Vélaval í willys
Posted: 03.sep 2014, 22:48
Félagi minn er að velta fyrir sér hvaða vél hann á að velja sér í willysinn sinn. Það sem fyrir liggur er tilbúin undirvagn þar sem framhásingin er með drifkúluna hægra megin.
Hann er mikið að velta fyrir sér einhverri cherokee vél þar sem það er ofboðslegt framboð af ódýrum bílum. Þá er framdrifið reyndar vinstra megin (er það ekki þannig í öllum cherokee?) og kostar breytingu á framhásingu, eða að hræra í millikassamálum.
V8 er það eina sem kemur til greina, og ekki verra að hestöflin séu sem flest.
Nauðsynlegt er líka að áræðanleiki sé með besta móti og verðmiðinn þarf líka að vera lágur.
Hann er ekki með neitt í höndunum ennþá, svo ábendingar eru góðar en aðallega er ég að velta fyrir mér hvaða cherokee vélar séu bestar, því ég þekki þessa tegund ekki nógu vel.
Einnig, hvað gengur saman af þessu, gengur skipting af línu sexu á V8?
Aðrar tegundir koma einnig til greina, ekkert útilokað. Bara að verðið sé hagstætt og gæðin þokkaleg.
Hann er mikið að velta fyrir sér einhverri cherokee vél þar sem það er ofboðslegt framboð af ódýrum bílum. Þá er framdrifið reyndar vinstra megin (er það ekki þannig í öllum cherokee?) og kostar breytingu á framhásingu, eða að hræra í millikassamálum.
V8 er það eina sem kemur til greina, og ekki verra að hestöflin séu sem flest.
Nauðsynlegt er líka að áræðanleiki sé með besta móti og verðmiðinn þarf líka að vera lágur.
Hann er ekki með neitt í höndunum ennþá, svo ábendingar eru góðar en aðallega er ég að velta fyrir mér hvaða cherokee vélar séu bestar, því ég þekki þessa tegund ekki nógu vel.
Einnig, hvað gengur saman af þessu, gengur skipting af línu sexu á V8?
Aðrar tegundir koma einnig til greina, ekkert útilokað. Bara að verðið sé hagstætt og gæðin þokkaleg.