Síða 1 af 1
Loftpúðafjöðrun undir LC 90 33" aftan.
Posted: 14.sep 2014, 16:59
frá atli haukur
Hvar er ódýrast að kaupa púða undir jeppan að aftan og er ekki nóg að hafa 860 kg púðana.
Hafa menn verið að setja undir þessa jeppa lc 80 gorma að framan eða er það bara þegar á að breyta þeim meira.
Kv Atli Haukur.
Re: Loftpúðafjöðrun undir LC 90 33" aftan.
Posted: 14.sep 2014, 20:03
frá Haukur litli
Ég myndi fara í 1200 kg púða. LC80 gormar henta kannski ef bíllinn er komin með framhásingu, en ég sé það ekki ganga með klöfunum.
Re: Loftpúðafjöðrun undir LC 90 33" aftan.
Posted: 14.sep 2014, 20:04
frá ivar
ég myndi fara í 1200kg púða undir bílinn, en spyr mig samt hvort þú þurfir/viljir þessa hefðbundnu púða með 30-40cm slagi eða viljir fara í eh aðeins slagstyttra.
Ég er með 1300kg púða sem ég var að setja undir fellihýsi og finnst þeir helst til burðarmiklir þar undir enda bara 1000kg á hásingu en er með 1600kg púða í fordinum hjá mér og þar finnst mér það í tæpara lagi. Gæti vel trúað að þar væri 2,5t á hásingu.
Re: Loftpúðafjöðrun undir LC 90 33" aftan.
Posted: 15.sep 2014, 19:48
frá grimur
800kg Firestone færu undir að aftan hjá mér ef ég væri í þessum pælingum. Plássmál og sú staðreynd að þeir eru sterkbyggðari en flest annað ræður einna mestu.
En þeir eru rándýrir.
Re: Loftpúðafjöðrun undir LC 90 33" aftan.
Posted: 16.sep 2014, 09:44
frá Stebbi
Hvað með
eitthvað svona af því þetta er bara 33" breyttur bíll og ekki á leiðini í eitthvað krapaskak.
Re: Loftpúðafjöðrun undir LC 90 33" aftan.
Posted: 16.sep 2014, 11:40
frá ivar
1300kg púðar í part með plast botnum (sem ætti alveg að sleppa í 33" bíl) kosta ~24þ stk sem er bara ágætt verð og fínir púðar. Þurfa 20cm þvermál.