Síða 1 af 2

Fyrsti jeppinn, ráð og ábendingar þarfnast

Posted: 06.des 2010, 20:27
frá Kristján Mar
sælir

ég heiti kristján og er með bíladellu....

ég er buinn að vera að skoða og skoða og skoða aðeins meira jeppa sem mig langar að fá mér i vetur, helst i vetur.

mig vantar bara reynslusögur og ráð og ábendingar um allt og ekkert i sambandi við að eiga jeppa, 38 - 44.

t.d.

ef maður væri i 38 þá er ég buinn að skoða disel, beinskiptan, langar að hafa hann beinskiptan, veit ekki hvort það er betra eða ekki en má alveg koma með rök fyrir því hvort það er.

veit það er væntanlega ódýrara að eiga við 38 bila, minna um slit og annað an samt eitthvað sem maður þarf að hugsa um eitthvað meira an avensis sem maður er á núna.

svo er það 44, ef maður færi nú beint i það þá er nú heldur meiri ábyrgð og vesen sem fylgir því og þá helst verð á dekkjum ef eg fer með rétt mál.

þeir væntanlega drifa meira en það á nátturulega spurning um hver er að keyra.

og á 44 á er pottþett enn meira um slit og leiðindi en á 38 og ekki gleyma að maður er kominn á soldið breiðann bill að maður er ekkert að fara niður laugaveginn.

en ég semsagt þarf smá hjálp og ráð og ekki sist um hvað á að velja lc, patrol, hilux, 4runner, terrano sem eg er buinn að sjá, svo eitthvað se nefnd.

vélar, 2,8 3,0 4,3 ..... og fleiri og fleiri, ekki turbina og með turbinu
læsingar framan og aftan, lo gir og hvort það þurfi endilega.

en svona að lokum þá er rett að segja kannski hvað maður er að leita að, þá væri það jeppi disel, bsk 38-44 i kringum 2 mills eitthvað til og frá.

vona þetta lyst vanda minum eitthvað og vons að ég get verið fróðari eftir þennann póst.

og líka eitt, tryggingar á 38 eða 44 bilum, hljóta að vera hærri en á avensis :D

fyrirfram takk

Kristján

Re: Fyrsti jeppinn, ráð og ábendingar þarfnast

Posted: 06.des 2010, 20:54
frá Brjótur
Sæll Kristján

þetta mál hefur nú verið rætt fram og til baka í gegnum árin, og enn hefur ekki fengist niðurstaða sem allir eru sammála um
Dekkjastærð fer eftir því hvað þú ætlar að vera aktívur í því að ferðast, en ekki reyna að segja að drifgeta sé svipuð á 44 eða 38, það er argasta bull og þeir sem segja það eru bara að friða sjálfa sig og róa sig niður frá því að stíga skrefið til fulls :) Beinskiftur- sjálfskiftur, sjálfbíttarinn er skemmtilegri í flestum aðstæðum og brekkum sérstaklega, það er þó jafnara átak með beinskiftum kassa ef mótorinn hefur tork, en annars er einn kostur við beinskiftinguna og það er ef þú lendir í startaraveseni þá er hægt að draga í gang :) Turbó dísel ekki spurning jafnari eyðsla og yfirleitt minni og gangvissari í slæmum veðrum, myndi nú ekki segja að lóló sé nauðsynlegt svona í byrjun, en læsingar eru bara gott mál
og ekkert mál að keyra Laugaveginn á 46 tommu Ford Excursion :) og tryggingar já eru dýrari eftir því sem bíllinn er þyngri
jeppi eða fólksbíll. jæja vona að þetta hjálpi þér eitthvað.

kveðja Helgi

Re: Fyrsti jeppinn, ráð og ábendingar þarfnast

Posted: 06.des 2010, 21:07
frá arni_86
Sæll

Èg myndi fà mèr 38 tommu bil fyrst. Sèrstaklega ef thetta à ad vera daily driver og notast i rvk.

