Síða 1 af 1

Hi-Lift Jack vigerðar sett

Posted: 20.sep 2014, 21:31
frá eyberg
er með Hi-Lift Jack og það þarf að skipta út pinnum og jafnvel gormum.
Hver er með umboðið í dag og eða hvar fæ ég svona hér heima.

Re: Hi-Lift Jack vigerðar sett

Posted: 21.sep 2014, 09:35
frá jongud
eyberg wrote:er með Hi-Lift Jack og það þarf að skipta út pinnum og jafnvel gormum.
Hver er með umboðið í dag og eða hvar fæ ég svona hér heima.


Veit ekki með pinnana, en ég hef séð skipt um gorma. Þá var bara farið í stórt gormasett í næstu vélsmiðju.
Það er örugglega hægt að finna einhverja gorma í þetta, það er bara spurning hvar.
Svo þarf líka að hafa í huga að það eru komnir fleiri framleiðendur af drullutjökkum heldur en "original HI-LIFT"

Re: Hi-Lift Jack vigerðar sett

Posted: 21.sep 2014, 10:10
frá eyberg
Þessi tjakkur er sennilega orginal :-)

Það er bogin neðri pinnin sem fer í gegnum stóra pinnan að neða svo tjakkurinn kemst ekki niður :-)

Þessir mjóu á þessari mynd.
Image

Re: Hi-Lift Jack vigerðar sett

Posted: 22.sep 2014, 08:22
frá jongud
Mjóu pinnarnir eru nú bara venjuleg "rörsplitti", þú getur fengið þau í næstu járnvöruverslun en þarft kannski að stytta þau aðeins áður en þú rekur þau í

Re: Hi-Lift Jack vigerðar sett

Posted: 22.sep 2014, 10:48
frá eyberg
Takk fyrir þetta.