta hverfandi máli.

Skoðum aðeins tilgátuna um "virkan radíus"
Tökum gamlan og góðan 38" radíal Mudder.
Gefum okkur að hann standist mál og sé 38" eða 96,5 cm á hæð sem þýðir þá að ummálið er 303cm.
Þannig að hann keyrir 303cm í einum hring.
radíusinn er ~ 48cm

Hleypum úr dekkinu þar til þessi radíus er kominn niður í 40cm. Lækkun um 8 cm.
Þá er "virkt þvermál" 80cm
"virkt ummál" er þá ~ 252cm
Samkvæmt kenningunni ætti þetta dekk að keyra 252cm í hverjum hring.

Munurinn þarna á milli er ~hálfur metri í hverjum hring.

En nú er það þannig að úrhleypt dekk mynda slétt og regluleg för, rétt eins og fullpumpuð. Þetta sést vel í snjóföl og raunar við flestar aðstæður. Þá er það spurningin - hvað varð um þennan hálfa meter úr bananum á dekkinu?
Styttist baninn um hálfan meter við úrhleypinguna?
Það er heldur ótrúlegt því að hann er vanalega mjög stífur og styrktur með stál og striga/nylon/polyester lögum.

En.... Þessi munur ætti að koma strax fram í mælingu á sléttu undirlagi.
Mér vitanlega hefur enginn fundið hann enn, en það er um að gera að fara út að mæla! :)
Upp með tommustokkinn!

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: hvað kemst bíllinn hægt?

Postfrá Stebbi » 30.sep 2014, 20:08

Þessi hálfi meter bætist væntanlega í snertiflöt dekksins við jörðina afþví að það er sénslaust að stytta ummál dekksins nema með stórvirkum vinnuvélum.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


villtur
Innlegg: 24
Skráður: 06.jún 2010, 23:16
Fullt nafn: Þorvaldur Sigurðsson

Re: hvað kemst bíllinn hægt?

Postfrá villtur » 30.sep 2014, 22:21

Jæja strákar! Ég nenni vitaskuld ekki að rífast við sannfærða menn. Mig langar samt til að biðja ykkur að prófa að aka með mismunandi þrýsting í dekkjunum í sama gír og með sama snúning á mótor og sjá hvort ekki munar talsverðu ef hraðinn er mældur með gps græju. Þetta má sem hæglegast gera í næsta snjóleiðangri; prófa með fullpumpað á leiðinni og úrhleypt þegar í snjó er komið. Svo reynir á hvort menn vilja viðurkenna niðurstöður tilraunarinnar.
Og hvað varðar slétt og regluleg för; hefur enginn séð hvar fellingin er á úrhleyptu dekki fyrir ofan snjóinn?

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: hvað kemst bíllinn hægt?

Postfrá ellisnorra » 30.sep 2014, 22:25

villtur wrote:Og hvað varðar slétt og regluleg för; hefur enginn séð hvar fellingin er á úrhleyptu dekki fyrir ofan snjóinn?


Hefur þú séð fellinguna í förunum?

Það er einfalt að mæla þetta með að keyra (hægt) og láta annan fylgjast með og keyra 3-5 dekkjahringi og miða við stöðu á ventli í felgu. Tvær tilraunir, annarsvegar á 2-3psi og hinsvegar á fullpumpuðu.
http://www.jeppafelgur.is/


Straumur
Innlegg: 109
Skráður: 02.feb 2010, 17:48
Fullt nafn: Kristján Logason

Re: hvað kemst bíllinn hægt?

Postfrá Straumur » 01.okt 2014, 08:07

ÉG hélt að mottóið væri að fara sem hraðast, ekki hægast......

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: hvað kemst bíllinn hægt?

Postfrá ellisnorra » 01.okt 2014, 08:24

Straumur wrote:ÉG hélt að mottóið væri að fara sem hraðast, ekki hægast......


Þá ert þú á vitlausu spjallborði vinur :)
http://www.jeppafelgur.is/


Smári Kristjáns
Innlegg: 21
Skráður: 22.mar 2012, 13:29
Fullt nafn: Smári Kristjánsson

Re: hvað kemst bíllinn hægt?

Postfrá Smári Kristjáns » 01.okt 2014, 08:34

Dodge Ramcharger 1987 38 tommu At 405,360 mótor,breytt 727 skifting,208 millikassi,4,56 hlutföll í 3 pundum og þungu færi stendur hann kyrr í hægangi síðan ræður bensingjöfin því á hvaða hraða ég vil vera ,get tommað hann áfram tommu fyrir tommu og margir hafa spurt hvað eru margir logírar í honum,já strákar góð 727 er það sem virkar.