Svo læriru lika fljòtar à bilinn og ad keyra ì snjò ef thu tharft ad hafa soldid fyrir hlutunum :)

Myndi skoda 90 crùser (sprækur disel motor, thokkalegur ad keyra innanbæjar, gòd thyngdardreifing ) og helst à hàsingu en their eru mjog sjaldsèdir

Fer lika soldid eftir thvi med hverjum thu ætlar ad ferdast . Ef thu ert i hòpi med 6 og 8 cyl bensìnbilum er ekki spennandi
ad vera à hilux t.d. En gòd fjødrun er mun mikilvægari en hestøfl ad minu mati.

En gangi ther vel ad finna bìl

Kvedja
Àrni

Re: Fyrsti jeppinn, ráð og ábendingar þarfnast

Posted: 07.des 2010, 08:09
frá joisnaer
38" bíll til að byrja með, Land Cruiser eða patrol.
mæli samt frekar með land cruiser 80 frekar en 90 cruser útaf stærri motor og hásingu að framan.
svo er nátturulega fjöðrun og hásingar í patrol snilld.

land cruiserinn og patrolin hafa þá kosti að vera læstir að aftan (virkar samt ekki alltaf nema að það sé búið að nota það eitthvað af viti)

svo er nátturulega land rover (defender eða discovery) á 38" alltaf góður kostur, verð að segja það því að ég á þannig :P

Re: Fyrsti jeppinn, ráð og ábendingar þarfnast

Posted: 07.des 2010, 08:54
frá oddur
38" bíll er alveg nóg til að byrja með. Sérstaklega ef þú ætlar að nota jeppann líka innanbæjar.
Ég er sammála Árna með val á bíl. Mundi velja Cruiser 90, Hilux eða jafnvel 4runner

Drifgetan: Cruiser 80 og Patrolinn þurfa helst að vera á 44" til að komast jafnmikið og Hilux, 4runner eða 90 Cruiser á 38".
Bsk vs sjálfskipt: Persónulega er ég hrifnari ef beinskiptari bíl. Beinskiptir bílar eru léttari, skemmtilegri og sprækari ef aflið er ekki nóg. Sjálfskipt er þæginlegra að mörgu leyti.
Aukahlutir: Mundi finna bíl með sem mestum aukahlutur, aukatank, læsingar, hlutföll, talstöð og fl.. Þessi hlutir kosta merkilega mikið nýjir.
Eldsneyti: Dísel er alltaf hagstæðara , Turbo er eiginlega must .

Gangi þér vel !

kv. Oddur

Re: Fyrsti jeppinn, ráð og ábendingar þarfnast

Posted: 07.des 2010, 09:58
frá Kristján Mar
sælir.

frábær svör sem eru að koma og þetta er eiginlega að styrkja humynd mina um 38 tommu bilinn, hann er alveg nóg og hann er líka notðau i daglegum aksti i rvk.

svo er það allt þetta aukadót, held það komi bara með tímanum því maður er ekkert að fara á vatnajökull einn eða 2, mundi reyna fara i skipulagðar ferðir og svona og svo eitthvað að skreppa með bróðir minum sem er á jeppa líka :D

en takk allir fyrir ráðin og ábendingarnar og endilega koma með fleiri ef eitthvað er.

Re: Fyrsti jeppinn, ráð og ábendingar þarfnast

Posted: 07.des 2010, 14:16
frá JHG
Ég held að Hilux geti líka komið sterkur inn, áreiðanlegir og hljóta að vera ódýrari en krúserinn. Svo má ekki gleyma súkkunum, þarft ekki eins stór dekk til að komast áfram og eyða litlu :)

Re: Fyrsti jeppinn, ráð og ábendingar þarfnast

Posted: 07.des 2010, 14:17
frá JHG
Já og ef þú vilt fara í bensín þá myndi ég hiklaust mæla með Grand Cherokee, léttir og áreiðanlegir (4.0 lítra vélin er nánast eilífðarvél).

