(næstum) Opið bréf til Atlantsolíu

User avatar

Höfundur þráðar
Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 874
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

(næstum) Opið bréf til Atlantsolíu

Postfrá Polarbear » 03.des 2010, 21:39

Þar sem Atlantsolía hefur ekki verið að standa sig í að efna loforðin sín þá sendi ég þeim bréf um daginn og bað um svör. Þrátt fyrir ítrekaða beiðni um að fá skriflegt svar þá hringdi Hugi Hreiðarson, markaðsstjórinn þeirra í mig og vildi frekar spjalla beint. það var ágætis spjall svosem, en ekkert meir. Ég sendi þeim því annað bréf í kvöld og ætla að birta hér öll bréfaskrifin. Vona að ykkur sé sama og ég væri jafnframt voða ánægður með að heyra hvort þið séuð sammála mér eða ekki.

jæja, hér koma skrifin: nýjasta bréfið er efst, en fyrsta bréfið neðst, svona eins og tölvupóstur raðast alltaf upp :)


_______________________________________
From: Lárus Rafn Halldórsson
Sent: 3. desember 2010 22:01
To: 'Hugi Hreiðarsson'; 'gudrun@atlantsolia.is'; 'hlynur@atlantsolia.is'
Subject: RE: Áskorun, lækkið bensínverð!

Jæja kæra Atlantsolía,
Guðrún framkvæmdastjóri Atlantsolíu, Hlynur sölustjóri og Hugi kynningar- og markaðsstjóri.

Ég gefst upp.

Það er augljóst að þið eruð engu skárri en önnur olíufélög á þessu blessaða skeri. Þið eruð ekki einusinni að hafa fyrir því að fela samráðið lengur. Það er algerlega augljóst að það ríkir engin samkeppni á bensínmarkaði og engu máli skiptir lengur hvar maður kaupir eldsneyti. Trikkið er að elta þó það eina sem telur enn. Afslætti til félagasamtaka og fyrirtækja. Og þar eruð þið algerlega útí móa.

Hugi, þú mátt eiga það að þú hringdir og spjallaðir, en ég sé núna afhverju. Þú villt ekki að til sé neitt á prenti af því sem þú sagðir. Sem var svosem að mér sýnist að mestu leiti froða. Allt þetta tal um álagningu og aðhald á hin félögin er bull. Þið eruð bara í samráði. Fáið að vera með.

Þú talaðir meðal annars við mig um verðmyndun á bensíni og olíu, hlut ríkisins, hvernig innkaupsverð er reiknað út og margt fleira áhugavert.

Afhverju þetta leynimakk? Getið þið ekki sett ykkur ákveðna álagningar-krónutölu á líter og látið bensínverð svo sveiflast eftir innkaupsverðinu? Varla eruð þið að kaupa birgðir oft í viku? Hversvegna hækkar og lækkar þá verðið hjá ykkur mörgum sinnum í mánuði? Þið skuldið okkur, kúnnunum ykkar, útskýringar á þessu.

Hvers vegna getið þið ekki lifað á lægri álagningu en stóru félögin? Hvar er ykkar yfirbygging? Hvaða ástæðu getið þið gefið fyrir því að vera ekki með mun lægri bensínverð en Risarnir? Ekki þurfið þið að borga stjórnvaldssektir vegna samráðsins síðast.

Afhverju sýnið þið ekki útreikninga á bensínverði á heimasíðuni ykkar eins og ég talaði um við þig, Hugi, í símann? Varla er þetta leyndó fyrir hinum félögunum sem vita nákvæmlega á hvaða verði þið kaupið ykkar birgðir, þar sem þið verslið öll úr sama tankskipinu.

Hversvegna birtið þið ekki Rökstudda útreikninga á þörf hækkunar og/eða lækkunar bensínverðs á heimasíðuni ykkar? Hversvegna reynið þið ekki að auka traust kaupenda á ykkur? Hvers vegna reynið þið ekki að vera öðruvísi, opin, gegnsæ og umfram allt HEIÐARLEG við kúnnahópinn ykkar? Ég er viss um að hann myndi stækka hratt.

Voruð þið ekki einu sinni með fögur loforð um að vera lægst á markaðnum –alltaf- well, I have news for you.... ÞAÐ HEFUR EKKI TEKIST Í MJÖG MARGA MÁNUÐI. Orkan (Shell) er –alltaf- 10 aurum ódýrari. Ekki mikið, en ódýrari. Og þar með hafið þið tapað.

Og nú tapið þið meira. Ekki miklu, en smávegis. Einum kúnna eða svo. Kúnna sem var ánægður með viðskiptin lengst af. Trúði því að eitt fyrirtæki gæti rekið nefið uppúr skítahaugnum og staðið við stóru orðin. Staðreyndin er mér hinsvegar mikil vonbrigði.

Á mánudaginn ætla ég að láta loka viðskiptakortinu mínu hjá ykkur og skila inn dælulyklunum.