User avatar

Bokabill
Innlegg: 51
Skráður: 31.mar 2011, 11:02
Fullt nafn: Jóhannes Jensson

Re: hvað kemst bíllinn hægt?

Postfrá Bokabill » 01.okt 2014, 08:42

Villtur hefur rétt fyrir sér, augljóst reiknisdæmi.
Menn hafa t.d. lent í að tjóna mismunadrif/læsingu eftir að hafa keyrt á ólíkum þrýstingi á sama öxli.

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: hvað kemst bíllinn hægt?

Postfrá svarti sambo » 01.okt 2014, 11:49

Þið verðið að fyrirgefa, en ég er ekki alveg að skilja tilganginn með þessari vegalengd, vegna breytilegu stærðanna. T.d. slit á dekkjum, hversu vel dekk standa mál o.s.fr. Finnst persónulega, að menn ættu frekar að velta fyrir sér snúningshraða á felgu, miðað við t.d. 1000 sn á vél. Hvort sem að menn mæla það eða reikna, miðað við ákveðna dekkjastærð. Þá væru það uppl. sem væri hægt að setja t.d. í töflu og hafa t.d. á tækniþræðinum. Þá gætu menn, jafn vel séð hvaða snúningshraði á felgu sé algengastur, miðað við ákveðna dekkjastærð, og þá væri auðveldara að velja rétt hlutföll eða rétta samsetningu hlutfalla, óháð því hvaða búnað menn væru að nota. Þessa töflu væri hægt að hafa með lóló og án lóló.
Fer það á þrjóskunni

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: hvað kemst bíllinn hægt?

Postfrá Stebbi » 01.okt 2014, 12:43

Svo er lika hægt að gera eins og allir aðrir í heiminum og tala bara um "crawl ratio" eða skriðhlutfall sem er samanlögð niðurgírun út í hjól. Skyldi það kanski vera gáfulegra en að vera með sér íslenska lausn?
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: hvað kemst bíllinn hægt?

Postfrá Kiddi » 01.okt 2014, 14:04

Það er nú ekki alveg sami samanburður því með mismunandi dekkjastærð fara bílarnir mis hratt þó hlutfallið sé það sama

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: hvað kemst bíllinn hægt?

Postfrá Kiddi » 01.okt 2014, 14:05

Straumur wrote:ÉG hélt að mottóið væri að fara sem hraðast, ekki hægast......


Kristján við leggjum bara seinna af stað og leyfum hinum að hjakka í lóló ;-)


Brjotur
Innlegg: 369
Skráður: 31.mar 2013, 15:39
Fullt nafn: Helgi j. Helgason
Bíltegund: Patrol

Re: hvað kemst bíllinn hægt?

Postfrá Brjotur » 01.okt 2014, 14:37

Já ég er nú sammála nokkrum hérna um þessa niðurgírun , hverju skiftir svosem allar þessar tölur ? ground levelið fyrir mér er hvaða vegaleng er að baki pr hour eða minutes :) Og varðandi ummæli Straums jaa ef þú kemst allt a ferðinni þá hefur þú ekki ferðast i extreme aðstæðum eða glímt við brekkur í alvöru halla og snjó :)

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: hvað kemst bíllinn hægt?

Postfrá svarti sambo » 01.okt 2014, 15:02

Það er nú ekki alveg sami samanburður því með mismunandi dekkjastærð fara bílarnir mis hratt þó hlutfallið sé það sama


Það segir sig nú alveg sjálft. þess vegna þarftu lægri hlutföll, eftir því sem dekkin stækka og þar af leiðandi minni snúninghraða á dekkin.

Finnst snúningshraðinn á dekkinu vera nákvæmari útgangspunktur, heldur en vegalengdin.
Allavega spái ég frekar í snúningshraðanum á dekkinu, miðað við ákveðna dekkjastærð, en ekki hversu marga metra ég kemst per snúning. Finnst það ekki vera aðalatriðið. Nema að maður sé að spá í eyðslu per km. En ekki drifgetu. Þó svo að maður reyni að láta þetta spila saman.
Fer það á þrjóskunni


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: hvað kemst bíllinn hægt?

Postfrá olei » 02.okt 2014, 00:28

villtur wrote:Jæja strákar! Ég nenni vitaskuld ekki að rífast við sannfærða menn. Mig langar samt til að biðja ykkur að prófa að aka með mismunandi þrýsting í dekkjunum í sama gír og með sama snúning á mótor og sjá hvort ekki munar talsverðu ef hraðinn er mældur með gps græju. Þetta má sem hæglegast gera í næsta snjóleiðangri; prófa með fullpumpað á leiðinni og úrhleypt þegar í snjó er komið. Svo reynir á hvort menn vilja viðurkenna niðurstöður tilraunarinnar.
Og hvað varðar slétt og regluleg för; hefur enginn séð hvar fellingin er á úrhleyptu dekki fyrir ofan snjóinn?

