Rafgeymar. Bestir/Verstir ?

User avatar

Höfundur þráðar
svavaroe
Innlegg: 88
Skráður: 07.feb 2010, 18:02
Fullt nafn: Svavar Örn
Bíltegund: MMC Pajero '08 35"

Rafgeymar. Bestir/Verstir ?

Postfrá svavaroe » 06.des 2010, 21:08

Jæja hver getur miðlað reynslu og visku varðandi bestu og verstu rafgeymana ?

Hef nokkrum sinnum heyrt að Tudor sé svaka gott og voða flott. Einhvað til í því ?


Mér sýnist að ég þurfi að endurnýja hjá mér enn eina ferðina, semsagt í annað skipti á hva
2-3árum. Er á MMC Pajero '99 2.8 TDI. Hann á að vera með 90 eða 95Ah enn hef verið með 100Ah
í honum í seinna skiptip. Einnig er ég með stærri Alternator. Bíllinn gengur eins og klukka og hefur ávallt
gert, nema þetta helvítis rafmagnsvesen þegar það poppar upp yfirleitt um veturinn.
Bæði skiptin eru þetta Banner frá N1 geymar.

Það er hugsanlegt að helvítis bassaboxxið sé með útleiðslu þannig að ég tók
það úr sambandi fyrir hva, 2-3vikum og allt í orden eftir það.
Nema að á Laugardagsmorgni,(en rauk í gang 2x með 10tíma millibili á föstudeigi í vinnu)
vildi félaginn ALLS ekki fara í gang. Kurraði bara eins og lítill smáhvolpur og ekki sjéns að fíra honum í gang.
Í morgunn ákvað ég að prufa aftur og það tikkaði bara í húddinu (væntanlega i relay's) og enn enginn sjéns að kveikja.

Eins og áður sagt, getur vel verið að einhver útleiðsla hafi verið hjá mér, eða að Banner
sé bara djöfuls drasl. Ef ég neyðist til að kaupa þriðja geyminn á 3árum eða svo þá vill ég að hann standi sig eins og
rafgeymir og þoli þetta blessaða frost sem kemur hér stökum sinnum.

Bestu jeppageymarnir ?
Hverjir þola kaldræsingu best ?
Og þurfa að höndla aukadót vel.


Þigg alla hjálp og leiðbeiningar. :)

Góðar stundir.


p.s. Nú er ég enginn rafmagnskall í bílum og hef ekki hundsvit á því.
Á einhver teikningar á því að vera með 2geyma. Þar að segja,annar yrði notaður fyrir aukabúnað og þessháttar ?

Takk kærlega

Svavar


----------------------------------------------------------------------
Mitsubishi Pajero '08 35"
----------------------------------------------------------------------


arntor
Innlegg: 176
Skráður: 05.okt 2010, 21:26
Fullt nafn: Arntor Sverrir Sigurdarson

Re: Rafgeymar. Bestir/Verstir ?

Postfrá arntor » 06.des 2010, 22:37

ég skal sko segja tér tad ad ég veit um 2 adra sem keyptu banner rafgeyma hjá n1, thessa raudu, og teir eru bara helvítis drasl, hjá odrum var bara allt búid eftir rúma 4 mánudi, og hjá hinum entist tetta eitthvad adeins lengur, lýsir sér tannig ad teir halda engri hledslu. er med svona geymi sjálfur líka, keypti nýjan í vor, 3 eda 4 mánudum seinna vard bíllinn rafmagnslaus á bílaplani fyrir utan búd, hafdi ekki í gang eftir hálftíma stopp. félagi minn fór upp í n1 og kvartadi, teir maeldu geyminn og sogdu hann hafa umpólast og tad vaeri eigandanum ad kenna, tannig ad teir baeru enga ábyrgd, sýnir enn og aftur hvad tetta er skemmtilegt fyrirtaeki

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Rafgeymar. Bestir/Verstir ?

Postfrá ellisnorra » 07.des 2010, 07:11

Ég er með 2 ára gamlan banner og hann er ekki að gera góða hluti.
http://www.jeppafelgur.is/


JHG
Innlegg: 158
Skráður: 01.feb 2010, 13:10
Fullt nafn: Jón H. Guðjónsson
Staðsetning: Kópavogur

Re: Rafgeymar. Bestir/Verstir ?

Postfrá JHG » 07.des 2010, 14:10

Ég skal ekki segja hvað er best en ég hef keypt geyma hjá Rafgeymasölunni í Hafnarfirði og fengið geyma sem endast á góðu verði.

