Síða 1 af 1

AT 38" VS 39,5" iroc undir lc120

Posted: 04.sep 2014, 22:12
frá Toti82
Sælir félagar, er með at undir bílnum lc 120 en hann er breyttur fyrir 39,5" að mér skillst, er eina vitið að halda sig á áfram í at eða ætti maður að prufa irockinn (eða annað 39,5")

Re: AT 38" VS 39,5" iroc undir lc120

Posted: 15.sep 2014, 20:02
frá TDK
Hefur virkilega enginn skoðun á þessu?

Re: AT 38" VS 39,5" iroc undir lc120

Posted: 15.sep 2014, 20:13
frá reyktour
Jú hef skoðun og reynslu af báðum.
At þau endast vel og eru ekki til mikilla vandræða.
Arctic létu sérhanna þau og eitthvað vit hafa þeir.
39.5 líta rosalega vel út, en það er hávaði í þeim og þola þau ekki miklar úrhleypingar.
Hef prufað að affelga eitt svona á 90 kmh.
Veit um nokkur samskonar dæmi.
Auðvelt er að verð sér út um auka At dekk.

Mitt atkvæði færi á At dekkinn.
Vona að einhverjir fleiri deili af reynslunni

Re: AT 38" VS 39,5" iroc undir lc120

Posted: 15.sep 2014, 23:29
frá stebbi1
Sæll, höfum verið með 39,5 irok undir LC120 hérna hjá björgunnarsveitinni um þó nokkurt skeið og erum að skipta yfir í 38" AT núna. Aðalástæðurnar fyrir því eru að þessi dekk eru víst eithvað lausari á felgum en önnur og höfum við alveg kynnst því, einnig höfum við verið við hliðinn á eins bíl sem virtist ganga betur í snjó. En við höfum svosem ekki þurft að hafa miklar áhyggjur af þeim úrhleyptum að örðu leiti en því að felgurnar spóla í dekkinu, alveg hægt að varast það en þegar það er búið að gerast einusinni þá er ekki aftur snúið nema sjálfsagt líma, valsa eða beadlock. F'inustu akstursdekk að sumri og vetri svona við venjulegar aðstæður, en við höfum svosem ekki prufað 38" undir ennþá.

Kv. Stefán

Re: AT 38" VS 39,5" iroc undir lc120

Posted: 16.sep 2014, 08:32
frá sukkaturbo
Sæll hef verið með Irokinn 39,5" gerði tilraunir í snjó að vísu bara í nokkra daga og svo var ég með 38" Mudderinn gamla. Var með þetta undir sama bílnum og skipti á milli ganga nokkrum sinnum stundum 3x á dag.Tilrauna bíllinn var toyota Dobulcab 89 og prufaði ég Irokinn nokkuð vel og við flestar þær aðstæður sem hægt er hér í Siglufirðinum bleytukrapa þurrum snjó brekkum í skriðgír læstur og ólæstur og hliðarhalla.Irokinn að mínu mati er góður í akstri á vegi hann kom vel út í að skríða upp snarbrattar brekkur ef snjórinn var aðeins blautur mikið grip.Hann var ekki að skila Toyotunni vel í viðkvæmum snjó og var ekki góður í krapanum.Þar sem ég komst ekki lengur áfram á Irok þá rauk ég heim í skúr og setti gamlan Mudderinn undir og gat klárað þær slóðir þar sem Irokinn hafði gefist upp í og hring keyrt bælinn eftir sjálfan mig. Fannst Irokinn stífur enda var hann nýlegur en Mudderinn gamall.
Ég veit að þú spurðir um AT en hef ekki reynslu á móti Irok með þau dekk.Var með AT mikið slitinn undir Ofurfoxinum mínum og prufaði þau en fannst þau stíf og erfitt að snúa þeim úrhleyptum.Keyrði yfirleitt heim eftir að hafa verrið að móast á 2 pundum og varð ég þá að keyra heim í lágadrifinu í öðrum eða þriðja gír enda sukkan ekki mjög kraft mikil. Fór svo á 46" á 20" breiðum felgum mög slitnum sem ég hafði skorið til og var mikill munur á að snúa þeim fyrir sukkuna gat keyrt heim á háadrifinu í öðrum og jafnvel þriðja á 1,5 pundi. En AT dekkin veit ég að eru að skila sér vel þegar munstur er heilt og gott og mundi ég mæla með þeim. kveðja guðni