Ég mun hugsanlega koma aftur í viðskipti ef þið skeinið ykkur, hífið upp brækurnar og farið aftur að sinna þeim kúnnum sem treystu á ykkur og trúðu fögrum fyrirheitum þegar þið voruð að stíga ykkar fyrstu skref á íslenskum bensínmarkaði. Ef þið sýnið og sannið að þið séuð að gera það sem þið lofuðuð í upphafi!

Ég ætla að birta þetta bréf í heild bæði á http://www.jeppaspjall.is sem er opið óháð spjall jeppafólks og á vefspjalli http://www.f4x4.is

Enn og aftur, ef þið viljið svara þessu, gerið það þá á prenti. Gjarnan sem svar við þessum pósti til mín, eða á spjallborðunum sem ég nefni hér að ofan. Ef þið svarið mér beint mun ég birta það á þessum spjallborðum. Í þetta sinn dugir ekki að hringja.

Þangað til, lifið heil, farnist ykkur vel og vonandi, vonandi, vonandi!!! get ég aftur orðið viðskiptavinur ykkar seinna. Traustið er farið en trúin lifir.

Kveðja,
Lárus Rafn Halldórsson

_______________________________________
From: Hugi Hreiðarsson [mailto:hugi@atlantsolia.is]
Sent: 18. nóvember 2010 14:18
To: Lárus Rafn Halldórsson
Subject: RE: Áskorun, lækkið bensínverð!

Heill og sæll Lárus og takk fyrir spjallið í gær.
Hef tekið málið upp varðandi upplýsingagjöfina á heimasíðunni.
Við erum jafnframt með heimasíðuna í skoðun varðandi uppfærslu og ekki ólíklegt hugmyndin tvinnist inn í þá vinnu.

Heyrumst síðar.
Með kveðju,
Hugi

________________________________________
From: Lárus Rafn Halldórsson [mailto:lalli@slepja.com]
Sent: 17. nóvember 2010 18:11
To: Hugi Hreiðarsson
Subject: RE: Áskorun, lækkið bensínverð!

Sæll vertu.

Mér þætti langbest að þú svaraðir mér bréflega. Ég verð líka að viðurkenna að ég sendi afrit af bréfinu á opið spjallsvæði Jeppamanna, http://www.jeppaspjall.is til að kynda undir umræðu um þessi mál.

Spjallþráðinn geturðu séð hér: viewtopic.php?f=2&t=2505&start=0

Mér þætti í raun best ef þú svaraðir þar jafnvel, og þá undir nafni og með leyfi fyrirtækis þíns. Ef þú svarar mér beint þá birti ég svarið þitt þarna nema þú bannir mér það sérstaklega. Ég skal taka út persónugreinanlegar upplýsingar úr svarbréfinu þínu áður en ég birti það þarna ef þú villt.

Ég hef verið tryggur viðskiptavinur ykkar í áraraðir og mér finnst Atlantsolía hreinlega skulda mér einhverjar útskýringar á þessu ástandi.

Bestu kveðjur og von um áframhaldandi góð samskipti,

Lárus Rafn Halldórsson.

_______________________________________
From: Hugi Hreiðarsson [mailto:hugi@atlantsolia.is]
Sent: 17. nóvember 2010 15:53
To: Lárus Rafn Halldórsson
Subject: FW: Áskorun, lækkið bensínverð!

Sæl Lárus og takk fyrir póstinn.
Það er mér skylt að svara þér.
Hvað er síminn hjá þér?

Með góðri kveðju,
Hugi H.
8253132
________________________________________
From: Lárus Rafn Halldórsson [mailto:lalli@slepja.com]
Sent: 17. nóvember 2010 15:11
To: atlantsolia@atlantsolia.is
Subject: Áskorun, lækkið bensínverð!

Góðan daginn.

Ég hef verið ánægður viðskiptavinur Atlantsolíu frá því þið komuð með fögur fyrirheit á markaðinn í kringum 2004.

En nú eru að renna á mann tvær grímur. Þið eruð með nánast sama bensín/olíuverð og -allir- hinir á markaðnum, líka stærri félögin sem eru með mikið meiri yfirbyggingu. Maður fer að hugsa sig um fljótlega hvort þið séuð enn í einhverri samkeppni eða hvort maður á bara að fara í drulluslaginn og elta alltaf ódýrasta dæluverðið á hverjum tíma, sem er ótrúlega oft Orkan.

Dollari hefur hrunið í gildi, heimsmarkaðsverð á olíu er í kringum 80 dollara sem er miklu lægra en síðast þegar bensínverð nálgaðist 200 krónurnar síðast og krónan hefur styrkst um 20% síðasta árið.

HVERSVEGNA ER BENSÍN- OG OLÍUVERÐ ENN Í KRINGUM 200 KRÓNUR?


Ég skora hér með á ykkur að taka ykkur saman í andlitinu og fara aftur í alvöru samkeppni!


með von um góð viðbrögð,

Lárus Rafn Halldórsson.
_______________________________________



User avatar

Höfundur þráðar
Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 874
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: (næstum) Opið bréf til Atlantsolíu

Postfrá Polarbear » 03.des 2010, 22:13

... bara að nefna að kveikjan að þessu nýjasta bréfi er eftirfarandi frétt:

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/1 ... ad_haekka/


steinarxe
Innlegg: 195
Skráður: 09.mar 2010, 21:16
Fullt nafn: Steinar Amble Gíslason

Re: (næstum) Opið bréf til Atlantsolíu

Postfrá steinarxe » 03.des 2010, 23:05

Helvíti er þetta flott!Gott að það sé einhver að nöldra í þeim en ég á ennþá erfitt með að trúa álagningunni frá ríkinu. ÉG SKIL EKKI AÐ 100 PRÓSENTU ÁLAGNING GETI TALIST LÖGLEGT!!!!!ERUM VIÐ ÞRÓUNARRÍKI EÐA?????Helvítis helvíti


Jens Líndal
Innlegg: 98
Skráður: 01.feb 2010, 01:48
Fullt nafn: Jens Líndal Sigurðsson

Re: (næstum) Opið bréf til Atlantsolíu

Postfrá Jens Líndal » 03.des 2010, 23:06

Einhvern tíman var mér sagt að Atlantsolía væri orðin að eign Shell en ég hef svosem ekki kynnt mér það. En ef satt er þá er ég svosem ekki hissa að A/O elti hina eins og skugginn, en ég hef í nokkur ár furðað mig á að það sé nánast engin yfirbygging hjá A/O en alltaf sama verð og hjá hinum, svo í nokkur ár hef ég ekki verslað af A/O.
En Lárus þetta er mjög þarft framtak hjá þér og frábært að þú skulir birta þetta svona, þetta ætti eitthvað að hrista upp í þeim vonandi.


maggs
Innlegg: 9
Skráður: 05.aug 2010, 17:03
Fullt nafn: magnús b jóhannsson

Re: (næstum) Opið bréf til Atlantsolíu

Postfrá maggs » 03.des 2010, 23:38

þetta er svakalega flott og beint bréf!!!!!

User avatar

andrig
Innlegg: 167
Skráður: 31.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Andri Þór Gíslason
Bíltegund: Dodge Ram 2500
Staðsetning: Reykjavík
Hafa samband:

Re: (næstum) Opið bréf til Atlantsolíu

Postfrá andrig » 04.des 2010, 01:13

frábært framtak!!
- Dodge RAM Cummins 2500, 2001 38"


peturin
Innlegg: 159
Skráður: 28.mar 2010, 10:52
Fullt nafn: Pétur Ingjaldsson

Re: (næstum) Opið bréf til Atlantsolíu

Postfrá peturin » 04.des 2010, 07:44

Sælir
Þarfaverk að hrista upp í þessu og hvergi betra en akkurat á þessum síðum.
Hef ég verið viðskipta(vinnur) AO frá byrjun og aldrey verslað við aðra...þar til nú að ég fékk mér Orku kort.
Sami rassin undir þessu öllu að mér sýnist þannig að maður leggst bara í drulluna og versalar þar sem það er ódýrast.
Pétur Ingjaldsson PIRAÐUR

User avatar

Höfundur þráðar
Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 874
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: (næstum) Opið bréf til Atlantsolíu

Postfrá Polarbear » 04.des 2010, 17:24

Jæja! fékk svar frá Huga aftur og sendi svar til baka um hæl.

Vonandi fáum við eitthvað vitrænt svar fyrir rest. ekki eitthvað mollulegt væl og aumingjaskap.

sjá hér:


________________________________________
From: Lárus Rafn Halldórsson
Sent: 4. desember 2010 17:52
To: 'Hugi Hreiðarsson'; gudrun@atlantsolia.is; hlynur@atlantsolia.is
Subject: RE: Áskorun, lækkið bensínverð!

Í Guðs bænum ekki svara bara mér. Svariði OKKUR! Kúnnunum ykkar!!! Gerið þetta opinberlega. Helst á ykkar eigin heimasíðu! Og á spjallinu, helst líka í auglýsingum.

WAKE UP!

Hættið að svara bara einum svona skarfi eins og mér í einu og svarið ÖLLUM! Snúið við blaðinu, verðið aftur það fyrirtæki sem náði sér í kúnnahóp með því að vera öðruvísi og KOMIÐ AFTUR MEÐ LÆGSTA BENSÍNVERÐIÐ!!

Baráttukveðjur,
Lárus

________________________________________
From: Hugi Hreiðarsson [mailto:hugi@atlantsolia.is]
Sent: 4. desember 2010 10:13
To: Lárus Rafn Halldórsson; gudrun@atlantsolia.is; hlynur@atlantsolia.is
Subject: RE: Áskorun, lækkið bensínverð!

Sæll Lárus,
Við höfum móttekið póstinn og reynum að svara þér svo fljótt sem kostur er.

Með góðri kveðju,
Hugi H.

User avatar

Höfundur þráðar
Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 874
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: (næstum) Opið bréf til Atlantsolíu

Postfrá Polarbear » 06.des 2010, 08:55

HAHA! haldiði ekki að hann Hugi H. hafi reynt að hringja í mig einu sinni enn til að reyna að útskýra fyrir mér verðmyndun á bensíni :)

ég sagði honum pent að svara mér í tölvupósti og neitaði að ræða við hann að öðru leiti. Maðurinn gerir greinilega hvað sem er til að þurfa ekki að skrifa neitt á blað!

nú verður spennandi að sjá hvort þeir svara ekki neitt þarna hjá Atlantsolíu eða sendi bréf..... gef þeim viku. ef ekkert svar verður komið þá er þetta augljóst mál.

User avatar

Höfundur þráðar
Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 874
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: (næstum) Opið bréf til Atlantsolíu

Postfrá Polarbear » 07.des 2010, 13:26

ég spái því að í næstu viku verði öll bensínfélög búin að hækka eldsneyti uppí 207 krónur.

User avatar

Haffi
Innlegg: 313
Skráður: 31.jan 2010, 23:01
Fullt nafn: Hafsteinn Ingi Gunnarsson
Bíltegund: Toyhatsu Rocky

Re: (næstum) Opið bréf til Atlantsolíu

Postfrá Haffi » 07.des 2010, 14:07

Polarbear wrote:ég spái því að í næstu viku verði öll bensínfélög búin að hækka eldsneyti uppí 207 krónur.

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/1 ... skeljungi/
Toyhatsu Rocky 38" - Kvekindið
Volvo 240, 740, S70 ofl

User avatar

Höfundur þráðar
Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 874
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: (næstum) Opið bréf til Atlantsolíu

Postfrá Polarbear » 07.des 2010, 21:32

ÉG FÉKK SVAR Á PRENTI!! loksins :) Birti það hér með:

_________________________________
From: Hugi Hreiðarsson [mailto:hugi@atlantsolia.is]
Sent: 7. desember 2010 17:52
To: Lárus Rafn Halldórsson; gudrun@atlantsolia.is; hlynur@atlantsolia.is
Subject: RE: Áskorun, lækkið bensínverð!

Heill og sæll Lárus,
Við munum taka áskorun þinni um leið og færi gefst, það máttu vita.
Þess utan ætlum við að reyna svara af okkar bestu þekkingu spurningum þínum og nokkrum til.

Af hverju hækka allir á svipuðum tíma?
Eðli málsins samkvæmt mun útsöluverð alltaf endurspegla heimsmarkaðsverð. Á það bæði við til hækkunar og lækkunar. Það eru tveir meginþættir sem ráða útsöluverðinu, annars vegar gengi dollars og hins vegar innkaupsverð. Í ljósi þessa vaknar þá spurningin af hverju við verðleggjum okkur ekki bara 2 til 3 krónum undir okkar samkeppnisaðilum og náum þannig til okkar öllum markaðnum.
Þú mátt vita að við gerum okkar allra besta til aðgreiningar, en á endanum er það sá sem getur boðið lægsta verðið sem stjórnar. Aðrir á samkeppnismarkaði munu verðleggja sig þar í grennd ella missa viðskipti. Þannig virkar samkeppni í raun. Við teljum okkur vera þann aðila sem gerbreytti markaðnum en samkeppnisaðilar okkar munu ekki færa okkur viðskiptavini sýna á silfurfati. Til að mynda hækkuðum við tæpum tveimur krónum minna en hinir síðastliðna viku og ættum við samkvæmt því að vera 2 krónum lægri, en því er ekki að heilsa. Aðrir lækka til jafns við okkur (ath. eiginleg olíufélög eru Olís, Shell og N1. ÓB og Orkan eru vörumerki, annars vegar í eigu Olís og hitt í eigu Shell).
En af hverju ekki bara að lækka meira og afturkalla hækkanirnar og sigra hópinn?
Ef við færum eftir einhverjum öðrum leikreglum en að reka fyrirtæki okkar þannig að það steytti ekki á skeri þá færi þannig fyrir okkar rekstri að þú Lárus Rafn þyrftir ekki að ómaka þig við að senda póst á okkur. Það eru mörg dæmi þess að þegar fyrirtæki er að hasla sér völl á gömlum og grónum markaði að samkeppnisaðilum tekst að keyra þann nýja í þrot. Hér á Íslandi höfum við fjölmörg dæmi m.a. úr brauð-, matvöru-, flug- og tryggingamarkaðnum. Í raun er ævintýri líkast að við skulum vera til og geta enn staðið við okkar skuldbindingar. Það hefur ekki verið einfalt eða auðvelt og sem dæmi versla enn tæp 90% við stóru félögin.

En af hverju eruð þið ekki mörgum krónum ódýrari þar sem þið hafið ekki þessa stóru yfirbyggingu?
Í dag er liðin tíð að fyrirtæki hafi svokallaða farþega um borð. Stjórnendur fyrirtækja endurskoða á hverjum tíma hvert einasta starf og greina ávinning af því. Okkar samkeppnisaðilar eru í margþættum rekstri, selja nauðsynjavörur, bækur og rafmagnstæki svo eitthvað sé nefnt og mér er til efs að þeir séu að borga með vörunum. Þeir reka stórar þjónustustöðvar þar sem þeir selja gos, pylsur, sælgæti með mörghundruð % álagningu. Þeir hafa af því ávinning að fá þig inn á stöðvarnar á meðan að þú sparar mikinn tíma með því að nýta þér mannlausu stöðvarnar. Að sama skapi reyna félögin eftir megni að lágmarka verðmun milli þjónustustöðva sinna og mannlausra stöðva.

Hvernig fara eldsneytiskaup fram og af hverju allar þessar verðbreytingar?
Við fáum að jafnaði um 12 farma af eldsneyti á ári. Hver farmur er greiddur fyrirfram og síðan gerður upp á meðalheimsmarkaðsverði hvers mánaðar. Af því leiðir að hækki innkaupsverð eða lækki þá fylgir útsöluverð þeirri tölu. Verðbreytingar geta því orðið margar suma mánuðina. Það er hins vegar svo að það vill enginn vera fyrstur til að hækka og það hefur gerst oftar en einu sinni og oftar en tvisvar að innkaupsverð hækkar mikið án þess að nokkur sé reiðubúinn til að taka skellinn. Afleiðing þessa er sú að þegar innkaupsverð lækkar aftur er ekki hægt að lækka þar sem að verð hafði ekki hækkað og um leið verður viðskiptavinurinn ósáttur við að ekki sé fylgt eftir fréttum í fjölmiðlum. Í þessu samhengi er vert að taka fram að á þeim 6 árum sem við höfum starfað þá hefur aldrei verið hringt í okkur af fjölmiðlum og við spurð af hverju við ætlum ekki að hækka. Það gerist hins vegar stundum að við erum spurð að því af hverju við ætlum ekki að lækka sbr. fyrrgreinda ástæðu. Við höfum hins vegar reynt að upplýsa fjölmiðla um gang mála, stundum með árangri. Ef hins vegar fjölmiðlar væru jafn duglegir að hringja í okkur og spyrja hvort að við ætlum ekki að hækka sem og lækka þá væru slíkar fréttir á pari.
Þegar öllu er á botnin hvolft þá er nærtækasta nálgunin hverju sinni innkaupsverð(heimsmarkaðsverð og gengi USD).

Af hverju þessar hækkanir nú?
Ef verðið á hinum norðurlöndunum er skoðað má glöggt sjá hvað er að gerast. Þar ráðlegg ég þér og öðrum að skoða t.d. Q8 í Danmörku. Hjá þeim má sjá verðbreytingar aftur í tímann. Til að mynda kostaði bensínlítrinn hjá þeim 10,89 dk (226 kr) 1. nóv en kostar nú 7. desember 2010 kl. 17.30; 11,62 dk (237 krónur) eða 10,5 iskr hækkun. Hjá okkur kostaði bensínlítrinn 196,40 þann 1. nóv og kostar nú 203,50 eða sem nemur hækkun upp á 7,1 krónur.
Sjá:
http://www.q8.dk/Priser/Prisudviklingen.aspx

Í Noregi er svipað upp á teningnum – sjá:
http://unox.no/web/motorist/listepriser ... X24Bedrift

Sama má segja um Svíðþjóð – sjá:
http://www.bensinpriser.se/prisstatistik
https://www.okq8.se/foretag/pastation/drivmedel/priser

Ástæður hækkana hér á landi síðustu vikur og um heim allan eru kuldar í Evrópu og mikil eftirspurn frá Asíu. Til glöggvunar kostaði tonnið af bensíni þann 1. nóvember um 765$ en kostar nú 7. desember um 849$. Dollarinn fór úr um 112 krónum í 115 á þessum sama tíma.

Af hverju ekki að setja meiri upplýsingar á heimasíðuna?
Málið er í skoðun. Við höfum hins vegar reynt að gera okkar besta í að upplýsa fjölmiðla um ástæður verðbreytinga en það má vel vera að það sé ekki nóg að gert og auka megi upplýsingagöf heimasíðu okkar.

Hver er hlutur ríkisins í eldsneytislítranum?
Dísel:
Í dag er hlutur ríkisins af dísel:
VSK – 25,5% – hækkað um 1 % fyrir ári síðan.
Olíugjald –52,77 kr. Var í lok árs 2008 41 kr. Hækkaði þá um 5,12 kr. Aftur sumarið 2009 um 5 kónur. Og um síðustu áramót 1,65 kr.
Kolefnisgjald 2,9 – nýr skattastofn frá því fyrir ári síðan.
Flutningsjöfnun 0,78 – óbreytt
Af útsöluverðinu sem er í dag 203,50, er hlutur ríkisins 97,3 kr.

Bensín:
Í dag er hlutur ríkisins í bensíni eftirfarandi:
VSK – 25,5% – hækkað um 1 % fyrir ári síðan.
Vörugjald 22,94 kr. – hækkaði des 2008 um 1,16 kr. Hækkaði júní 2009 um 10 kr og um 2,5 krónur fyrir ári síðan.
Bensíngjald 37,07 kr. – hækkaði áramótin 2008/2009 um 4,12 kr.
Kolefnisgjald 2,6 – nýr tekjustofn frá því fyrir ári síðan.
Flutningsjöfnun 0,36 - óbreytt
Af útsöluverðinu sem er í dag 203,60, hlutur ríkisins 104 krónur. Innkaupsverð er eins og áður segir 849 $ eða 74 kr. pr ltr. Mismunurinn er kostnaður við að flytja vöruna inn til landsins, álagning og afslættir.

