Þið sem eigið Suzuki Vitara


Höfundur þráðar
joias
Innlegg: 633
Skráður: 15.feb 2010, 21:15
Fullt nafn: Jóhann Lúðvíksson

Þið sem eigið Suzuki Vitara

Postfrá joias » 04.des 2010, 20:16

Hvað er 1600cc bensín súkka á 33" að eyða miklu á 100km?


Prodject Toylett Hilux Longcap eða hvað á að kalla það...

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1929
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Þið sem eigið Suzuki Vitara

Postfrá Sævar Örn » 04.des 2010, 20:33

ótrúlega litlu, já það trúir því enginn............







en svona til að þú fáir smá hugmynd þá er mín súkka 97 módel 1,6l á 33" á 5.125:1 hlutföllum að eyða 9-11 í langkeyrslu og 10-11 innanbæjar.

og ég keyri ekki eins og kelling. hef alltaf haldið skrá um bensíneyðsluna á bílnum frá því ég keypti hann 2008 og hann er að eyða meiru í langkeyrslu enda hefur hann ekki afl í að halda 5 gírnum endalaust þannig maður er oft að skipta 4-5 en innanbæjar er það 3-4 og dólar það bara fínt og virðist eyða minnu ótrúlegt en satt. Enda er þessi mótor með frekar seint vinnslusvið virkar ekkert undir 3000 snuningum.




en ég meina.... þetta er bara fólksbílsmótor, og bíllinn vigtar nákvæmlega sama og suzuki baleno, sem er með nákvæmlega sömu vél, og eyðir 5-8 /100 ;)

eini munurinn hlýtur að vera snúningshraði og vindmótstaða.




mæli með að menn kynni sér trackyourgasmilage.com snilldar síða til að fylgjast með eldsneytiskostnaði og eyðslu
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1929
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Þið sem eigið Suzuki Vitara

Postfrá Sævar Örn » 04.des 2010, 20:34

þar á móti er tankurinn í stuttu vitörunni bara 37 lítrar, hef farið hikstandi og kokandi inn á bensinstöð og kom á hann 33 lítrum, en hann fer líka 300 km á því. en kemst ekki til akureyrar á tanknum :)
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Þið sem eigið Suzuki Vitara

Postfrá jeepson » 04.des 2010, 23:15

minn var að eyða á milli 10 og 11 í blönduðum og leikaraskap með bilaðan EGR ventil.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2493
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Þið sem eigið Suzuki Vitara

Postfrá hobo » 05.des 2010, 18:03

Já ég er sammála þessu með því að halda 90-100 km hraða er súkkan mín að súpa mest, meira en á innanbæjarsnattinu.
Ég fer venjulega ekki mikið hraðar en 80 á þjóðvegum nema eg neyðist til þess.

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2493
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Þið sem eigið Suzuki Vitara

Postfrá hobo » 05.des 2010, 18:15

Svo maður komi með dæmi um eyðslu:

Fór í sumar upp í Kerlingarfjöll, fyllti á bílinn hjá Geysi.
Ekið uppeftir, daginn eftir ekið í Setrið skála 4x4, síðan kisugljúfur, svo í suðurátt, leppistungur, og svo aftur upp í kerlingarfjöll.
Daginn eftir var keyrt upp frá skálunum og Hveradalir og gamla skíðasvæðið skoðað, svo var farið heim aftur Kjöl.

Þurfti ekki að setja bensín á bílinn fyrr en ég kom í bæinn og var þá kannski 1/5 eftir á tanknum.
En þar sem tankurinn er ekki nema 47-48 ltr á 5 dyra suzuki vitara 1600cc er ekki hægt að kvarta yfir þessarri eldsneytis notkun.

já og hún var á 32" svo það sé tekið fram.


gunno1
Innlegg: 8
Skráður: 22.nóv 2010, 14:04
Fullt nafn: Gunnar Þór Jónsson

Re: Þið sem eigið Suzuki Vitara

Postfrá gunno1 » 06.des 2010, 09:51

ég er nýkominn á 33" súkku 4 dyra 1600cc, er ekki búinn að keyra mikið en fyrstu mælingar innanbæjar er svipað og strákarnir eru að segja hérna.. 10-11 lítrar á hundraði.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur