Síða 1 af 1
Hvernig 35" dekk
Posted: 21.aug 2014, 21:56
frá bjarnivj
Er að leita mér af 35" dekkjum og alveg lost í þessum frumskógi, mælt var með Dick Cepek í AT malbiks dekkjum með fínna munstri svo er til grófari dekk af sömugerð leist betur á þau en það á að vera meiri hávaði í þeim. BFG all terrain dekkinn komu sterk inn eins mut dekki frá þeim en að sama skapi hávaða meiri,
Toyo Open Contry MT líst mér nokkuð vel á spurning með hávaðan líka til AT frá þeim.
Á hvernig 35" dekkjum eruð þið. endilega komið með kosti og galla, hávaði, grip í snjó, möl, ending, verð,….
Re: Hvernig 35" dekk
Posted: 21.aug 2014, 22:03
frá Járni
Ég væri einnig til í að heyra álit á þessu, mig vantar 35" dekk fyrir veturinn, helst nelgd eða neglanleg.
Re: Hvernig 35" dekk
Posted: 21.aug 2014, 23:18
frá svarti sambo
Mæli eindregið með þessari tegund.
viewtopic.php?f=30&t=23699 . Þau voru að virka alveg rosalega vel undir F350 og það var ekki meiri hávaði en í 33" BFG- all terran. Það er búið að míkróskera mín dekk, alveg yfir, þannig að þau eru ekki lengur neglanleg, enn gripið kom mér skemmtilega á óvart í snjó og hálku. Fannst gripið í þeim vera betra en í negldum og míkróskornum 38,5" trexus. Myndi hiklaust klára að slíta þeim, ef þau virkuðu ekki sem hjólbörudekk undir Fordinum í dag.
Re: Hvernig 35" dekk
Posted: 22.aug 2014, 08:27
frá Sæfinnur
Er búnn að slíta upp einum gangi af BF Goodrich AT undir mínum þriggja tonna Ram. það var gott að keyra á þeim og sæmilegt grip þangað til þau voru ca. hálf slitin. Eftir það var bíllinn eins og belja á svelli. Eins fannst mér þau slitna hratt, og var sagt af spekingum að þetta væri of þungur bíll fyrir þau. Er núna á Toyo Open Country. Þau eru míkro skorin í tætlur, hafa ótrúlega gott grip og virðast slitna mun hægar em Goodrich dekkin. Þau eru háværari og bíllinn rásar mun meira á þeim. Hinnsvegar er ég bara á 7 eða 8 tommu felgum (ekki alveg viss hvort er) og er sagt að hann yrði mun betri á 10 tommu.
Re: Hvernig 35" dekk
Posted: 22.aug 2014, 09:05
frá karig
Hef keyrt tvo nýja ganga af 35 tommu Good Year Wrangler, MT, á Hilux, hafa endst ótúlega og eru frábær í snjó og drullu, lét að vísu míkróskera báða gangana nýja, kv, kári.
Re: Hvernig 35" dekk
Posted: 22.aug 2014, 09:22
frá ellisnorra
Ég var með toyo open country undir hiluxnum hjá mér og það voru alveg æðisleg dekk. Kringlótt, slitnuðu hægt og feiki grip. Fór bæði yfir langkjökul að hveravöllum rétt eftir áramót 2010 og svo líka í túrisstagosið á fimmvörðuhálsi og feikna snjógrip og góð akstursdekk. Man reyndar ekki hversu hávær þau voru, það er allavega ekki að plaga mig í minningunni.
Mæli með þessum dekkjum, öðrum framar sem ég hef prufað.

Re: Hvernig 35" dekk
Posted: 22.aug 2014, 10:32
frá Polarbear
er á Toyo opencountry undir 80 krúser og hrikalega sáttur. er með þau á 10" felgum.
kringlótt og ég held sveimér þá að það bætist í munstrið með akstri... þau slitna bara ekki rassgat
mjög ánægður með þau og verðið var gott.
Re: Hvernig 35" dekk
Posted: 22.aug 2014, 15:00
frá Fordinn
Toyo open country.... slitna hægt.... og feikna sterkar hliðar smá hvinur i 38" enn ekkert stórkostlegt....
Re: Hvernig 35" dekk
Posted: 23.aug 2014, 10:44
frá Hrannifox
Veit allavega þegar ég var að vinna á dekkjaverkstæðinu hjá benna
þeir sem komu inn á toyo keyftu alltaf þessi dekk aftur það hlítur að segja sitt. alveg sama undir hvernig bil þetta var
ég sé enþá eftir því að hafa keyft maxxis og gleymt að skoða toyo dekkin því verðið var það sama, allavega næsti gangur sem ég kaupi verður toyo open mt munstur.
http://benni.is/Dekk/Jeppar/Vetrar-heil ... ountry_MT/
Re: Hvernig 35" dekk
Posted: 31.aug 2014, 19:28
frá krummignys
Toyo MT ekki spurning. Pabbi minn á LC90 og var eitthvað að spá í að breyta honum fyrir 38' en keypti fyrir einhverja slysni Toyo MT 35x 13,5 microskorin og negld, á 12 tommu breiðum felgum. Núna dettur kallinum ekki í hug að fara í 38' enda algjör óþarfi! Hann fer jafn mikið og allir hinir og ef ekki meira!
Re: Hvernig 35" dekk
Posted: 26.sep 2014, 17:52
frá Járni
Ég er enn að velta þessu fyrir mér, Toyo Open Country virðast vera málið en AT vs MT?
AT viðast vera meiri keyrsludekk en er það eitthvað sem á sérstaklega heima undir Defender?
Einnig, hafið þið verið að láta negla þau?
Re: Hvernig 35" dekk
Posted: 26.sep 2014, 19:30
frá jeepson
Eru menn ekkert hrifnir af toyo open country MT? Þau eru 13,5" breið. Ættu að virka vel á 13-14" breiðum felgum. Sjálfsagt nokkuð hávaðasöm. En ég gæti trúað því að þetta séu bara ansi góð dekk.
http://www.benni.is/Dekk/Jeppar/Sumarde ... ountry_MT/
Re: Hvernig 35" dekk
Posted: 05.nóv 2014, 23:21
frá Bolti
Þetta 35" Toyo MT 13.5 dekk virðist vera snilld. En er í lagi að setja þau á 12" breiða felgu? Samþykktar felgustærðir samkvæmt framleiðanda er 8.5-11 tommur.
Hvað segiði með það?
Re: Hvernig 35" dekk
Posted: 06.nóv 2014, 09:05
frá jongud
Ég er nýbúinn að kaupa jeppa á 35" Toyo AT dekkjum. Ég er bara búinn að keyra svolítið á malbiki innanbæjar en ég heyri ekki múkk í dekkjunum.