Fyrsti jeppinn, ráð og ábendingar þarfnast


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Fyrsti jeppinn, ráð og ábendingar þarfnast

Postfrá Izan » 10.des 2010, 22:13

Sæll

Þú þarft ekki að vera svo áhyggjufullur ef þú byrjar á réttum enda, afgashitamæli.

Það ætti einhversstaðar að vera súrefnisnemi á mótornum, annaðhvort mettunarnemi sem nemur súrefnismettunina í loftinu sem vélin andar að sér og ákvarðar blönduna í samræmi við það eða súrefnisnemi í afgasinu (pústinu)

Ef það er nemi í pústinu gæti verið að þú þurfir engar áhyggjur að hafa nema þá helst að tölvan sé óhress með að frávikin verði of mikil.

Ef neminn er í soggreininni dettur mér í hug hvort það sé ekki bara hægt að kaupa hreint súrefni á kút og láta leka löturhægt á nemahelvítið til að sannfæra hann um að andrúmsloftið sé sérstaklega súrefnisríkt.

Kv Jón Garðar



User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Fyrsti jeppinn, ráð og ábendingar þarfnast

Postfrá Startarinn » 10.des 2010, 22:36

Það er súrefnisnemi á pústinu í held ég, allavega er einhver andsk... nemi þar. En það verða náttúrulega settir afgashitamælar á báðar greinar.
Það sem ég hef mestar áhyggjur af er þrýstingurinn á bensíninu, hann er stilltur af vakúm stýrðum loka, það er spurning hvort þrýstingurinn verður nógu hár ef þessi nemi er tengdur þrýstingsmegin við blásarann?

Það má alltaf slaka uppá gorminum í flæðimælinum til að fá sterkari blöndu, en það takmarkar náttúrulega hversu hratt maður getur látið vélina snúast áður en neminn er kominn í botn, það er allavega það sem ég býst við, en svo er náttúrulega spurning hvort það er ekki hægt að láta hann snúast alla leið en blandan verði bara þunn og þá hætta á of háum afgashita.

Það er vakúm stýrður pungur útaná blásaranum sem stýrir loku sem opnar aftur að soginu á blásaranum þegar inngjöfin er lítil, og blásarinn er þá óvirkur, hringrásar þá bara í gegnum sig, svo það er ekki stöðugt boost við allar aðstæður, heldur kemur hann bara inn þegar það er þörf á honum
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Fyrsti jeppinn, ráð og ábendingar þarfnast

Postfrá Kiddi » 11.des 2010, 11:00

Izan wrote:Sæll

Þú þarft ekki að vera svo áhyggjufullur ef þú byrjar á réttum enda, afgashitamæli.

Það ætti einhversstaðar að vera súrefnisnemi á mótornum, annaðhvort mettunarnemi sem nemur súrefnismettunina í loftinu sem vélin andar að sér og ákvarðar blönduna í samræmi við það eða súrefnisnemi í afgasinu (pústinu)

Ef það er nemi í pústinu gæti verið að þú þurfir engar áhyggjur að hafa nema þá helst að tölvan sé óhress með að frávikin verði of mikil.

Ef neminn er í soggreininni dettur mér í hug hvort það sé ekki bara hægt að kaupa hreint súrefni á kút og láta leka löturhægt á nemahelvítið til að sannfæra hann um að andrúmsloftið sé sérstaklega súrefnisríkt.

Kv Jón Garðar


Þetta er ekki alveg svona einfalt :-)
Ef það á að fikta í díselvél þá getur verið gott að hafa afgashitamæli en á bensínvél hefur hann ekkert að segja. Eini mælirinn sem ætti að fara á pústið væri þá wideband súrefnisskynjari með mæli inn í bíl sem sýnir akkurat hvaða blöndu vélin er að fá.

Það eru tvær gerðir af innspýtingum sem eru algengastar, annars vegar svokölluð MAF kerfi sem mæla loftmagnið sem kemur inn á vélina og skammta bensíni eftir því. Hins vegar eru síðan Speed Density kerfi, þar sem þrýstingurinn í sogreininni er mældur og bensínmagn fer eftir fyrirfram forritaðri töflu. Þau síðarnefndu eru sennilega algengari, en ég hef samt ekki hugmynd um af hvorri gerðinni Toyota innspýtingin er.