Re: Fyrsti jeppinn, ráð og ábendingar þarfnast

Posted: 07.des 2010, 15:30
frá Kristján Mar
já ég skoðaði nokkra cherokee en held að miðið sé sett á disel turbo 38.

ég er mikið að spá i lc 90, tropper eða musso, allir rosalega svipaðir i þyngt, kraft og eitthvað.

endilega koma með sogur ef þessum bilum.

Re: Fyrsti jeppinn, ráð og ábendingar þarfnast

Posted: 07.des 2010, 17:41
frá joisnaer
mín reynsla af musso er ekki góð. minn var árg 2000 og reyndar með 2.3 bensín. en samt sem áður brotnaði 2 sinnum afturdrif og einu sinni framdrif, þótt að hann væri bara 33" breyttur.
svo var alltaf endalust rafmagnsvesen.
en svo reyndar las ég einhverstaðar að einhver önnur bílasala en bílabúð benna hafi flutt inn nokkra sem voru einhver gallaeintök svo það gæti vel verið að ég hafi lent á einu þannig.

en það er allavega mín reynsla af musso

Re: Fyrsti jeppinn, ráð og ábendingar þarfnast

Posted: 07.des 2010, 17:56
frá Kristján Mar
já hef reyndar heyrt að þetta væru vandræðajeppar en þegar hann er kannski kominn má hásingar og 38 og öllu svona breytt i honum þá kannski hefði hann skánað eitthvað

Re: Fyrsti jeppinn, ráð og ábendingar þarfnast

Posted: 07.des 2010, 19:13
frá arni87
Ég er á Musso 2.9 TDI og hann er ekki að bila mikið hjá mér.
Hann er á 38" dekkjum og það þarf jú að leggja áherslur á annað en í Patroll og Hilux, en hver bíll hefur sína veikleika og þarf ég að kanna hjólalegur fyrir aðrahverja ferð, athuga þær samt fyrir hverja. Það þarf samt ekki alltaf að herða á þeim.
Enþess má geta að hann er ennþá á klöfum að framan.
Ég er ekki að fara að selja þennan bíl næstu árin.

Re: Fyrsti jeppinn, ráð og ábendingar þarfnast

Posted: 07.des 2010, 22:23
frá Kristján Mar
held það væri nú bara leiðinlegt að vera með perfect bil sem að það þarf ekkert að gera við eða líta eftir.. :)

heldnú að þetta séu allt soldið soldid bílar.

Re: Fyrsti jeppinn, ráð og ábendingar þarfnast

Posted: 08.des 2010, 14:41
frá Dodge
Gleyma díselnum og kaupa 4l. cherokee með gamla kantaða boddýinu.

ódýrir og léttir bílar, fín vél, þægilegt að breyta á 36 - 38"

Re: Fyrsti jeppinn, ráð og ábendingar þarfnast

Posted: 08.des 2010, 20:57
frá Kristján Mar
haha já, góð humynd, hver er eyðslan á þeim?

Re: Fyrsti jeppinn, ráð og ábendingar þarfnast

Posted: 08.des 2010, 22:32
frá Stjáni Blái
Átti svona bíl á 38" Sjálfskiptan 4.0 L6 og hann var að eyða 16L í bænum.
Læt það vera fyrir 38" bensín bíl.
Aftur á móti kemur að þessar vélar toga skemmtinlega og endast vel.
Auk þess eru þeir frekar léttir. Minn var 1700 Kg á 38" með hálfan tank af bensíni.

Re: Fyrsti jeppinn, ráð og ábendingar þarfnast

Posted: 08.des 2010, 22:42
frá Kristján Mar
já það gæti verið eitthvað vit i þessum cherokee.

hvernig er með trooperinn? kraftmikil vél en hvernig er annað i honum?

Re: Fyrsti jeppinn, ráð og ábendingar þarfnast

Posted: 08.des 2010, 22:46
frá sean
ég myndi bara fá mér 4Runner á 38" þá helst dísel. Ég ek um á svoleiðis bíl og er ekkert annað enn sáttur. og ekki skemmdi það fyrir þegar ég setti arb læsingar framan og aftan, þá bókstaflega fer hann allt sem ég vill fara.

