Síða 1 af 1

Hvernig vinnuljós ?

Posted: 24.sep 2014, 17:17
frá sindri5
Hvaða ljós hafa menn verið að kaupa sér til þess að hafa sem vinnuljós á bílunum hjá sér ? allar hugmyndir og útfærslur vel þegar. Er með hilux sem ég þarf að setja einhver vinnuljós á

Re: Hvernig vinnuljós ?

Posted: 24.sep 2014, 17:51
frá Magni
Kaupa þér LED vinnuljós á Ebay. 20w er flott með flood beam. Mjög margir sem senda beint til Ísland nú orðið.

http://www.ebay.com/itm/20W-Cree-Flood- ... 5a&vxp=mtr

Re: Hvernig vinnuljós ?

Posted: 24.sep 2014, 17:59
frá Fordinn
Ebay. Led ljos... fast i öllum stærðum og gerðum og kostar ekki mikið... flest lýsa bara mjög vel og sum eru bara mjog flott að sjá.

Re: Hvernig vinnuljós ?

Posted: 24.sep 2014, 23:42
frá Gulli J
27w led punktljós, þau eru líka að dreyfa ljósinu ágætlega, þau lýsa ofboðslega vel og góð þegar verið að leita leiða, eða þörf á að sjá vel til hliðar við bílinn.

Re: Hvernig vinnuljós ?

Posted: 25.sep 2014, 09:33
frá hobo
Ég fékk mér svona ljós um daginn, nett og lýsa vel.
19 dollarar og enginn sendingarkostnaður.

http://www.ebay.com/itm/IP67-18W-CREE-L ... 4626de7627

Re: Hvernig vinnuljós ?

Posted: 25.sep 2014, 10:52
frá villi58
hobo wrote:Ég fékk mér svona ljós um daginn, nett og lýsa vel.
19 dollarar og enginn sendingarkostnaður.

http://www.ebay.com/itm/IP67-18W-CREE-L ... 4626de7627

Þessi eru fín, nota tvö sem bakkljós og svo tvö aftast á húsið og lýsa niður á afturdekk.
Mér finst þessi vera sniðug, þau eru svo nett en ekki kubbaleg eins og sum, lýsa akkurat sem mér finnst passa fyrir mig. Eini gallinn er að rær og skífur ryðga þannig að það þarf að skipta því út fyrir alvöru ryðfrítt.
Þetta sem kemur frá Kína og fleyrum hrísgrjónaætum er oft með einhverja svipaða galla.
Sama var með kastarana framan á bílnum, rær og skinnur ryðga, 9" 100 w Hid og 7" 75 w Hid.

Re: Hvernig vinnuljós ?

Posted: 25.sep 2014, 12:27
frá jongud

Re: Hvernig vinnuljós ?

Posted: 27.sep 2014, 01:15
frá halli7
Setti svona 18W aftan á traktor um daginn og það er ansi góð lýsing af þessu.
Eru nokkuð nett og skemmtileg, mæli með þessu.