AC dæla
Posted: 02.sep 2014, 22:50
Sælir, ég er ekki viss um að þetta sé á réttum stað en læt þetta samt flakka hérna.
Ég þarf að leita í viskubrunn jeppaspjallsmanna til þess að hjálpa mér.
Núna er ég að fara tengja AC dælu í jeppan hjá mér en þarsem ég hef aldrei gert það áður hef ég ekki guðmund um hvernig ég geri það..
það er orginal AC dæla í bílnum sem fyrrverandi eigandi var búinn að aftengja og var byrjaður að breyta í loft en kláraði það ekki.
á myndinni fyrir neðan er stykki sem einhver laug að mér að væri einhvað í sambandi við AC dæluna.. hvað er þetta, hvað gerir þetta og hvernig tengi ég þetta?
annað, ég hef verið að hugsa um að setja kút með þessu, er það flókið? hvað þarf maður að kaupa í það? væntanlega einhvern útsláttarrofa eða einhvað þess háttar.
seinni myndin er svo af dælunni sjálfri en eins og sjá má vantar mig rörin í hana, hugsa um að ég smíði bara nýtt í götin en hvað meiga rörin sem ég smíða í þetta ná langt ofan í dæluna? og þarf ég að tengja einhvað í þennan rauða tappa á hliðinni?
þakka svör og afsakið ef þessar spurningar eru mjög heimskulegar.. en eins og maðurinn sagði maður lærir ekki nema maður spurji :)
kv Siggi Bjarni
Ég þarf að leita í viskubrunn jeppaspjallsmanna til þess að hjálpa mér.
Núna er ég að fara tengja AC dælu í jeppan hjá mér en þarsem ég hef aldrei gert það áður hef ég ekki guðmund um hvernig ég geri það..
það er orginal AC dæla í bílnum sem fyrrverandi eigandi var búinn að aftengja og var byrjaður að breyta í loft en kláraði það ekki.
á myndinni fyrir neðan er stykki sem einhver laug að mér að væri einhvað í sambandi við AC dæluna.. hvað er þetta, hvað gerir þetta og hvernig tengi ég þetta?
annað, ég hef verið að hugsa um að setja kút með þessu, er það flókið? hvað þarf maður að kaupa í það? væntanlega einhvern útsláttarrofa eða einhvað þess háttar.
seinni myndin er svo af dælunni sjálfri en eins og sjá má vantar mig rörin í hana, hugsa um að ég smíði bara nýtt í götin en hvað meiga rörin sem ég smíða í þetta ná langt ofan í dæluna? og þarf ég að tengja einhvað í þennan rauða tappa á hliðinni?
þakka svör og afsakið ef þessar spurningar eru mjög heimskulegar.. en eins og maðurinn sagði maður lærir ekki nema maður spurji :)
kv Siggi Bjarni