Re: AT 38" VS 39,5" iroc undir lc120

Posted: 16.sep 2014, 23:27
frá Bjarkilu
sælir Ég hef átt báðar tegundir sem voru undir patrol Y61. Ég var með Irokinn á 12,5 breiðum felgum og var mjög ánægður með þau.
Gallar – þau vildu slitna hratt (mjúkt gúmmí), frekar mjó dekk. Kostir – Bíllinn var flottur og munstrið var gróft sem sem var stundum gott.
Ég hef átt tvo umganga af AT dekjum á 14" breiðum felgum. Þau komu líka vel út varðandi drifgetu. En stóri gallinn við þau er að þau slitna líka hratt og munstrið fyrir miðju dekki misslitna og dekkin verða fljótt ekki hringlótt. Ég fékk þá skýringu frá AT að AT virkuðu illa fyrir þunga jeppa eins og patrol. Mér fannst þetta frekar léleg skýring frá þeim þar sem það var ekki langt síðan ég keypti dekkinn hjá þeim fyrir rúm 400.000 kr.

Re: AT 38" VS 39,5" iroc undir lc120

Posted: 17.sep 2014, 12:58
frá Brjotur
Eg keypti einn af fyrstu göngunum af þessum 39,5 Irok dekkjum setti þau a 14" breiðar felgur var með þetta undir Trooper felagi minn setti a sama tima svona dekk undir hja ser en a 12 " felgur og eg get ekk annaðgert en hrosa Irok serstaklega a 14 " breiðum virkuðu betur a þeim felgum , þau eru mjorri 13,5 " en hærri og meira flot a urhleyptu , havaði ? ja ef eg er að fara a fjöll og vil drifa ,þa er mer sama um havaðann og ja eg notaði bilinn daglega :)

Re: AT 38" VS 39,5" iroc undir lc120

Posted: 17.sep 2014, 15:26
frá ivar
ég hef mjög góða reynslu af 39,5" IROK undir Y60 patrol og var mjög ánægður með þau. Hefði keypt þau aftur frekar en taka sénsa með AT dekkið sem ég hef hóflega fordóma fyrir án mikillar reynslu.
Rétt er að taka fram að ég var með valsaðar felgur með IROK-num og slapp þar með við afflegunarvandamálin sem eiga það til að tengjast dekkjunum.

Re: AT 38" VS 39,5" iroc undir lc120

Posted: 17.sep 2014, 21:12
frá Freyr
ivar wrote:ég hef mjög góða reynslu af 39,5" IROK undir Y60 patrol og var mjög ánægður með þau. Hefði keypt þau aftur frekar en taka sénsa með AT dekkið sem ég hef hóflega fordóma fyrir án mikillar reynslu.
Rétt er að taka fram að ég var með valsaðar felgur með IROK-num og slapp þar með við afflegunarvandamálin sem eiga það til að tengjast dekkjunum.


Hmmmmm ;-)

Image

Re: AT 38" VS 39,5" iroc undir lc120

Posted: 17.sep 2014, 22:24
frá ivar
:)
já já, og svo áttum við nokkrar svona myndir af 41" IROK á 17" breiðu felgunum. En þetta tiltekna dekk affelgaði 2x þar til ég bað Gumma í GJ að valsa felguna betur og varð alveg til friðs eftir það.

Alltaf gaman samt hvað þú heldur vel utanum allar myndir...