Glussi og vökvakerfisolíur á gamlan olíuverks bíl ?


Höfundur þráðar
450-ingvar
Innlegg: 45
Skráður: 26.maí 2012, 11:09
Fullt nafn: Ingvar Jóhannsson
Bíltegund: Toyota

Glussi og vökvakerfisolíur á gamlan olíuverks bíl ?

Postfrá 450-ingvar » 20.sep 2014, 18:45

Sælir.
Það hefur eflaust komið hér inn áður spurningar um svona olíur.
Óska eftir einföldum svörum og hvað menn hafa verið að gera sjálfir og hvað virkar.

Er ekki í góðu lagi að nota 10w , 32w og ýmiskonar glussa á gamlan land krúser HJ-61
Sá mótor heitir 2H og er turbo laus og með línu olíuverki.

Hvað með notaða smurolíu og sjálfskipti olíur ?

Er ekki í góðu lagi að blanda þetta 50/50 og sýja olíuna vel áður en maður blandar henni saman ?
Hvað eruð þið að nota þið sem eruð að keyra til dæmis á steikingarfeitinni ? Einhver gömul föt ?

KV. Ingvar


Land Krúser HJ-61 1989 33'' (Seldur)
Land Krúser 70 (stuttur) 350 Chevy. 36'' 1989
Nissan Patrol 2.8 1992. (Seldur)
Nissan Patrol 3.3 1991. (Seldur)
Nissan Patrol 2.8 1993. Daily Driver


Fordinn
Innlegg: 377
Skráður: 03.feb 2010, 21:47
Fullt nafn: Mikkjal Agnar Þórsson

Re: Glussi og vökvakerfisolíur á gamlan olíuverks bíl ?

Postfrá Fordinn » 20.sep 2014, 19:03

Það á alveg að ganga á svona gamlan bíl, veit um gamlan ford sem er keyrður á svona og hefur gengið fínt, nú veit eg ekki hvernig það er með síuna i þessum krúserum, kanski borgar sig að setja auka síu nær tanknum sem kostar ekki handlegginn... hráoliusiur i suma bíla eru fáranlega dýrar.


creative
Innlegg: 100
Skráður: 29.des 2011, 08:31
Fullt nafn: Elfar logason

Re: Glussi og vökvakerfisolíur á gamlan olíuverks bíl ?

Postfrá creative » 21.sep 2014, 06:13

Línuverkinn eru mestu snilda apparöt í svona drullubrennslu og er þetta náskylt kerfum sem brenna svartolíu í skipaiðnaðinum. en ég mæli með því að fá þér forhitara því segjan á olíuni er meiri en á heðbundum diesel og getur verið að fæðidælan eigi erfitt með að ná olíuni upp og koma henni í gegnum síuna.. ég er lengi búin að nota eingöngu gallabuxur og virkar það fínnt en er farin að skilvinda núna..


Styrmir
Innlegg: 164
Skráður: 08.mar 2010, 16:48
Fullt nafn: Styrmir Frostason

Re: Glussi og vökvakerfisolíur á gamlan olíuverks bíl ?

Postfrá Styrmir » 21.sep 2014, 11:28

Smíðaðir þú skilvindu eða keyptir?


creative
Innlegg: 100
Skráður: 29.des 2011, 08:31
Fullt nafn: Elfar logason

Re: Glussi og vökvakerfisolíur á gamlan olíuverks bíl ?

Postfrá creative » 21.sep 2014, 13:44

ég keipti litla spinner skilvindu sem er drifin af brown&sharp gírdælu (getur googlað henni) dælan getur náð upp meiri þrýsting en mótorinn minn ræður við enda er ég bara með mótor sem ég reif úr þvottavél
og þarf ég að fá mér stærri mótor.

til að fá hita í olíuna smíðaði ég mér hólk úr 1" röru sauð flans á annan endan, lokaði hinumegin og tróð 4500w elementi í og dregur mótorinnn olíuna í gegnum hitarann áður en hún kemst í skilvinduna

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Glussi og vökvakerfisolíur á gamlan olíuverks bíl ?