Samráðið sem var hér á landi, og er enn ekki lokið í dómsölum, var reyfarakennt og með ólíkindum. Þú getur lesið skýrsluna á http://www.samkeppni.is en þar er meðal annars fjallað um afslætti til ýmissa félagasamtaka. Í stuttu máli hefur m.a. tvennt gerst eftir að við hófum starfsemi, verðbreytingar eru mun tíðari og ýmsir sérafslættir hafa litið dagsins ljós. Eitthvað sem forstjórarnir voru búnir að ákveða að koma í veg fyrir ásamt ýmsu öðru. Varðandi verðbreytingarnar þá voru þær 9 til 12 talsins á ári, allt fram til ársins 2004 að AO tók til starfa. Frá því AO hóf starfsemi eru verðbreytingar að meðaltali um 80 á ári, bæði til hækkunar sem og lækkunar. AO hefur aldrei verið fyrst til að hækka og samkeppniaðilar hafa oft afturkallað hækkanir eða dregið til baka að hluta eins og gerðist í síðustu viku.

Eldsneytiskaup?
Fram til vorsins 2007 keyptum við eldsneyti sjálfstætt frá Hollandi. Fyrst í gámum og síðar í heilum förmum. Haustið 2007 gerðum við innkaupasamning við Skeljung til að ná fram auknu hagræði og lækkun á kostnaði. Við erum minnsta olíufélagið en við rekum okkar eigin birgðastöð í Hafnarfirði og dreifum sjálf öllu eldsneyti að undanskyldu því sem er dreift á Akureyri. N1 og Olís eiga og reka sameiginlegt dreifingarfyrirtæki sem heitir Olíudreifing. Þessi tvö félög eru með um 70% markaðshlutdeild og njóta því gífurlegs kostnaðarhagræðis af þessu fyrirkomulagi.

Niðurlag
Í dag starfa 19 manns hjá Atlantsolíu og er þess gætt að nýta fjármuni og tækjabúnað á sem bestan hátt. Fyrirtækið var stofnað árið 2002 og eigendur þess eru Guðmundur Kjærnested og Brandon C. Rose. Félagið er með öll sín lán í skilum, ekkert hefur verið afskrifað og félagið er ekki til sölu. Bankar hafa aldrei komið að eignarhaldi félagsins og félagið er ekki tengt neinum viðskiptablokkum. Við reynum að vera ærleg í því sem við erum að gera og um leið að þjónusta viðskiptavini okkar á sem bestan hátt.

Að þessum orðum sögðum hvetjum við þig Lárus Rafn, sem og aðra, að kynna sér málefnið einnig í stærra samhengi, þ.e. eldsneytisverð hér á landi er ekkert einsdæmi eða sér á báti. Að sama skapi hvetjum við alla þá sem vilja lækka eldsneytisverð að líta einnig til þeirra hækkana sem stjórnvöld hafa bætt á almenning.
Þá má að endingu upplýsa um að stjórnvöld hafa hug á að hækka enn frekar skatta á eldsneyti um næstu áramót, í þeim efnum hefur verið nefnt 5 krónur.

Með vinsemd og virðingu,

Hugi Hreiðarsson
Atlantsolía




________________________________________

User avatar

Höfundur þráðar
Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 874
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: (næstum) Opið bréf til Atlantsolíu

Postfrá Polarbear » 07.des 2010, 21:37

Að sjálfssögðu svara ég svarinu.... hvað annað er hægt? :)


________________________________________

From: Lárus Rafn Halldórsson
Sent: 7. desember 2010 22:00
To: 'Hugi Hreiðarsson'; gudrun@atlantsolia.is; hlynur@atlantsolia.is
Subject: RE: Áskorun, lækkið bensínverð!

Sæll Hugi og takk fyrir bréfið, þetta er nákvæmlega það sem ég er að biðja um. Almennileg svör á prenti! Frábært framtak, þakka þér kærlega fyrir.

Ég er að skrifa ykkur hjá Atlantsolíu til þess einmitt að reyna að fá meiri dýpt og skilning á bensínmarkaði íslands, eða „víðara samhengi“ eins og þú orðar það. Ég læri ekkert á því að sitja heima í fýlu og spyrja engann. Ég er líka að þessu til að vekja ykkur til umhugsunar um kúnnana ykkar sem eru að bíða og leita eftir meiri svörum og vilja meiri upplýsingar frá ykkur, þið eruð alls ekki nógu dugleg að upplýsa viðskiptavini ykkar um þessi mál og það á –sérstaklega- við í því árferði sem nú er. Með því að gera þetta eins opinberlega og mér er frekast unnt er ég líka að reyna að gefa ykkur tækifæri til að útskýra mál ykkar fyrir eins mörgum og ég mögulega get. Ég er samt bara einn pjakkur og takmarkað hvað ég get gert.