Það sem þarf að stilla er kveikjutíminn, og blönduna miðað við það loft sem kemur inn í soggreinina. Það sem er algengt að sé gert er að það er sett tölva sem brenglar merkin frá skynjurunum að vélartölvunni, þannig að útkoman verði rétt. Síðan er hægt að skipta tölvunni alfarið út en það er sennilega flóknara dæmi.

Bensínþrýstingur ætti að vera sá sami, en bensínflæðið þarf sennilega að auka og þá með sverari spíssum, stærri dælu o.s.frv. Fer auðvitað allt eftir því hversu mikil aflaukingin á að vera.

Þessar aðferðir sem þið eruð búnir að velta fyrir ykkur hérna henta sjálfsagt ágætlega á blöndungsbensín bíla og díselbíla með olíuverki en þegar bíllinn er með tölvustýringu þá er um að gera að notfæra sér hana, það er búið að gera þetta allt saman áður einhverstaðar út í heimi og ábyggilega eitthvað til um það á netinu! :-)

En svona til að svara spurningunni sem þráðurinn átti nú að snúast um þá myndi ég bara segja Cherokee, eyðir kannski meira bensíni en hinir en er ódýrari í innkaupum, ódýrari varahlutir, skemmtilegri, léttari og svo er bara um að gera að fara út að leika með allt í botni með drottni og ef þetta hentar ekki þá er hægt að skipta í eitthvað annað!!!

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: Fyrsti jeppinn, ráð og ábendingar þarfnast

Postfrá Brjótur » 11.des 2010, 13:08

Alveg magnað hvað hægt er að rugla í stráknum ég stend við það sem ég sagði í upphafi um lágmark 38 tommu eða stærra því að ég og aðrir erum búnir að ganga í gegn um þetta, ekkert helv,,,, bull um að 33-35 sé nóg það er himinn og haf á milli þessara stærða og virkni þeirra, og ef þú ert ekki að fíla þetta þá bara selur þú aftur. og Magnús Ingi það verður enginn brjálaður út í þig vegna þessarar dellu í þér við bara hlæjum innra með okkur og hugsum sem svo að þú ert enn grænn í bransanum og átt margt ólært :)

Reynslukveðja Helgi

User avatar

Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: Fyrsti jeppinn, ráð og ábendingar þarfnast

Postfrá Hjörturinn » 11.des 2010, 13:29

38" er lágmark ef það á að stunda þetta sport að einhverju viti...

Hilux (diesel) (sama á við um patrol)
*ódýr í rekstri
*áreiðanlegur
*nóg til af varahlutum og þekkingu
*getur verið soldið dýr en á móti færðu meira til baka í endursölu

Cherokee
*sprækur
*ódýr í innkaupum
*nóg til af varahlutum og þekkingu

...held þetta komi bara niður á hvað þú ætlar að ferðast mikið, ef þú ætlar þér að fara mjög reglulega á fjöll og nota bílinn mikið í venjulegum akstri myndi ég mæla með hilux útaf eyðslu og langlífi en ef þetta er ekki svo mikil notkun þá ætti cherokee að vera skemtilegri kostur.

En væri annars ekki sniðugt að stofna bara annan þráð um þessar 3VZ-E/blásara pælingar?
Dents are like tattoos but with better stories.


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Fyrsti jeppinn, ráð og ábendingar þarfnast

Postfrá Izan » 11.des 2010, 13:36

Sælir

Afgashitamælir segir til um hitastigið á afgasinu. Afgashitinn segir til um hvaða hitastig er í gangi í heddinu og það er alveg sama hvort þú sért með diesel mótor eða bensín mótor, þeir þola hvorugir of mikinn hita.

Munurinn liggur í því að ef afgashiti í olíumótor er of mikil olía miðað við súrefni en því er öfugt farið með bensínvélar, bensínið kælir mótorinn.