Postfrá ellisnorra » 21.sep 2014, 18:43

Hér er "gömul" umræða um sama málefni.
viewtopic.php?f=2&t=7798

Ég er búinn að vera að fikta með þetta, keyra á úrgangsolíu.
Ég keyrði hiluxinn minn á þessu í hálft ár (terrano mótor) blandað 50/50 í steinolíu og hann elskaði það, vinnslan var örlítið meiri og lyktin var sáralítil af honum.
Núna er ég búinn að vera að keyra subbann á þessu með cummins mótor en hann reykir eins og kolatogari með þessa blöndu sem ég er með á núna, 80% úrgangsolía og 20% bensín. Ég er nýlega búinn að komast að því að líklega er ástæðan fyrir mökknum sú að bensínið blandast ekki almennilega við olíuna bara með að hellla því útí, heldur þarf að keyra það í gegnum gírdælu eða hræra með spaðahræru til að hræra því almennilega saman, annars skilur það sig.
Ég á eftir að gera tilraunir með það, bæði að athuga í glerkrukku eða plastflösku hávísindalega hvort það skilji sig. Ég á góða gírdælu til að hræra þessu saman og gera og græja, eina sem mig vantar er tíminn.
Heimild mín fyrir þessu er hér https://usfiltermaxx.com/en/content/9-make-black-diesel þessi er með langa reynslu í þessum efnum.
Svo er væntanlega ekki að hjálpa hvað subbinn reykir að þar er annaðhvort olíuverk eða spíssar bilað og er hann kraftlaus og ómögulegur, hvað svosem olían heitir sem hann gengur á. Nýlega keypti ég mér terrano sem fær að prufa allskonar sull.
Á hinum þræðinum er ég líka með youtube myndband af hluta af græjunum mínum í þessu sulli.
http://www.jeppafelgur.is/


Höfundur þráðar
450-ingvar
Innlegg: 45
Skráður: 26.maí 2012, 11:09
Fullt nafn: Ingvar Jóhannsson
Bíltegund: Toyota

Re: Glussi og vökvakerfisolíur á gamlan olíuverks bíl ?

Postfrá 450-ingvar » 21.sep 2014, 20:56

Sælir.

Þakka fyrir góð og skýr svör.

Ég var búinn að hugsa mér að sýja glussann tvisvar til þrisvar í gegnum einmitt gallabuxur eða eitthvað þétt efni og blanda bara 30 lítrum á móti 40l til að byrja með og sjá hvernig hann brennir því.

Ætti ekki að vera í góðu lagi að byrja að setja dísel á bílinn og hella svo bara glussanum úr hreynum brúsa á tankinn ?? og keyra svo "gróflega" og hrista þetta saman ?

Kv. Ingvar
Land Krúser HJ-61 1989 33'' (Seldur)
Land Krúser 70 (stuttur) 350 Chevy. 36'' 1989
Nissan Patrol 2.8 1992. (Seldur)
Nissan Patrol 3.3 1991. (Seldur)
Nissan Patrol 2.8 1993. Daily Driver

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Glussi og vökvakerfisolíur á gamlan olíuverks bíl ?

Postfrá ellisnorra » 21.sep 2014, 23:20

"Some people will tell you to filter your oil through something like an old denim pants leg or your grandmothers underwear. At best, denim is around 30 micron and no telling what the underwear is. Since a typical oil filter is 20 micron, this method does nothing to improve your situation.
Because the hole size in modern fuel injectors is about .005 inch, it doesn't take much goop buildup to change the injection pattern from such a small hole. Do you REALLY want to trust this to your grandmother's underwear?"

Ég renni minni olíu fyrst í gegnum ódýra hráolíusíu, er með brakket og síu úr hilux, læt það bara síga rólega í gegnum þá síu úr 200l tunnu ofaní aðra 200l tunnu. Eftir það renni ég þessu í gegnum skilvinduna og læt þetta damla vel og lengi þar. Svo er ég með auka síu í bílnum til að vera eins safe og hægt er.

"Now you are ready to blend the oil to reduce the viscosity. There are many things or “solvents” that may be used, regular gasoline, kerosene, jet fuel and diesel. There are reasons you don't want to use other solvents like acetone or toluene except as maybe an occasional fuel system cleaner.
Diesel is a common solvent and every 10 percent addition reduces the oil viscosity by one third.
Gasoline is a powerful solvent and every 10 percent addition cuts the viscosity by half. Heavy oil is slower burning. Gasoline also increases the burn rate. These two properties make it my solvent of choice."

Bensín er fínt til að þynna þetta út.

