Bensín Musso - Reynsla manna
Posted: 24.sep 2014, 13:14
Sælir/ar.
Mig langar aðeins að forvitnast um Musso.
Nú er hægt að fá Musso með bensínvél á svo góðu verði að það er eiginlega ekki hægt að líta framhjá þeim. Því langar mig að spyrja þá sem eiga eða hafa átt svona bíla hvernig þeirra upplifun var af þessum bílum? Hvernig er eyðslan? Hvernig er bilanatíðnin? Hvernig er að jeppast á þeim? Á maður að kaupa bsk. eða ssk.?
Það sem hefur komið mér mest á óvart eftir smá leit á netinu er hvað það virðist vera lítill eyðslumunur á milli 3.2 lítra og 2.3 lítra vélanna. En samkvæmt þvi sem ég hef gúgglað virðist muna innan við einum lítra á hundraðið. Getur þetta staðist?
Ég vil taka það fram að ég er aðeins að tala um óbreytta eða mjög lítið breytta bíla (mestalagi 32")
Kv.
Ásgeir
Mig langar aðeins að forvitnast um Musso.
Nú er hægt að fá Musso með bensínvél á svo góðu verði að það er eiginlega ekki hægt að líta framhjá þeim. Því langar mig að spyrja þá sem eiga eða hafa átt svona bíla hvernig þeirra upplifun var af þessum bílum? Hvernig er eyðslan? Hvernig er bilanatíðnin? Hvernig er að jeppast á þeim? Á maður að kaupa bsk. eða ssk.?
Það sem hefur komið mér mest á óvart eftir smá leit á netinu er hvað það virðist vera lítill eyðslumunur á milli 3.2 lítra og 2.3 lítra vélanna. En samkvæmt þvi sem ég hef gúgglað virðist muna innan við einum lítra á hundraðið. Getur þetta staðist?
Ég vil taka það fram að ég er aðeins að tala um óbreytta eða mjög lítið breytta bíla (mestalagi 32")
Kv.
Ásgeir