Ég vitna hér í umræðu sem ég tók þátt í um þetta málefni árið 2003. Þar einmitt skoraði ég á menn að mæla þetta rétt eins og ég geri hér ofar.
Umræðan er hér:
http://www.f4x4.is/spjallbord/umraeda/radgata/

Að endingu var það þetta innlegg sem virtist klára þessa bráðskemmtilegu umræðu.
Baldur Gíslason 22 mars, 2003 at 20:30

Ég er hér með gamalt eintak af 4wheeler, og héldu þeir því einusinni fram að dekkin breyttu drifhlutföllunum, en þeir fengu flóð af bréfum sem sögðu þeim hversu rangt þeir höfðu fyrir sér þar, þannig að þeir gerðu tilraun á þessu.
Dekkin voru 35×12.50R15 og þegar þeir keyrðu 10 dekkjahringi með 3psi í dekkjunum þá var ferðin 25,91 metrar.
Með 35psi í dekkjunum var ferðin á 10 hringjum 26.49 metrar.
Þarna er smávegis munur á en tapið í drifrásinni verður svo miklu miklu meira en svo að það muni um þessa litlu "hlutfallabreytingu"

Þarna kemur e.t.v fram munurinn sem iTPMS kerfið finnur og er sannarlega fyrir hendi. Örfá prósent. Þarna kemur hinsvegar ekki fram sú breyting sem "virkur radíus" ætti að skila.


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: hvað kemst bíllinn hægt?

Postfrá olei » 02.okt 2014, 00:38

Smári Kristjáns wrote:Dodge Ramcharger 1987 38 tommu At 405,360 mótor,breytt 727 skifting,208 millikassi,4,56 hlutföll í 3 pundum og þungu færi stendur hann kyrr í hægangi síðan ræður bensingjöfin því á hvaða hraða ég vil vera ,get tommað hann áfram tommu fyrir tommu og margir hafa spurt hvað eru margir logírar í honum,já strákar góð 727 er það sem virkar.

Gaman að þessu.
Í raun má alveg líta á converter í sjálfskiptingu sem low gír. Algengt toghlutfall við stall speed er 2:1. Sem þýðir að sjálfskiptingin fær inn í inntaksöxulinn tvöfalt tog vélarinnar og einmitt við þær aðstæður þegar hraðamunurinn er mestur (bílinn nánast kyrr). Þessvegna þarf ekki eins mikla driflækkun/niðurgírun í sjálfskipta bíla til að þeir dröslist um í þungu færi.


StebbiHö
Innlegg: 157
Skráður: 01.feb 2010, 01:11
Fullt nafn: Stefán Höskuldsson
Staðsetning: Akureyri

Re: hvað kemst bíllinn hægt?

Postfrá StebbiHö » 02.okt 2014, 01:40

Jahá, þetta er skemtileg umræða. Þegar ég fór í að lækka þetta í mínum bíl var mér ráðlagt gegn því sem ég vildi fara, að setja auka gírkassa í bílinn, en gerði það samt, ekki alltaf viljað vera eins og aðrir. En ég reiknaði þetta út samkvæmt olei hér þá er þetta eitthvað svona hjá mér.

1 gír í fremri kassa. 1:6,55
1 gír í aftari kassa. 1:7,08
millikassi 1:2,00
hlutföll 1:5,13
samtals 1:475

46" dekk gef mér 5,74m í hringinn og með 900 sn/min (er með lítt tjúnnaða 406 SBC og ekki góð til hægagangs) þá reiknast mér til að hann fari 654m á klukkustund, sem er sennilega frekar róleg yfirferð!

En alltaf gaman að svona pælingum og ég lærði það á mínu brölti að það sýnist sitt hverjum í þessu efni, hehe.

Mbk, Stefán

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: hvað kemst bíllinn hægt?

Postfrá Stebbi » 02.okt 2014, 16:23

Kiddi wrote:Það er nú ekki alveg sami samanburður því með mismunandi dekkjastærð fara bílarnir mis hratt þó hlutfallið sé það sama


Bíllinn minn er á 5km/h hlutfalli og með 400m/h milligír. Ég sé það núna að þetta er miklu betra en að tala um drifhlutföll. :)

Hvernig verslar maður eiginlega nýtt hlutfall að framan með svona í farateskinu.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 37 gestir