Re: Fyrsti jeppinn, ráð og ábendingar þarfnast

Posted: 08.des 2010, 22:57
frá Kristján Mar
já 4runner hefur alltaf verið ofarlega i huga hjá mér soldið vel lengi.

Re: Fyrsti jeppinn, ráð og ábendingar þarfnast

Posted: 09.des 2010, 19:12
frá kalliguðna
HIlux diesel helst torbo og intercooler, þá ertu best settur . þetta er mitt besta ráð.
kv:Kalli

Re: Fyrsti jeppinn, ráð og ábendingar þarfnast

Posted: 09.des 2010, 20:38
frá Ingaling
Jeppi er ekki jeppi nema á honum standi Jeep..! En án djóks myndi ég ekki mæla með því að 17ára strákur byrji á að kaupa sér 38" jeppa. Ekki þá nema að 38" dekkin séu á felgum og bara sett undir fyrir ferðir. Þetta er orðið allt of dýrt fyrir svona lagað. Byrja bara á td 4L cherokee eða wrangler helst beinskipt á 35" Varahlutir og dekk eru td. mun ódýrari.

Re: Fyrsti jeppinn, ráð og ábendingar þarfnast

Posted: 09.des 2010, 21:18
frá Kristján Mar
tjahhh já ég er alveg sammála þér þar sko, en ég er 23... og veit nokkunn veginn hvernig þetta er og ábyrgðina

Re: Fyrsti jeppinn, ráð og ábendingar þarfnast

Posted: 09.des 2010, 21:54
frá Kristján Mar
hver er eyðslan á grand með 4L og 38? og er eitthvað verið að setja beinskipta kassi þá?

Re: Fyrsti jeppinn, ráð og ábendingar þarfnast

Posted: 09.des 2010, 22:14
frá kalliguðna
svo ég haldi áfram með mína bestu ráðleggingu , hiluxinn það besta fyrir þig nýbyrjaðan og mig langreyndann , en hvað dekkjastærð varðar þá segi ég að fyrstu árin sé best að þú sért á 38" dekkjum því á 44" dekkjum ertu alltaf fremstur og til þess þarftu reynslu sem þú eignast á mörgum árum ef þú ferðast með "góðum" mönnum, þangað til mæli ég með 38" dekkjum, þú kemst mjög lankt á svoleiðis búnaði. svo bætir þú við loftlæsingum ef þú villt fara lengra.
kv:Kalli loftlausi

Re: Fyrsti jeppinn, ráð og ábendingar þarfnast

Posted: 09.des 2010, 22:57
frá Izan
Sæll.

Finndu þér einhverja helvítis jeppadruslu, það skiptir engu máli hvaða tegund það er.

Þetta hljómar kannski eins og ég sé hrikalega pirraður en það er ekki málið heldur tilfellið það að þú, eins og allir aðrir jeppakallar í heiminum, þarft að læra. Læra að keyra jeppa, læra að umgangast jeppa, læra að gera við jeppa og læra á eigin skinni hvaða hlutverki hvaða hlutur þjónar. Þó að þú vitir hvernig þetta er að virka í grunninn áttu svo markt eftir ólært að ofurjeppi myndi ekki nýtast þér neitt.

Það er gríðarlega góð reynsla að breyta jeppa, jafnvel þó að útkoman verði hrein hörmung. Það er nefninlega ekki fyrr en þú leggst undir bílinn og stendur frammi fyrir vandamálum að þú lærir hvað jeppabreytingar eru, hvað þarf að varast og hvað er gott.

Mín ráðlegging til þín væri að þú ættir að kaupa ódýran gamlan jeppa, kannski enga druslu en ekki bíl með einhverjum íburði. Notaðu frekar peningana í að kaupa aukadót s.s. Gps tæki, vhf stöð og einhverjar græjur sem þú getur tekið með þér í næsta bíl.

