Síða 1 af 1
Isuzu Trooper bremsuvandamál
Posted: 09.sep 2014, 19:40
frá solider
er með 2001 árgerð af Isuzu trooper hann fór allt í einu að taka uppá því að vilja ekki leyfa manni að nota bremsupedalan, það er að segja maður stígur á pedalan og hann svo gott sem hreyfist ekkert og bíllinn vill ekki bremsa þannig að maður er í vondum málum einhver sem veit eða kannast við þetta allt vel þegið.
Re: Isuzu Trooper bremsuvandamál
Posted: 09.sep 2014, 20:40
frá Haukur litli
Er pedalinn sjálfur að festast eða er höfuðdælan stíf?
Re: Isuzu Trooper bremsuvandamál
Posted: 09.sep 2014, 20:49
frá solider
pedalinn hreyfit bara ekki hef ekki athugað með höfuðdæluna. einhver ráð um það hvernig best er að skoða hana?
Re: Isuzu Trooper bremsuvandamál
Posted: 19.sep 2014, 23:56
frá Keizarinn
skoðaðu vacumdæluna...
lennti í þvi a eldri gerð af trooper að litil slanga tengd við vacumið losnaði og fyrir vikið vildi bremsan ekki virka,
svo getur lika verið að o-hringur við höfuðdæluna sjúgi falskt loft