En mér finnst það skrítið ef þeir halda ekki hleðslu, myndi giska á útleiðslu eða of lítinn alternator. Gæti líka verið að daglegar ferðir séu svo stuttar að geymirinn nái ekki að jafna sig eftir startið.
_________________________________
Jón H. Guðjónsson

1981 Chevrolet Blazer K5 Silverado
1986 Pontiac Firebird Transam
2000 VW Passat 1,6
2006 Trek 5200 (racer)
2007 Jeep Grand Cherokee Laredo
2012 Cube LTD Race (fjallahjól)

User avatar

DABBI SIG
Innlegg: 306
Skráður: 01.feb 2010, 00:02
Fullt nafn: Davíð Þór Sigurðsson
Staðsetning: Garðabær
Hafa samband:

Re: Rafgeymar. Bestir/Verstir ?

Postfrá DABBI SIG » 07.des 2010, 16:28

Flestir af þessum geymum eru nú nokkur veginn allt sama dótið, þ.e. ef verið er að bera saman svipaða geyma, þ.e. blautgeyma eða þurrgeyma og bera saman jafn stóra geyma.
Það sem getur skipt máli í þessu er eins og bent var á hér á undan að of stuttar ferðir og mikil rafmagnsnotkun getur auðveldlega klárað góða geyma jafnvel þó að þeir séu gott merki og allt það. Einnig þarf líka að athuga að í miklu frosti eins og er búið að vera undanfarið getur skipt máli að rétt sé farið með geymana, t.d. að passa uppá að þeir hlaðist aftur upp eftir kaldstart vegna þess að það getur tekið vel í geyminn að starta ísköldum jeppa og um leið og svissað er á eða farið inní bílinn fara ljós, útvarp, inniljós, miðstöð og margt fleira kannski strax í gang og taka af geymnum.

En ég get tekið undir það að menn ættu ekki að versla sér geyma hjá t.d. olíufélögunum eða stærstu búllunum, þar getur maður lent í að kaupa geyma sem hafa kannski staðið heillengi án hleðslu og/eða gamla geyma.

Mæli eindregið með að menn sem vilja endingargóða geyma skoði að versla þá hjá þeim aðilum sem sérhæfa sig í sölu á rafgeymum og öðru tengdu, þá er nánast öruggt að menn séu að fá nýja geyma og fullhlaðna. T.d. hjá rafgeymasölunni í hafnarfirði, Skorra og öðru svipuðu!
-Defender 110 44"-


steinarxe
Innlegg: 195
Skráður: 09.mar 2010, 21:16
Fullt nafn: Steinar Amble Gíslason

Re: Rafgeymar. Bestir/Verstir ?

Postfrá steinarxe » 07.des 2010, 19:19

Mæli hiklaust með Skorra, Fór og fékk tvo 75 ah Tudor geyma hjá þeim,reyndar bara ár síðan eða svo. Mjög góð þjónusta,þetta kostaði svipa'ð og banner og varta í n1 en þeir settu geymana í ,mældu hleðslu frá altenator og skiptu um pólana í bílnum ókeypis.

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Rafgeymar. Bestir/Verstir ?

Postfrá Startarinn » 07.des 2010, 19:36

Því miður virðast Optima rafgeymarnir ekki vera fáanlegir lengur, ég er með rúmlega 10 ára gamlan rauðan Optima geymi í jeppanum mínum og hann svínvirkar ennþá. Ég fjarlægði nýlegan geymi til að setja þennan í, þá var hann búinn að vera í Nissan laurel í 6 ár.

Þegar geymirinn var orðinn 1 1/2 árs fraus á honum (ég fór á sjó í viku og gleymdi inniljósi á) Ég fékk start til að koma bílnum í gang, ég var staddur á Dalvík. Eftir 10km svissaði ég af bílnum á 90km/h og geymirinn var svo dauður að spólan á olíuverkinu lyftist ekki aftur og ég varð aftur að fá start.
Ég keyrði á Skagaströnd þar sem bílinn var settur inn í skemmu yfir nótt og stungið í hleðslu daginn eftir, bíllinn datt í gang eftir hleðsluna og ég hef aldrei fundið neitt af geyminum síðan, nema það að jeppinn er búinn að standa ínní skúr í 3 mánuði óhreyfður og það hefur greinilega tæmt geyminn því hann fór ekki í gang núna í vikunni, sennilega hefur útvarpið blætt af honum á þessum tíma, ég gaf honum start og lét hann ganga í 1,5 tíma og allt í lagi síðan.
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

sveinnelmar
Innlegg: 66
Skráður: 05.des 2010, 16:05
Fullt nafn: Sveinn Elmar Magnússon
Hafa samband:

Re: Rafgeymar. Bestir/Verstir ?

Postfrá sveinnelmar » 07.des 2010, 19:37

Það er nú þannig með þessa blessuðu Blýgeyma að ef þeir tæmast alveg þá eru þeir oftar en ekki ónýir. Þá ná þeir aldrei sömu rýmd.
Suzuki Jimny 1999 31”

User avatar

Höfundur þráðar
svavaroe
Innlegg: 88
Skráður: 07.feb 2010, 18:02
Fullt nafn: Svavar Örn
Bíltegund: MMC Pajero '08 35"

Re: Rafgeymar. Bestir/Verstir ?