Kv Jón Garðar

Re: Fyrsti jeppinn, ráð og ábendingar þarfnast

Posted: 09.des 2010, 23:06
frá kalliguðna
IZAN ekki svo vitlaus , reynslan er besti kennarinn en til að fækka kostnaðarliðunum þá er best að fá sér hilux.
kv:Kalli semvillþérbaraþaðbesta

Re: Fyrsti jeppinn, ráð og ábendingar þarfnast

Posted: 09.des 2010, 23:09
frá Stebbi
Ókosturinn við dísel Hilux er að hann er jafn þreyttur og hann er áræðanlegur.

Re: Fyrsti jeppinn, ráð og ábendingar þarfnast

Posted: 09.des 2010, 23:21
frá Ingaling
Já þú meinar, ;) Það eru bara svo oft svona þræðir með fyrsta bíl/jeppa og eru það stundum 16-17 ára strákar í pælingum...

Bæði cherokee og wrangler eru til bæði beinskiptir og sjálfskiptir meðan grandinn kom bara sjálfskiptur, grandinn er töluvert þyngri. Eyðslan er margvísleg. Hef ekki reynslu af XJ á 38", var með grand á 38" með V8, en geri ráð fyrir um 18-20 innanbæjar og eithvað lægra á langkeyrslu. Svo fer eyðsla Mjög mikið eftir hægri löppinni. Minn er á 31" og er mest notaður í veiði og langkeyrslu, hann er í ca 12 á þjóðveginum. Þeir eru líka um 190 hestöfl og toga 240 pund sem gera 320 nm. yfir 80% af togi er í lausagangi þannig að hún er mjög skemmtileg sem jéppa vél. Ég myndi persónulega ekki fá mér bíl eldri en 91' því á því ári kemur vélin High Output og er mun skemmtilegri og áreiðanlegri.
Svo er kaupverð á svona bíl mun lægra en á td landcruiser 90 á 38" munar eflaust meira en milljón...

Re: Fyrsti jeppinn, ráð og ábendingar þarfnast

Posted: 10.des 2010, 00:24
frá Hjörturinn
Var í þessum sömu sporum fyrir nokkrum árum (gott ef ekki á sama aldri).

Myndi segja Hilux all the way, jú cherokee er rosalega skemmtilegur bíll en á þessum aldri (tala nú ekki um ef þú ert í skóla) þá er reksturinn á þannig bíl frekar stór biti, fyrir utan að á hilux ertu voðalega lítið að brjóta drasl og þarft að læra að fara yfir hindranir á einhverju öðru en hestöflum :p
Byrjaði sjálfur á túrbólausum 38" hilux og fannst hann alveg æði... (en snögglega var hann túrbóvæddur og skrúfað vel upp í olíunni)

við þetta má reyndar bæta: hvort hugsaru bílinn sem ferðabíl eða leiktæki? gríðarlegur munur þar á...

Re: Fyrsti jeppinn, ráð og ábendingar þarfnast

Posted: 10.des 2010, 10:35
frá frikki
Eg veit um mjög góðan bíl fyrir þig 38" landcruser 99 buið að endurnyja allt í þessum bíl
verðið er 1990þ
siminn hjá þessum dreng er 842 0606

Re: Fyrsti jeppinn, ráð og ábendingar þarfnast

Posted: 10.des 2010, 11:34
frá Startarinn
Ég fór þá leið að kaupa mér gamlan Hilux xtra cab V6 sem var ekkert búið að gera fyrir nema skera úr, hækka á boddýi og skella 38" dekkjunum undir.
Þó bíllinn væri nánast óbreyttur og læsingalaus þá var hann (og er) þrælskemmtilegur

Síðan er ég búinn að setja loftpúða að aftan, auka gírkassa, hásingu undan 70 cruiser að framan, og er núna að föndra við að setja loftdælu í bílinn, en maður fær ekkert víðáttubrjálæði þegar maður opnar húddið svo þetta er talsvert föndur og púsluspil.