Ef afgashitamælir gerir ekkert fyrir bensínvél máttu gjarnan svara því hvers vegna það séu afgashitamælar í öllum flugvélum og þá meina ég öllum, líka fisvélum með snjósleðamótora. Afgashitamælir er algengasti aukamælir sem er settur í vélsleða (sérstaklega þá sem er verið að breyta og nota í keppni).

Afgashitamælir segir þér til um það hvort þú sért að eyðileggja mótorinn. Þetta er sá nemi sem segir best til um ástand og virkni mótorsin eftir breytingar.

Kv Jón Garðar


ási
Innlegg: 34
Skráður: 20.mar 2010, 23:51
Fullt nafn: Ásgrímur Þór Benjamínsson

Re: Fyrsti jeppinn, ráð og ábendingar þarfnast

Postfrá ási » 11.des 2010, 13:54

En það er eitt sem mér finnst vanta í þessa umræðu, það eru kostir og galla að vera með Bensin eða Dísel bíl bæði bensíneiðslu ásamt öðru sem snýr að vélbúnaði.

kv
ási


Höfundur þráðar
Kristján Mar
Innlegg: 38
Skráður: 06.des 2010, 09:49
Fullt nafn: Kristján Mar Svavarsson

Re: Fyrsti jeppinn, ráð og ábendingar þarfnast

Postfrá Kristján Mar » 11.des 2010, 14:04

sammála með að stofna annann þráð fyrirr blásarann og endilega koma með kosti og galla besnsin og diesl véla

User avatar

Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: Fyrsti jeppinn, ráð og ábendingar þarfnast

Postfrá Hjörturinn » 11.des 2010, 15:12

Yfirleitt málefni sem ég snerti ekki nema með mjöööööög löngu priki, but here goes...

Bensín
*yfirleitt léttari
*Eyða meira
*snúast meira = meira afl
*oft meira rafmagnsdót sem er viðkvæmara fyrir vatni

Diesel
*Yfirleitt þyngri
*Eyða minna
*snúast minna en toga meira (ekki jafn mikið afl)
*betri ending
*einfaldar (á ekki við um nýjustu vélarnar)
*Getur verið vandamál með vaxmyndun í miklu frosti en mjög einfalt að komast hjá því
*oft dýrara að smyrja þær (taka meiri olíu)

En annars er þetta mjög eldfim umræða og þurfum að passa að þessi þráður spryngi ekki alveg í einhverjum trúarbragða slag
Dents are like tattoos but with better stories.

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Fyrsti jeppinn, ráð og ábendingar þarfnast

Postfrá Kiddi » 11.des 2010, 15:50

Izan wrote:Sælir

Afgashitamælir segir til um hitastigið á afgasinu. Afgashitinn segir til um hvaða hitastig er í gangi í heddinu og það er alveg sama hvort þú sért með diesel mótor eða bensín mótor, þeir þola hvorugir of mikinn hita.

Munurinn liggur í því að ef afgashiti í olíumótor er of mikil olía miðað við súrefni en því er öfugt farið með bensínvélar, bensínið kælir mótorinn.

Ef afgashitamælir gerir ekkert fyrir bensínvél máttu gjarnan svara því hvers vegna það séu afgashitamælar í öllum flugvélum og þá meina ég öllum, líka fisvélum með snjósleðamótora. Afgashitamælir er algengasti aukamælir sem er settur í vélsleða (sérstaklega þá sem er verið að breyta og nota í keppni).

Afgashitamælir segir þér til um það hvort þú sért að eyðileggja mótorinn. Þetta er sá nemi sem segir best til um ástand og virkni mótorsin eftir breytingar.

Kv Jón Garðar


Þetta var rangt orðað hjá mér, biðst afsökunar á því! Hitamælir segir vissulega til um virkni vélarinnar, en wideband súrefnis skynjari gerir það líka og segir mikið meira um hvað á sér stað og gerir hitamælinn óþarfan.

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Fyrsti jeppinn, ráð og ábendingar þarfnast

Postfrá Startarinn » 11.des 2010, 16:00

Við skulum salta þessa blásara umræðu í bili, það er ekkert að gerast í þessu á næstunni, og óþarfi að skemma þráðinn fyrir drengnum.

Mér finnst varla vera hægt að ræða kosti og galla bensín og díesel fyrr en Kristján segir okkur hvað hann hefur hugsað sér að eyða í þetta. Það hefur ekkert uppá sig að dásama vélar og bíla sem eru ekkert inní myndinni peningalega séð, það væri mikið gáfulegra að Kristján segði okkur gróflega hvort hann er að pæla í bíl á 500þús-milljón eða 2 millur plús. Það er bara þannig að þessir bílar kosta æði misjafna peninga eftir aldri, vélum og breytingum.
Svo væri ágætt að vita hversu mikið hann getur bjargað sér sjálfur, er hann fær um að gera við helstu vandamál sem menn lenda í eins og hjólalegur og hjöruliðskrossa eða þurfa allar viðgerðir að fara fram á verkstæði?

Annars myndi ég vilja vera með 3ja lítra diesel vél í bílnum mínum, en þar sem hún kostar hönd og fót þá hef ég ákveðið að leika mér með bensínvélina, enda er hægt að kaupa talsvert auka bensín fyrir verðið á díesel rokk.

Það er eitt sem má bæta við innleggin að ofan um kostina og gallana, þegar bensínvélarnar bila og hætta að ganga GETUR það verið bilun uppá nokkra þúsundkalla, ef diesel vél hættir að ganga geturu nánast hengt þig uppá að það kostar hundraðþúsundkalla að gera við þá bilun (ég er ég að sjálfsögðu ekki að tala um nýju tölvustýrðu vélarnar sem geta lent í alls kyns skynjara og rafmagnsveseni).
En það er í yfirgnæfandi meirihluta tilfella sem bilun í diesel vél kostar MIKLA peninga. en mér persónulega líkar mun betur við diesel vélarnar í fjallabílum, þar er ekkert sem drepur á þeim nema olíuleysi eða það komi vatn innum loftinntakið, meðan bensínvélarnar geta farið að hiksta við minnsu bleytu, en sú áhætta minnkar til muna ef það er passað uppá ástand á þráðum kertum og kveikju.

En svo vantar náttúrulega ennþá svör frá Kristjáni um í hvað hann ætlar að nota bílinn. verður þetta eini bíllinn hans eða ætlar hann að eiga fólksbíl með? Hvað þarf hann mikið pláss inní bílnum, er xtra cab nóg eða þarf hann eitthvað stærra?
Ég myndi ekki fara í 44" bíl ef þetta á að vera innanbæjar snattari líka, það er nógu erfitt að finna stæði fyrir 38" bílana, en það er bara mín skoðun

Það eru til milljón svör um hvað er best, en ef menn vita ekkert um forsendurnar er ekki hægt að ætlast til að fá svar um hvað hentar.

Kveðja
Addi
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


Höfundur þráðar
Kristján Mar
Innlegg: 38
Skráður: 06.des 2010, 09:49
Fullt nafn: Kristján Mar Svavarsson

Re: Fyrsti jeppinn, ráð og ábendingar þarfnast

Postfrá Kristján Mar » 11.des 2010, 16:29

sko...

ég í raun veit ekki hvernig þetta verður :D

en mig vantar líka ráð um hvort það á að fera 500k 1 miljón eða 2 miljónir sem maður á að eyða i þetta.


Árni Braga
Innlegg: 690
Skráður: 02.feb 2010, 18:20
Fullt nafn: Árni Bragason

Re: Fyrsti jeppinn, ráð og ábendingar þarfnast

Postfrá Árni Braga » 11.des 2010, 16:51

Sælir ég held að það sé best fyrir þig að fá þér Ford F350
þú ekur um áhyggju laus þangað sem þig langar og ert ekki að drepast ú strengjum
eftir góðan helgar túr.
Eyðslan er ekkert mál hann klárar allt sem sett er á hann og þykir það gott
þetta er það besta sem hægt er að ferðast á
Árni Braga
sími 8953840
smidur@islandia.is


Höfundur þráðar
Kristján Mar
Innlegg: 38
Skráður: 06.des 2010, 09:49
Fullt nafn: Kristján Mar Svavarsson

Re: Fyrsti jeppinn, ráð og ábendingar þarfnast

Postfrá Kristján Mar » 11.des 2010, 17:06

:)

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Fyrsti jeppinn, ráð og ábendingar þarfnast

Postfrá Startarinn » 12.des 2010, 16:48

Kristján, farðu á bílasölurnar sjáðu hvað er í boði og mátaðu, þú verður að finna hjá þér sjálfur hvað hentar þér og þig langar í.

Ef þú átt nóg af peningum þá er kannski allt í lagi að kaupa dýrann bíl, ekki koma þér í skuldafen vegna bíldósar, mundu að bíllinn getur orðið nánast verðlaus vegna smámistaka í aksti á fjöllum.
Eitt rifið dekk getur líka verið skellur uppá 100þús.

Þetta er dýrt sport, ef þetta væri eina áhugamálið mitt væri ég á dýrari og betri bíl en ég er líka með hjóladellu sem tekur talsvert til sín.

Þetta eru nokkrir punktar til að hugsa um, bara ekki stökkva á fyrstu dósina sem býðst, líttu í kring um þig, það er örugglega nóg af bílum í boði

Kv
Addi
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


Höfundur þráðar
Kristján Mar
Innlegg: 38
Skráður: 06.des 2010, 09:49
Fullt nafn: Kristján Mar Svavarsson

Re: Fyrsti jeppinn, ráð og ábendingar þarfnast

Postfrá Kristján Mar » 12.des 2010, 18:17

jájá ég er buinn að liggja á þessu vef og f4x4 vefnum með auglysingar um bæila til sölu og i hver skipti sem er fer i bæinn þá tek eg alltaf bilasölu rúnt :D, ég er ekkert að drífa mig og ætla að gera þetta bara hægt og rólega.

málið er ég og kæratas min erum að flyta i hfj og fáum okkur nýjar vinnur þar eða á rvk svæðinu, svo er það að bíða eftir að avant reiknit lánið mitt á 2005 avensis svo verður hann seldur á nóinu og keyptur einhver ágætur fólksbíll fyrir peninginn á milli.

síðann er það bara að safna og skoða :D

ég er með tækja dellu á háu stigi, símar og tölvur og græjur sem og þetta bíla dæmi.

það er nóg af framboði i jeppum og dóti bara spurning hvaða leið maður á að velja.

þakka kærlega öll svör á ábendingar, held maður sé buinn að kortlegga þetta alveg.

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Fyrsti jeppinn, ráð og ábendingar þarfnast

Postfrá HaffiTopp » 12.des 2010, 20:11

..
Síðast breytt af HaffiTopp þann 20.jún 2014, 19:17, breytt 1 sinni samtals.


Maddi
Innlegg: 68
Skráður: 25.aug 2010, 20:09
Fullt nafn: Marvin Einarsson

Re: Fyrsti jeppinn, ráð og ábendingar þarfnast

Postfrá Maddi » 12.des 2010, 20:14

Sæll.
Ég er nýbyrjaður að fikta í þessu jeppasporti eins og þú.
Keypti mér Cherokee XJ '89 á 38" dekkjum.
Gallinn við þá vél er sá að það var ekki High Output vélin (kom '91 ef ég man rétt), en þó munar ekki svo miklu um það. Fín virkni í þessari vél og snýr 38" auðveldlega, enda fisléttur bíll.
Hún er búin að fúska aðeins hjá mér, og ég er að lagfæra það og hefur komið mér á óvart hvað varahlutir eru hræódýrir í þessa bíla. Skilst líka að með réttu viðhaldi endist þessar vélar í heila öld.
Svo er þetta líka tiltölulega lítill og nettur bíll, ekki hærri en óbreyttur Land Cruiser.
Fimur, léttur og skemmtilegur bíll sem er að eyða svona á bilinu 15-20 innanbæjar.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 66 gestir