"Mixing Oil and Gasoline
Mixing is a very important part of a successful process and critical for proper operation. Oil and gas don't want to mix and will sit in layers in a tank. It requires vigorous mixing to get the oil blended with the solvent. Poorly mixed oil will go straight to the bottom of a tank and gas or diesel will float on top. If you pour cleaned oil directly into your fuel tank thinking it would blend, WRONG, it is guaranteed your engine will start smoking and running rough within minutes. Also, you can't just put a stick in the tank and swish it around for 5 minutes and expect it to work. Proper mixing is essential if your oil fuel is going to run properly. Small batches up to 100 gallons or so may be vigorously blended with a motorized paddle mixer. Twenty 20 minutes per one hundred gallons should be a minimum. Another option is circulating with a gear pump for a few hours. Once your 80/20 blend is well mixed, it will stay that way."

Þetta er það sem ég vitnaði í áðan, þarna klikkaði ég á og bíllinn moðreykir, aumingja samferðamenn mínir í umferðinni, þetta er ekki hægt. Ég lofa að bæta mig!

Vissulega geturu blandað dísel útí líka til að þynna þetta út, en afhverju að fara bara hálfa leið þegar hægt er að spara svo miklu, miklu meira, og þú ert hvort sem er farinn að sulla?
Í þessu skjali er líka tafla til að fara eftir þegar þú bætir dísel útí, en vissulega er ekkert verra að hafa meiri dísel, 50/50 blöndu, nema bara þú rífur meira úr veskinu.
Ég prófaði mig líka áfram með þessu 50/50 dæmi eins og ég sagði áðan, en þá vissi ég náttúrulega ekkert hvað ég var að gera :)

Og vilji menn koma sér upp græjum, þá er bara að finna sér næstu gömlu scaninu og hirða skilvinduna úr henni. Það eru skilvindur í ÖLLUM scanium, þær eru bara knúnar áfram með olíuþrýstingi þannig að ég græjaði gamla stýrisdælu úr chevy í það verk og til að snúa henni er ég með gamlan 3hp rafmagnsmótor sem var við hendina. Þvottavélamótor er ekki nógu aflmikill :)

Endilega fáum fjörlega umræðu í þetta og allir sem eitthvað vita eða halda, endilega leggið orð í belg. Ég er á fullu í þróunarvinnu en voða fáir þora að viðurkenna að vera í þessu sulli, þó maður heyri af mönnum hér og þar.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Glussi og vökvakerfisolíur á gamlan olíuverks bíl ?

Postfrá svarti sambo » 21.sep 2014, 23:55

Elli, ein spurning. Hefurðu prófað að reikna sparnaðinn, þegar að þú ert búinn að borga síukostnað og rafmagnið í 3Kw mótor, o.s.fr. Og svo er bensínið dýrara en dísel í dag. ásamt sennilega fleiri síum í bílinn. Bara pæling. Fyrir utan tímann sem fer í þetta sull.
Fer það á þrjóskunni

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Glussi og vökvakerfisolíur á gamlan olíuverks bíl ?

Postfrá ellisnorra » 22.sep 2014, 14:09

Að sjálfsögðu reiknar maður sér ekki kaup við þetta, frekar en annað skúrabras. Þegar maður er búinn að koma sér upp tækjunum þá er þetta reyndar mjög fljótlegt og þægilegt að vinna þetta, og varla að maður fái olíu á puttana (hreinlegt).
Síukostnaður er ekki svo mikill, þær eru ekki dýrar auk þess að hingað til hef ég notað gamlar síur úr bílum sem ég hef rifið til að forsía... Ennþá :)
Rafmagnsmótorinn er 3 hestöfl (2.2kw) og fer afskaplega létt með stýrisdæluna, jú vissulega eyðir hann einhverju rafmagni.
Bensínið kostar einhverjum krónum meira en dísel, en ég nota líka bara 20 lítra af bensíni út í hverja 100 lítra af tilbúnu sulli, þannig að bensínkotnaðurinn er 48kr á líterinn af tilbúinni olíu.

Ætli menn séu feimnir að tala um þetta út af skattmann? Það er ekki bannað að keyra á þessu, frekar en steikingarfeiti eða matarolíu.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Glussi og vökvakerfisolíur á gamlan olíuverks bíl ?