Bíllinn var ódýr í innkaupum, en búið að eyða talsvert í hann núna, persónulega vil ég frekar vera á gömlum bíl sem lítur ekkert alltof vel út, heldur en að vera á kannski 2ja millu bíl sem maður tímir ekkert að beita og leggst svo snöktandi í fósturstellinguna þegar eitthvað kemur fyrir.

Það eru að byrja að koma ryðskellur í minn bíl, ég ætla að renna slípirokknum yfir það og rúlla bílinn svo, helst með einhverju góðu epoxy lakki frá Hempels, sem er í dauðstandard lit svo ég geti blettað eftir þörfum án þess að standa í einhverju veseni, ekki dettur mér í hug að sparsla í beyglurnar, bíllinn 20 ára gamall og mín vegna í góðu lagi þó það sjái aðeins á honum.

Þetta er mín leið, þú verður að gera upp við þig í hvað þú ætlar að nota bílinn og hversu mikinn pening þú tímir að leggja í þetta áhugamál

Kveðja
Addi

P.s Hérna eru myndir frá því þegar hásingin var sett undir:
http://www.facebook.com/album.php?aid=15489&id=1635848940&l=7c37d6181a

Re: Fyrsti jeppinn, ráð og ábendingar þarfnast

Posted: 10.des 2010, 12:08
frá Dodge
Hérna er bíllinn fyrir þig.
http://www.kvartmila.is/smf/index.php?topic=54086.0

Svo var annar góður 38 tommu þarna um daginn, finn hann ekki

Re: Fyrsti jeppinn, ráð og ábendingar þarfnast

Posted: 10.des 2010, 12:28
frá Hjörturinn
Bíllinn var ódýr í innkaupum, en búið að eyða talsvert í hann núna, persónulega vil ég frekar vera á gömlum bíl sem lítur ekkert alltof vel út, heldur en að vera á kannski 2ja millu bíl sem maður tímir ekkert að beita og leggst svo snöktandi í fósturstellinguna þegar eitthvað kemur fyrir.


Hjartanlega sammála þessu, sérstaklega þegar maður er að byrja í jeppamennsku þá vill maður hafa efni á að gera mistök.

Re: Fyrsti jeppinn, ráð og ábendingar þarfnast

Posted: 10.des 2010, 18:17
frá Kristján Mar
besta sem ég hefði geta gert er að spurja herna inni hvernig ætti að fara að þessu.

endalaus góðir punktar allstaðar.

ég helt ég væri buinn að ná þessu á rétt fyrstu innleggunum en svo kemur svona common sense inni og svona :D

endilega ef menn nenna dúndra i mig hugmyndum og á bendingum.

takk kærlega fyrir það sem komið er.

Re: Fyrsti jeppinn, ráð og ábendingar þarfnast

Posted: 10.des 2010, 18:32
frá Magnús Ingi
ég er 18 ára og fór ég þá leið að kaupa mér óbreyttan 4Runner v6 bíl. í dag stendur þessi bíll á 38" og er að virka alveg jafnvel og allar þessar 44" druslur(nú fæ ég einhverjar skammir) og fer allt sem ég vill að hann fari. Hann er að eyða svona 20- 25 í snattinu og er svona 25-40 lítrum í þessum vetrartúrum fer bara allt eftir aksturslagi.vinnslan er allt í lagi maður á bara ekkert að búast við of miklu af þessum mótór. En ég mæli alveg eindregið með að þú fáir þér 4runner:))))

Re: Fyrsti jeppinn, ráð og ábendingar þarfnast

Posted: 10.des 2010, 18:44
frá Kristján Mar
VóV 20-25 lítrum???

Re: Fyrsti jeppinn, ráð og ábendingar þarfnast

Posted: 10.des 2010, 19:06
frá Startarinn
Já V6 4runner og V6 Hilux eyða eins og þeir séu í akkorði við það í innanbæjar akstrinum, en ég hef náð mínum níður í tæpa 13 á langkeyrslu á 38" en standart eyðslan er í kring um 15-16 miðað við að keyra á 90-100.