Ég hljóma kanski tregur en mig langar að vita meira um Verðbreytingarnar. Þið fáið 12 farma á ári sem eru greiddir fyrirfram og svo gerðir upp á meðalverðlagi mánaðarins eftirá. Þið semsagt debonerið bensínfarminn. Er þetta gert til að verja ykkur fyrir verðsveiflum á innkaupsverði á eldsneytinu yfir mánuðinn? Hvaða ávinningur annar er af þessari leið? Hversvegna borgar sig ekki fyrir ykkur að taka færri og stærri farma í einu? Myndi það engu breita? Eða er ekki pláss í landi fyrir meiri birgðir en þetta í einu? Er kanski erfitt að geyma bensín og dísel svona lengi?

Af hverju má ekki birta þetta MEÐALHEIMSMARKAÐSVERÐ á heimasíðuni ykkar og daglegar breytingar á því? Svona svipað og gengi gjaldmiðla í bönkum? Það væri t.d. gaman að sjá graf sem næði kanski til síðustu 90 daga þar sem tvær línur tákna sveiflur á meðalheimsmarkaðsverði dísels og bensíns (með teknu tilliti til verðsveiflna á USDollar m.v. krónu) og svo útsöluverð á bensíni og díselolíu á sama tíma. Það getur ekki kostað mikið vesen að reikna svona lagað út og birta á einföldu grafi á heimasíðuni ykkar. Eins mættuð þið gera mikið betur í því að upplýsa hvað hlutur ríkisins er í viðkomandi verði með því að hafa það sundurgreint í verðlistanum ykkar á heimasíðuni, og jafnvel á útsölustöðunum ykkar líka!

Gætirðu bent mér á einhverja heimasíðu þar sem ég get hreinlega séð daglegt verð á bensíni og díselolíu þess birgja sem þið verslið af? Eða bara þetta meðal-heimsmarkaðsverð sem þú ert að tala um? (svona svipað og hægt er að sjá á síðuni http://www.oil-price.net fyrir hráefnaolíu)

Mundu, ég er ekki að biðja ykkur um að fara á hausinn með óvarlegum lækkunum, ég er að biðja ykkur að –sýna- kúnnunum ykkkar að þið séuð að gera ykkar besta. Ekki bara segja það. Þú segir að enginn hringi í ykkur til að spyrja hversvegna þið hækkið ekki verð? Mér finnst þið ættuð að –SÝNA- kúnnunum ykkar, og þar með öllum sem vilja sjá það, svart á hvítu ástæðuna á heimasíðuni ykkar, t.d. með hugmyndinni að þessu grafi sem ég nefni hér að ofan. Með þessu móti getið þið bent á þessar staðreyndir sem þú nefnir, beint á heimasíðuni ykkar. Fjölmiðlar munu aldrei gera neitt af viti fyrir ykkur í þessum málum nema þið hreinlega borgið auglýsinar. Heimasíðan ætti að vera öflugasta markaðstækið ykkar.

Annað sem ég vill fá á hreint. Afhverju leyfið þið Orkuni, sem er lággjalda-frontur ---Samstarfsaðila ykkar í innflutningi á eldsneyti--- að vera ávallt 10 aurum lægri en þið? Er SHELL að greiða niður eldsneyti Orkunar með peningum úr öðrum rekstri til að geta ávallt verið 10 aurum lægri en Atlantsolía? Eða var þetta partur af samningi ykkar þegar þið ákváðuð að flytja saman inn eldsneyti? Bara þetta atriði, þótt lítið sé, hefur skemmt alveg ótrúlega mikið fyrir Atlantsolíu. Næst lægstur á markaði er ekki nóg ef yfirlýst stefna fyrirtækisins segir annað.

Hvernig er annars að vera að flytja inn vöru með samkeppnisaðila? Er ávinningur samstarfsins svo mikill að það borgar sig að vera í samstarfi sem þessu? Geturðu sem fullrtúi Atlantsolíu staðfest 100% að þið séuð ekki að stunda samráð?

Enn ein spurningin er þessi: Nú eru öll stóru félögin á fullu að bjóða klúbbum og fyrirtækjum að gerast korthafar hjá sér og fá dælulykla og fá þannig veglegan afslátt, allt að 5 krónur t.d. frá dæluverði lággjalda-endans (nefni bara Orkuna/Shell sem dæmi). Nú eruð þið að veita öllum sem eru með dælulykil frá ykkur 2ja króna afslátt af lítraverði og þessi tala hefur ekkert breyst þótt verð á eldsneyti hafi tvöfaldast. Hafið þið íhugað að hækka þennan afslátt eitthvað til dælulyklahafa eða myndi það bara hafa í för með sér hærra almennt eldsneytisverð hjá ykkur í staðin?

Með von um áframhaldandi góð skrifleg samskipti,
Lárus Rafn Halldórsson

User avatar

svavaroe
Innlegg: 88
Skráður: 07.feb 2010, 18:02
Fullt nafn: Svavar Örn
Bíltegund: MMC Pajero '08 35"

Re: (næstum) Opið bréf til Atlantsolíu

Postfrá svavaroe » 08.des 2010, 10:32

hér má sjá verð frá OPEC.