Postfrá svarti sambo » 22.sep 2014, 18:34

Mér er svo sem skít sama um skattmann, enda er búið að borga skatt ( oftar en einu sinni ) af þessu glundri og þungaskatturinn, rennur hvort eða er ekki til vegagerðarinnar, því þá myndum við sennilega aka um á gullhúðuðum vegum. Þetta var svona frekar pæling, heldur enn eitthvað annað. Sé ekkert athugavert við það að menn reyni að nýta þetta glundur. Bara spurning hvort að þessi fyrirhöfn, sé að skila einhverjum hagnaði, þegar upp er staðið. Er sjálfur að nota svona sull ( úrgangsolía ) á olíubrennara, til kyndingar. Virkar flott í svoleiðis hluti með framsóknarolíunni ( græn olía ). Maður á nefnilega svo oft auðvelt með að halda að maður sé að spara, en er kannski bara að henda þúsundkallinum og hirða hundraðkallinn, þegar upp er staðið.
Fer það á þrjóskunni


Höfundur þráðar
450-ingvar
Innlegg: 45
Skráður: 26.maí 2012, 11:09
Fullt nafn: Ingvar Jóhannsson
Bíltegund: Toyota

Re: Glussi og vökvakerfisolíur á gamlan olíuverks bíl ?

Postfrá 450-ingvar » 25.sep 2014, 20:04

Jæja búinn að prófa þetta.

Notaði um 10 lítra af hreinum 32w glussa og það var á bílnum um 15-20 lítrar af hráolíu.
Núna á morgnanna reykir hann miklu meira og hristist og skelfur meira en hann er vanur.. finn engan mun á krafti samt. Virkar að mínu mati bara vel. :)

Maður er allavega klárlega á góðu tímakaupi við að braska í einhverju svona. Það er alltaf startkostnaður í hverju sem maður tekur sér fyrir hendur í lífinu.

Kv. Ingvar
Land Krúser HJ-61 1989 33'' (Seldur)
Land Krúser 70 (stuttur) 350 Chevy. 36'' 1989
Nissan Patrol 2.8 1992. (Seldur)
Nissan Patrol 3.3 1991. (Seldur)
Nissan Patrol 2.8 1993. Daily Driver


spámaður
Innlegg: 291
Skráður: 19.des 2010, 09:51
Fullt nafn: hlynur þór birgisson

Re: Glussi og vökvakerfisolíur á gamlan olíuverks bíl ?

Postfrá spámaður » 25.sep 2014, 20:20

þetta er sniðugt..en ef ég færi í ehv svona þá held ég að ég færi mjög varlega með það sem ég set á bílinn minn..ef ég gæti ekki síað og hreinsað þetta eins og best væri á kosið(skilvinda,forhitun og annað)þá mundi ég sleppa þessu.það er allur fjandinn af ógeði í úrgangsolíu og notuðum glussa sem ekki hentar í olíuverk og spíssa..
Hlynur þór birgisson
'46 willys 460 bbf
Ford F250 35" 5.4L D'74
Mmc outlander turbo
Bmw 323 coupe
Ford ranger 4.0 35"

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Glussi og vökvakerfisolíur á gamlan olíuverks bíl ?

Postfrá ellisnorra » 25.sep 2014, 22:10

Mér finnst grunnforsenda fyrir að keyra á þessu sulli að vera á ódýrum bíl. Ég er núna á ódýrum terrano og ætla að bjóða honum þetta sull á næstunni. Eins og áður kom fram þá notaði hiluxinn minn þetta (með terrano mótor) og fannst að æði.

Ég óska líka eftir aðeins fjörugri umræðu um þetta mál, það hljóta að vera fleiri sem hafa skoðun á þessu.
http://www.jeppafelgur.is/


makker
Innlegg: 209
Skráður: 16.sep 2012, 23:55
Fullt nafn: jón marel magnússon

Re: Glussi og vökvakerfisolíur á gamlan olíuverks bíl ?

Postfrá makker » 25.sep 2014, 22:27

Ég veit um einn 7,3 powerstroke sem gekk á notaðri gír og smurolíu í bland við sjálfskiftiolíu og ýmislegt fleira hann mallaði heilt sumar á þessu en það fór að kólna varð þetta of þykkt og hefði þurft að hita þetta sull upp en það þurfti að skipta reglulega um olíusíu og hann var ekki eins kraftmikill og hann á að vera

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Glussi og vökvakerfisolíur á gamlan olíuverks bíl ?

Postfrá ellisnorra » 25.sep 2014, 22:38

Var þessi ford á þessu óþynntu? Eitthvað lítið síað kannski?
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Glussi og vökvakerfisolíur á gamlan olíuverks bíl ?

Postfrá svarti sambo » 25.sep 2014, 22:49

Ef að ég færi í svona sull framleiðslu, fyrir bílvél, þá myndi ég sennilega byrja á því að fá mér svona búnað.
http://www.cjc.dk/fileadmin/user_upload ... 1009UK.pdf

Veit reyndar ekki verðið á þessu, en held að það myndi samt borga sig.
Fer það á þrjóskunni

User avatar

eyberg
Innlegg: 444
Skráður: 16.júl 2011, 22:07
Fullt nafn: Elvar Eyberg Halldórsson
Bíltegund: Jeep WJ Grand Cherok

Re: Glussi og vökvakerfisolíur á gamlan olíuverks bíl ?