Postfrá svavaroe » 08.des 2010, 10:18

Takk fyrir svörin strákar.
Er enn að rannsaka vandamálið.

Á enginn teikningar af tveggja geyma setup ?

Takk aftur.

kv,

Svavar Ö
----------------------------------------------------------------------
Mitsubishi Pajero '08 35"
----------------------------------------------------------------------

User avatar

Höfundur þráðar
svavaroe
Innlegg: 88
Skráður: 07.feb 2010, 18:02
Fullt nafn: Svavar Örn
Bíltegund: MMC Pajero '08 35"

Re: Rafgeymar. Bestir/Verstir ?

Postfrá svavaroe » 13.des 2010, 15:00

Jæja.
Kom status á málið.

Rafgeymirinn var einhvernveginn að stela rafmagni sjálfur.
Settur nýr Alternator og enn sama vesenið. Settur nýr geymir frá Rafgeymasölunni, og voila !
Hleður rétt, og mælist allt rétt.

Þannig að þetta vandamál skrifast allt saman á Banner Rafgeyma frá N1. Þetta er í 2x sinn sem ég er með Banner
sem dugar ekki rassgat. Þess má geta að ég keypti hann í Febrúar á þessu ári.. Geðveik ending !
----------------------------------------------------------------------
Mitsubishi Pajero '08 35"
----------------------------------------------------------------------


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Rafgeymar. Bestir/Verstir ?

Postfrá Izan » 13.des 2010, 23:23

Sælir

Munurinn á geymunum felst að stóru leyti í því hvernig þeir eru fluttir til Íslands og hvernig þeir eru lageraðir hjá birgjum og heildsölum.

Rafgeymasalan allavega og ég trúi því að Skorri og þeir sem sérhæfa sig í rafgeymum flytja inn sýrulausa geyma. Þeir eru bara plastkassar með einhverjum blikkplötum, algerlega hlutlaust og getur í raun ekkert skemmst. Á Íslandi eru þeir svo fylltir með sýru og hlaðnir upp. Ef þarf að lagera þá eru þeir settir í bekk og tengdir við aflgjafa sem skammtar þeim örlitla hleðslu, ekki of mikla til að sjóði á þeim og ekki of litla til að hafa undan sjálfafhleðslu (sem er helkaldur veruleiki í rafgeymum, bara mislangur tími).

Ef þú kaupir rafgeymi sem liggur á gólfi verslunar sem selur vasaljós, föt, varahluti og jafnvel garðáhöld geturðu verið nokkuð viss um að engin þar hefur gefið sér tíma til að nostra við geyminn. Hann er fluttur inn með sýru hálfhlaðinn og þannig byrjar eyðileggingarferlið strax. Þú veist ekkert hvað hann fær að liggja lengi á gólfinu, lagernum, í skipinu og hjá birginum í Svíþjóð áður en þú færð hann og getur hlaðið upp.

Kaupa geymi hjá sérhæfðum geymasala og herrafötin í herrafatabúð!

Kv Jón Garðar


Fordinn
Innlegg: 377
Skráður: 03.feb 2010, 21:47
Fullt nafn: Mikkjal Agnar Þórsson

Re: Rafgeymar. Bestir/Verstir ?

Postfrá Fordinn » 13.des 2010, 23:42

Ég keypti 2 geyma i fordinn hjá mér fyrir 3 árum hjá rafgeyma sölunni þetta er 7,3 disel sem hefur stundum þurft rafmagnið til að starta. þeir eru ennþá eins og nyjir. ég líka hugsa um þá, ég hef skellt hleðslutæki á þá svona til öryggis þegar ég hef ´þurft að taka mikið út af þeim og passa að keyra bilinn lika reglulega, ekki bara rett i og ur vinnu. Bara það að keyra med rúðuhitara og sætishitara alla daga stuttar vegalengdir getur étið upp geyma, tala nú ekki um þegar menn eru komnir med bassabox og magnara og jafnvel aukaljos bíllinn nær ekki að hlaða geyminn upp dag eftir dag og á endanum þá er hann búinn. auðvitað eru geymar misjafnir enn ég veit um banner geyma sem hafa enst eigendum sínum vel i mörg ár án vandræða. Svo virðist mer æði algengt að útleiðsla geti verið hluti af vandamálinu.

User avatar

Höfundur þráðar
svavaroe
Innlegg: 88
Skráður: 07.feb 2010, 18:02
Fullt nafn: Svavar Örn
Bíltegund: MMC Pajero '08 35"

Re: Rafgeymar. Bestir/Verstir ?

Postfrá svavaroe » 14.des 2010, 08:40

Kaupa geymi hjá sérhæfðum geymasala og herrafötin í herrafatabúð!


Heyr Heyr !!!
----------------------------------------------------------------------
Mitsubishi Pajero '08 35"
----------------------------------------------------------------------


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 51 gestur