Síða 1 af 1

Könnun um viðhorf til Almannavarna ofl. stofnana

Posted: 27.sep 2014, 14:13
frá gislisveri
Sælir félagar.

Ég bið ykkur um að ráðstafa 2 mínútum af dýrmætum tíma ykkar til að svara þessari könnun fyrir mig. Þetta er hluti af skólaverkefni og ég get síðan birt niðurstöðurnar ef áhugi er fyrir hendi.

Könnunina má opna hér.

Með fyrirfram þökk,

Gísli.

Re: Könnun um viðhorf til Almannavarna ofl. stofnana

Posted: 27.sep 2014, 15:38
frá jongud
Gísli, setur þú þetta líka inn á vefinn hjá 4X4 ?

Re: Könnun um viðhorf til Almannavarna ofl. stofnana

Posted: 27.sep 2014, 16:17
frá olei
Smá ábending af aftasta bekk, gluggaröð.

Mér dettur í hug að þessi könnun sé sprottin af umræðum hér og víðar um víðfeðmar lokanir Almannavarna kringum Bárðarbungu.
Hægt er að vera ósammála þeirri lokun og hvernig að henni er staðið en um leið hafa: mjög jákvætt viðhorf og traust til Almannavarna og telja fyrirbærið mikilvægt.
Óánægja með umræddar lokanir þarf því ekki að koma fram í niðurstöðum könnunarinnar.

En nú er ekkert víst að það hafi verið hugmyndin að mæla þá óánægju þó að hún hafi e.t.v verið kveikjan að könnuninni.

Re: Könnun um viðhorf til Almannavarna ofl. stofnana

Posted: 27.sep 2014, 16:25
frá gislisveri
Góð ábending, en hugmyndin er einmitt að mæla almennt viðhorf til stofnunarinnar, ekki sérstaklega í sambandi við tíðrætt gos, en það mun eflaust lita viðhorfin hjá mörgum.
Annars er þessi könnun æfing í aðferðafræði og námsefnið hefur ekkert með þessar stofnanir að gera. Mér fannst þetta bara upplagt tækifæri til að mæla þessi viðhorf, því eins og við vitum eru ansi margir sem ekki tjá sig um málefnin þó þeir fylgist grannt með umræðum.
Svo væri áhugavert að endurtaka hana einhvern tímann eftir að gos er liðið hjá og lokanir sömuleiðis.

Jón Guð, mér finnst lítið á því að græða að setja þetta inn á f4x4.is þar sem viðbrögðin eru strax afar góð, ég verð kominn með fínt úrtak í kvöld ef fram fer sem horfir. Auk þess er rjóminn af klúbbmönnum virkur hérna á JS (þmt. ég og þú).

Þakka öllum þeim sem hafa svarað, sem og þeim sem ætla að gera það.

Bestu kveðjur,
Gísli.

Re: Könnun um viðhorf til Almannavarna ofl. stofnana

Posted: 27.sep 2014, 18:57
frá Ofsi
Jón var örugglega bara með sprella, þegar hann myntist á f4x4,is :-)

Re: Könnun um viðhorf til Almannavarna ofl. stofnana

Posted: 27.sep 2014, 21:31
frá jongud
Ofsi wrote:Jón var örugglega bara með sprella, þegar hann myntist á f4x4,is :-)


Nei, ég var að spá í hvort hann þyrfti stærra úrtak.

Re: Könnun um viðhorf til Almannavarna ofl. stofnana

Posted: 27.sep 2014, 22:15
frá Lada
Sæll Gísli.

Ég lagði mitt af mörkum og svaraði þessari könnnun fyrir þig, en það var þó eitt sem angraði mig. Ég fæ stundum sendar kannanir frá Capacent og við allar þeirra spurningar er einn svarmöguleikinn ,,Vil ekki svara". Þetta er kannski ekki stórt atriði eða merkileg athugasemd en mér fannst þetta vanta í þína könnun.
Annars er þetta sniðugt framtak og verður gaman að sjá hvað kemur út úr þessu hjá þér.

Kv.
Ásgeir

Re: Könnun um viðhorf til Almannavarna ofl. stofnana

Posted: 27.sep 2014, 22:58
frá Rodeo
Ágætlega sett upp og skýr könnun. Væri samt til bóta að klára setningarnar frekar en að vera með stök orð því væntanlega áttu við hversu heiðarleg fynnst þér hver stofnun vera þegar bara orðið heiðarleiki er sett fram.

Re: Könnun um viðhorf til Almannavarna ofl. stofnana

Posted: 28.sep 2014, 16:36
frá gislisveri
Sælir félagar,

Ég þakka kærlega fyrir svörin og margar góðar ábendingar.
Ég er búinn að loka könnuninni, komin með næstum 100 svör sem er meira en ég vonaðist eftir.

Verður áhugavert að endurtaka þetta seinna.
Birti ykkur niðurstöður þegar ég er búinn að vinna úr þessu.

Bestu kveðjur,
Gísli.