Nú er tunnan nálægt $89
Gaman væri að vita hvernig gengið var og hvað líterinn kostaði í Júlí í sumar, þar sem tunnann kostaði $72.
Mig rámar í að það hafi einnig staðið nálægt 200kr per líter. :S
----------------------------------------------------------------------
Mitsubishi Pajero '08 35"
----------------------------------------------------------------------

User avatar

dabbi
Innlegg: 192
Skráður: 01.feb 2010, 19:51
Fullt nafn: Dagbjartur Vilhjálmsson

Re: (næstum) Opið bréf til Atlantsolíu

Postfrá dabbi » 08.des 2010, 12:01

væri ekki bara sniðugt að búa til síðu sem sýnir þróun heimsmarkaðsverð á olíu, gengi ísk gagnvart usd og útsöluverð á bensíni hérna heima?

lalli er þetta ekki bara eitthvað sem þú hendir út úr erminni?
kv
Dagbjartur Vilhjálmsson

Óbreyttur jeppakall


kalliguðna
Innlegg: 87
Skráður: 08.des 2010, 12:52
Fullt nafn: guðmundur karl guðnason

Re: (næstum) Opið bréf til Atlantsolíu

Postfrá kalliguðna » 08.des 2010, 13:10

gott framtak að röfla svolítið í þessum kónum en málið er ekki svona flókið ,því að ef "ALLIR" myndu kaupa eldsneyti þar sem það er ódýrast jafnvel þó það væri ekki nema 10 aurum ódýrara og þó að við þyrftum að keyra smá spotta til að nálgast samkeppnisaðilann sem selur 10 aurum ódýrara þá yrðu hinir að keppa við þá lægstu. Vandamálið erum við sjálf því við nennum stundum ekki að eltast við þessa "smámuni" og þessvegna dreyfist verslunin. Gerum það að reglu að aka einn hring um næsta nágreni og skoða verð hjá helstu sölu aðilum eldsneytis og verslum svo þar sem er ódýrast . Þessi rúntur kostar kannski meira en aurarnir sem við spörum við að versla þar sem er ódýrast en til lengri tíma litið þá erum við að græða. vandinn er bara sá að það verða lang flestir að gera það sama svo þeir dýrari neyðist til að lækka og fara í alvöru samkeppni.
kv:Kalli


Kalli
Innlegg: 410
Skráður: 27.júl 2010, 18:28
Fullt nafn: Karl Guð
Bíltegund: Cherokee 2007

Re: (næstum) Opið bréf til Atlantsolíu

Postfrá Kalli » 08.des 2010, 16:30

Eða kýkja á http://gsmbensin.is/gsmbensin_web.php og spara okkur sporin.

Image


afc
Innlegg: 100
Skráður: 20.jún 2010, 11:47
Fullt nafn: Bjarni Pálmason
Bíltegund: Grand Cherokee

Re: (næstum) Opið bréf til Atlantsolíu

Postfrá afc » 09.des 2010, 09:23

Sælir.

Mér finnst alltaf jafn fyndið þegar íslensk olíusamráðsfélög eru að monta sig af lækkunum um 2 - 3 heilar krónur eða hvað þeir eru nú að bjóða uppá.

Hérna er listi frá bensínverði í Danmörku

Priser Firma Adresse Dato Postnr By
10,41 F24 Hjørringvej 59 09-12-2010 07:33 9400 Nørresundby
10,42 Shell Express Otto Mønsteds Vej 1 09-12-2010 07:44 9200 Aalborg SV
10,50 Q8 Scheelsmindevej 2 09-12-2010 07:33 9200 Ålborg SV
10,50 Shell Hobrovej 48 08-12-2010 08:00 9000 Ålborg
10,52 OK, Nr. Uttrup Forbindelsesvejen 148 08-12-2010 08:00 9400 Nørresundby
10,55 Statoil Servicenter Østergade 41 09-12-2010 07:33 9400 Nørresundby
10,55 F24 Hasserisvej 102 08-12-2010 17:53 9000 Ålborg


og hérna er listi af dísel verði í Danmörku

8,99 F24 Hjørringvej 59 09-12-2010 07:33 9400 Nørresundby
9,05 Shell Express Otto Mønsteds Vej 1 09-12-2010 07:44 9200 Aalborg SV
9,12 OK, Nr. Uttrup Forbindelsesvejen 148 08-12-2010 08:00 9400 Nørresundby
9,14 Shell Hobrovej 48 08-12-2010 08:00 9000 Ålborg
9,15 Statoil Servicenter Østergade 41 09-12-2010 07:33 9400 Nørresundby
9,26 Q8 Scheelsmindevej 2 09-12-2010 07:33 9200 Ålborg SV

HVERNIG STENDUR Á ÞVÍ AÐ ÞAÐ SÉ SVONA MIKILL MUNUR Á DÍSEL OG BENSÍNI Í DANMÖRKU EN EKKI Á ÍSLANDI ( caps viljandi á )

Er díselolían eitthvaðódýrari í innkaupum í danmörku en á Íslandi ?
35" Trooper ´00


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Google [Bot] og 46 gestir