Postfrá eyberg » 02.nóv 2014, 18:05

Langar svo að prufa þetta :-)=
https://www.youtube.com/watch?v=ui8ZOYa2cG8
Jeep WJ Grand Cherokee 4.7 L HO
Elvar Eyberg Halldórsson
S:869 7454

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Glussi og vökvakerfisolíur á gamlan olíuverks bíl ?

Postfrá ellisnorra » 02.nóv 2014, 20:49

Þessi fata er gjörsamlega glötuð ef ekkert á að meðhöndla olíuna meira, en fín sem grófsíun ef maður er með steikingarfeiti þar sem mögulega eru fljótandi franskar eða eitthvað shit í því. Eftir það á eftir að fínsía!
Lang besta hreinsunin er í gegnum skilvindu.
Þessi gæji hér er með geggjað setup
https://www.youtube.com/watch?v=zFNnoQyN7Zs
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

stjani39
Innlegg: 65
Skráður: 12.des 2011, 13:23
Fullt nafn: Kristján Guðmundsson
Staðsetning: Reykjavík

Re: Glussi og vökvakerfisolíur á gamlan olíuverks bíl ?

Postfrá stjani39 » 03.nóv 2014, 01:08

Hvað áttu við með Glussi og vökvakerfisolíur ??? (forvitni)

15,22,32,46,68,100, er seigja (centistoke) olíunnar (glussans) við 40°C

Er búin að nota alskonar glussa á bílinn hjá mér hef farið mest í T 100 vökvakerfis olíu og virkaði fínt ekkert mál að gangsetja, en þegar kólnar í veðri þá þinni ég með steinolíu eða bensíni.

Bens OM 600 602 603 og 606 eru með forbrunahólfum og BOSS línu olíuverkum og elska nánast allt nema smurolíu en þá mökk reykja þær.

Gömlu góðu BOSS línu olíuverkin virka frábærlega við svona. hef ekki enþá sett hitara í tankana hjá mér en það er í skoðun.
Musso, 1998, 3.0L OM 606 TD, 35", 12000 punda spil.
Stjáni


Höfundur þráðar
450-ingvar
Innlegg: 45
Skráður: 26.maí 2012, 11:09
Fullt nafn: Ingvar Jóhannsson
Bíltegund: Toyota

Re: Glussi og vökvakerfisolíur á gamlan olíuverks bíl ?

Postfrá 450-ingvar » 03.nóv 2014, 21:30

Með glussa og vökvakerfisolíur er ég að meina olíur á gískössum og skiptingum á dráttarvélum og gröfum.
10w
32w
TDH olía er á gírkössum á nýrri traktorum með vökvakúplingum,
og bara alsskonar Slam olía af vinnuvélum.
Land Krúser HJ-61 1989 33'' (Seldur)
Land Krúser 70 (stuttur) 350 Chevy. 36'' 1989
Nissan Patrol 2.8 1992. (Seldur)
Nissan Patrol 3.3 1991. (Seldur)
Nissan Patrol 2.8 1993. Daily Driver


baldur
Innlegg: 159
Skráður: 02.feb 2010, 17:43
Fullt nafn: Baldur Gíslason

Re: Glussi og vökvakerfisolíur á gamlan olíuverks bíl ?

Postfrá baldur » 05.nóv 2014, 11:22

Eitt sem þarf að athuga er að stjörnuolíuverk eru jafnan full af díselolíu og mekaníkin inni í þeim getur farið að hegða sér illa ef seigjan á olíunni verður of mikil.


Grímur Gísla
Innlegg: 233
Skráður: 22.mar 2010, 20:52
Fullt nafn: Hallgrimur Hrafn Gíslason
Bíltegund: Mussó, VW , MMC
Staðsetning: Fellabær

Re: Glussi og vökvakerfisolíur á gamlan olíuverks bíl ?

Postfrá Grímur Gísla » 05.nóv 2014, 13:09

Hefur enginn notað skilvindu af Skanía mótor í svona. Rafknúna dælu sem dælir upphituðu olíusullinu undir ca 4 bar þrýsting í gegnum skilvinduna.
Það liggja örugglega svona skilvindur víða.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 57 gestir