Varðandi kraftleysið þá ætla ég að setja keflablásara á vélina þegar ég hef tíma til að leggja í þetta, ég keypti blásara á Ebay fyrir slikk, kominn heim fyrir 40 þús fyrir ári síðan, bara búinn að standa uppí hillu síðan, en búinn að pæla mikið í þessu og stúdera innspítinguna, hvort þetta sé yfir höfuð hægt án þess að breyta innspítingar tölvunni.
Ég HELD að ég geti komist upp með að breyta engu varðandi innspítinguna ef ég tengi vacumið á þrýstistilliventlinum þrýstingsmegin við blásarann, en ég gæti tapað hásnúningnum, 4000sn/min og þar fyrir ofan (gróflega áætlað). Þetta er bara smá framtíðar verkefni, ég á aðra vél sem ég ætla að föndra þetta á.

Þetta er eitt af þessum skemmtilegu pælingum og verkefnum sem maður getur leyft sér að dunda í þegar bíllinn sjálfur kostar ekki hönd og fót, það er ekki séns að ég gerði eitthvað svona ef ég væri með nýlegan bíl.

Re: Fyrsti jeppinn, ráð og ábendingar þarfnast

Posted: 10.des 2010, 19:09
frá Kristján Mar
snillingur,hilux með blásara, það bara hlítur að koma vel út, getur ekki annað verið :D

Re: Fyrsti jeppinn, ráð og ábendingar þarfnast

Posted: 10.des 2010, 19:55
frá ellisnorra
Startarinn wrote:Já V6 4runner og V6 Hilux eyða eins og þeir séu í akkorði við það í innanbæjar akstrinum, en ég hef náð mínum níður í tæpa 13 á langkeyrslu á 38" en standart eyðslan er í kring um 15-16 miðað við að keyra á 90-100.

Varðandi kraftleysið þá ætla ég að setja keflablásara á vélina þegar ég hef tíma til að leggja í þetta, ég keypti blásara á Ebay fyrir slikk, kominn heim fyrir 40 þús fyrir ári síðan, bara búinn að standa uppí hillu síðan, en búinn að pæla mikið í þessu og stúdera innspítinguna, hvort þetta sé yfir höfuð hægt án þess að breyta innspítingar tölvunni.
Ég HELD að ég geti komist upp með að breyta engu varðandi innspítinguna ef ég tengi vacumið á þrýstistilliventlinum þrýstingsmegin við blásarann, en ég gæti tapað hásnúningnum, 4000sn/min og þar fyrir ofan (gróflega áætlað). Þetta er bara smá framtíðar verkefni, ég á aðra vél sem ég ætla að föndra þetta á.

Þetta er eitt af þessum skemmtilegu pælingum og verkefnum sem maður getur leyft sér að dunda í þegar bíllinn sjálfur kostar ekki hönd og fót, það er ekki séns að ég gerði eitthvað svona ef ég væri með nýlegan bíl.


Það verður spennandi að sjá hvað þú kemst marga km á stock ecu með blower :)
Hugsaðu lengra td autronic eða megasquirt, margar góðar innspýtingatölvur til sem hleypa þér lengra en rétt útúr skúrnum :)

ps. ég á jafnvel eina megasquirt uppí hillu sem er föl fyrir einhverja peninga

Re: Fyrsti jeppinn, ráð og ábendingar þarfnast

Posted: 10.des 2010, 21:41
frá Startarinn
elliofur wrote:Það verður spennandi að sjá hvað þú kemst marga km á stock ecu með blower :)
Hugsaðu lengra td autronic eða megasquirt, margar góðar innspýtingatölvur til sem hleypa þér lengra en rétt útúr skúrnum :)

ps. ég á jafnvel eina megasquirt uppí hillu sem er föl fyrir einhverja peninga


Þú átt þá við að blandan verði of þunn og ég steiki stimplana strax?

Og passa hinar tölvurnar við hvað sem er?!?
Og hvað viltu fá fyrir tölvuna?