AC dæla


Höfundur þráðar
siggibjarni
Innlegg: 110
Skráður: 07.apr 2011, 21:47
Fullt nafn: Sigurður Bjarni Gilbertsson
Bíltegund: Land Cruiser 80
Staðsetning: Búðardalur

AC dæla

Postfrá siggibjarni » 02.sep 2014, 22:50

Sælir, ég er ekki viss um að þetta sé á réttum stað en læt þetta samt flakka hérna.
Ég þarf að leita í viskubrunn jeppaspjallsmanna til þess að hjálpa mér.

Núna er ég að fara tengja AC dælu í jeppan hjá mér en þarsem ég hef aldrei gert það áður hef ég ekki guðmund um hvernig ég geri það..

það er orginal AC dæla í bílnum sem fyrrverandi eigandi var búinn að aftengja og var byrjaður að breyta í loft en kláraði það ekki.

á myndinni fyrir neðan er stykki sem einhver laug að mér að væri einhvað í sambandi við AC dæluna.. hvað er þetta, hvað gerir þetta og hvernig tengi ég þetta?
20140902_210248.jpg
Mynd1
20140902_210248.jpg (109.07 KiB) Viewed 2645 times


annað, ég hef verið að hugsa um að setja kút með þessu, er það flókið? hvað þarf maður að kaupa í það? væntanlega einhvern útsláttarrofa eða einhvað þess háttar.

seinni myndin er svo af dælunni sjálfri en eins og sjá má vantar mig rörin í hana, hugsa um að ég smíði bara nýtt í götin en hvað meiga rörin sem ég smíða í þetta ná langt ofan í dæluna? og þarf ég að tengja einhvað í þennan rauða tappa á hliðinni?
20140902_210213.jpg
20140902_210213.jpg (108.03 KiB) Viewed 2645 times


þakka svör og afsakið ef þessar spurningar eru mjög heimskulegar.. en eins og maðurinn sagði maður lærir ekki nema maður spurji :)

kv Siggi Bjarni




emmibe
Innlegg: 250
Skráður: 20.mar 2013, 08:43
Fullt nafn: Elmar þór Benediktsson
Bíltegund: ssangyong musso

Re: AC dæla

Postfrá emmibe » 02.sep 2014, 23:22

Sæll, ef að götin fyrir rörin hafa verið opin þá er sniðugt að opna dæluna og fara yfir hana, þá sérðu líka hvað rörin eiga að vera löng. Á hvalbaknum virðast vera Olíuglas og rakaskilja. Pressustat fékk ég í Barka. Kútur getur verið slökkvitæki t.d og það fást rústfrí vatnsslökkvitæki (úrelt) í Slökkvitækjaþjónustunni (kolsýra.is) Bakkabraut 16, 200 Kópavogi á 5000 kall minnir mig.
Kv.Elmar
Elmar Þór Benediktsson
emmibe@gmail.com
SsangYong Musso E32

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: AC dæla

Postfrá jongud » 03.sep 2014, 08:56

Það eru nokkur atriði sem þarf að hafa í huga þegar AC-dælum er breytt í loftdælur.

Í fyrsta lagi þurfa þær smurning. Það er gert annaðhvort með því að setja smurglas (skammtara) sog megin á þær, eða breyta þeim þannig að fremri hlutinn sé lokaður af og olía höfð þar. (Það er einhversstaðar hér á spjallinu þráður um það).

Í öðru lagi þarf að sía loftið inn á þær. Annaðhvort með því að setja litla loftsíu sogmegin á þær, eða tengja slöngu inn á lofthreinsarann á vélinni.

Síðan er spurning hvað tekur við loftinu. Ef það á bara að nota dæluna fyrir dekk er nóg að hafa opið hraðtengi í slöngu. Annars þarf pressustat, öryggisloka og kút. Best er að nota pressustat sem léttir þrýstingi á dælunni þannig að hún byrjar að dæla án álags. Og ef það er notað smurglas til að smyrja dæluna þarf að útbúa eitthvað sem skilur olíuna frá (kút eða skilju).

User avatar

bjarni95
Innlegg: 122
Skráður: 13.apr 2013, 13:35
Fullt nafn: Bjarni Freyr Þórðarson
Bíltegund: Suzuki Sidekick Spor

Re: AC dæla

Postfrá bjarni95 » 06.sep 2014, 00:01

Hérna er smá þráður sem ég setti saman fyrir ekki svo löngu, hann fer ágætlega yfir þetta :)

viewtopic.php?f=5&t=18849
Nissan Patrol 1998 35"
Jeep Wrangler 1991 35"
Suzuki Sidekick Sport 1.8L 1997 33" - SELDUR
Willys CJ-2A Volvo B18 - SELDUR

User avatar

bjarni95
Innlegg: 122
Skráður: 13.apr 2013, 13:35
Fullt nafn: Bjarni Freyr Þórðarson
Bíltegund: Suzuki Sidekick Spor

Re: AC dæla

Postfrá bjarni95 » 06.sep 2014, 00:03

bjarni95 wrote:Hérna er smá þráður sem ég setti saman fyrir ekki svo löngu, hann fer ágætlega yfir þetta :)

viewtopic.php?f=5&t=18849



Eitt sem ég er búinn að breyta frá þessu kerfi, ég setti 2m langa slöngu frá dælu að skilju til að kæla loftið frá dælunni, svo færði ég einstefnulokann fyrir aftan skilju, það á að hjálpa til við skiljunina.
Nissan Patrol 1998 35"
Jeep Wrangler 1991 35"
Suzuki Sidekick Sport 1.8L 1997 33" - SELDUR
Willys CJ-2A Volvo B18 - SELDUR


kristó
Innlegg: 84
Skráður: 03.aug 2012, 20:14
Fullt nafn: kristófer már þórhallsson
Bíltegund: landcruiser 90

Re: AC dæla

Postfrá kristó » 06.sep 2014, 10:43

ég notaðist við þetta þegar ég gerði þetta við dodge sem é átti
Viðhengi
OBA-cat-schematic.jpg
OBA-cat-schematic.jpg (58.31 KiB) Viewed 2306 times

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: AC dæla

Postfrá ellisnorra » 06.sep 2014, 13:12

Varðandi fittingsinn á dæluna, lang-lang einfaldast er að finna þetta í einhverju flaki einhverstaðar. Ég held að ég fari rétt með, að í öllum toyotum sé eins ac dælur og fittings, allavega allt sem ég hef séð. Þetta er pínu flókin smíði ef þetta á að vera gert svo þetta endist og þétti, inn á dæluna er sverara en út af dælunni og það þarf líka að vera 0 þéttihringur.
Það er AC í uþb öðrum hverjum camry og ég hef handleikið dælur úr nokkrum slíkum. Þetta ætti ekki að vera erfitt að finna, í versta falli er þetta til nýtt einhverstaðar, í toyota eða á netinu.

Image
http://www.jeppafelgur.is/


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 25 gestir