SSangyong Kyron


Höfundur þráðar
Navigatoramadeus
Innlegg: 276
Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
Bíltegund: Cruiser
Staðsetning: Álftanes

SSangyong Kyron

Postfrá Navigatoramadeus » 19.aug 2014, 20:23

Sælinú,

ég er soldið heitur fyrir einum svona á 35", 2007 árgerð, 2L diesel, sjálfskiptur og ekinn 100þkm.

Langar að spyrja ykkur um álit á þessum bílum, veit það eru Benz-ættaðar vélar en lítið meira, ágætt að keyra, gormar að framan og aftan (hásing aftan en klafar framan)
annars vinn ég á bílaverkstæði og get gert flest sjálfur, ágætisreynslu af Benna hvað varahluti varðar, geri ráð fyrir ca 10L/100km en er helst að velta fyrir mér hvernig svona bíll er að standa sig á 35" varðandi að hann þoli það til lengdar.

http://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bid ... &schpage=2

Endilega hellið úr viskubrunnum takk (er með bílinn frátekinn og ætla með hann í ástandsskoðun á morgun).

kv. Jón Ingi




Rodeo
Innlegg: 74
Skráður: 01.aug 2012, 01:01
Fullt nafn: TUMl TRAUSTAS0N
Bíltegund: Ford Explorer
Staðsetning: Alaska

Re: SSangyong Kyron

Postfrá Rodeo » 19.aug 2014, 22:16

Foreldranir eiga svona óbreyttan og líkar vel. Ágætt að keyra hann hjá þeim og vélin dugar vel þótt ekki sé hún stór.

Venjulegir slithlutir eins og vill verða en engar stór bilanir og eyðslan er mjög hófleg 8l í langkeyrslu og held ég undir 10 í bænum.
2013 Toyota Highlander Hybrid
2006 Ford Explorer Hákur Seldur
2008 Toyota Prius Sparibaukur
1995 Isuzu Rodeo Seldur

User avatar

jongud
Innlegg: 2626
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: SSangyong Kyron

Postfrá jongud » 20.aug 2014, 08:18

Asskoti líst mér vel á svona hugmyndir. Verður flott að sjá einn svona á 35-tommum.


Höfundur þráðar
Navigatoramadeus
Innlegg: 276
Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
Bíltegund: Cruiser
Staðsetning: Álftanes

Re: SSangyong Kyron

Postfrá Navigatoramadeus » 20.aug 2014, 21:30

jæja, í morgun fór ég uppí Bílaland, BL, og sótti Kyron og fór með í ástandsskoðun hjá Frumherja.
2007 módelið og ekinn 99þkm, mig langaði í nettan jeppa, hann er á 35" og með ARB loftlæsingu að aftan.

ásett verð er 2.390þkr, tilboð hljómaði uppá 1.690þkr og ég gat röflað hann niður í 1.600þkr, hélt
ég væri að gera sæmileg kaup þarna, versla af umboði og því ætti ég að geta treyst þeim viðskiptum.

Þetta reyndist alger tímasóun því BL virðast bara hafa ætlað að selja köttinn í sekknum enda komu
"aðeins" 25 atriði fram og mörg þeirra í stærri kantinum svo áætlaður viðgerðarkostnaður
hljómar uppá uþb 700þkr takk fyrir !

fór uppí Bílaland með vagninn og tók sölumanninn á tal.

þá fékk ég að sjá þeirra ástandsskoðun sem var nokkuð samhljóma þeirri frá Frumherja nema með
áætluðum kostnaði um 700.000kr.

ég spurði þá hvern andskotann væri verið að sóa tíma mínum og peningum í að reyna að selja mér
bílinn í svona ástandi ?

sölumaðurinn blessaður umlaði að það væri svo mikill afsláttur af bílnum að ég fór bara að hlæja
enda er þetta þá enginn afsláttur heldur bara viðgerðarkostnaður !

ég heimtaði að fá endurgreidda ástandsskoðunina en það var ekki hægt fyrren ég æsti mig við
sölustjórann andskotans vinnubrögð þetta væru að selja svona gallaða vöru vitandi hún væri
í ástandi langt utan við fagmannleg vinnubrögð sem maður væntir hjá umboðum !

svona fyrir þá sem eru að spá í þessum bíl þá er hér hluti af listanum;

1. bíllinn er auglýstur 35" en það eru 33" undir og skráður á þeim.
2. skiptingin hegðar sér skringilega.
3. loftlæsing virkar ekki.
4. spindilkúla ónýt.
5. stýrisendi ónýtur.
6. þarf að hjólastilla.
7. lekur stýrisvökva á maskínu.
8. lekur skiptingarvökva á lögn/kæli.
9. rúðuþurrkur aftan óvirkar.
10. rúðuþurrkur framan virka illa.
11. útblásturskerfi óþétt, rör í sundur.
12. rúðuupphalari vf bilaður.
13. ballansgúmmi framan ónýt.
14. slökkvitæki, notkunartími útrunninn.
15. tengibúnaður fastur.
16. kerrutengill ónýtur.
17. sjúkrakassa vantar.
18. framrúða skemmd.
19. brotnar hlífar undir bíl.
20. rispur/dældir í yfirbyggingu.


og fleira smálegt en þarna taldi ég nóg komið, talsvert meira en ég bjóst við og
sæmilegu viðskiptin að verða mun betri sala en kaup.

ég er kannski svona vitlaus en ég hélt að umboðin (sem eru dugleg að rakka niður uppítökubíla)
væru heiðarlegri en þetta, lágmarkið að sýna manni þeirra ástandsskýrslu til að spara manni
ómakið að taka sér frí úr vinnu og standa í svona vezeni.

það sem Bull & Lygi gerði svo var að bæta "þarfnast lagfæringa" á sölutilkynninguna en þó ég
sagði þeim af 35" ruglinu þá hefur það ekki lukkast að laga það, bíllinn er á 285/75-16 sem
eru 32,8"

það eina jákvæða var þjónustan hjá Frumherja, bæði í morgun að panta tíma og þeir á skoðunarstöð
Frumherja í Hafnarfirði, almennilegheit og fagmennska, BL mætti taka sér þá til fyrirmyndar !

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: SSangyong Kyron

Postfrá svarti sambo » 20.aug 2014, 22:00

Er það ekki rétt hjá mér, að það sé ábyrgð í x tíma á notuðum bílum frá þeim. Var allavega svoleiðis þegar ég átti viðskifti við þá síðast, fyrir einhverjum árum. Þeir nefnilega lækka bílana sem nemur athugasemdum + uppítökuafföllin. Síðan reyna þeir að selja þá aftur, og vona að nýji eigandinn geri ekkert í málinu. Voru þeir ekki tilbúnir að lækka bílinn um 700.000kr af tilboðsverðinu ? Þar sem að tilboðið hljómar bara uppá 400.000kr sem er sjálfsagt bara uppítökuafföllin.
Fer það á þrjóskunni


Höfundur þráðar
Navigatoramadeus
Innlegg: 276
Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
Bíltegund: Cruiser
Staðsetning: Álftanes

Re: SSangyong Kyron

Postfrá Navigatoramadeus » 20.aug 2014, 23:03

nei þeir lækkuðu bílinn um 700þkr af ásettu verði, svipað og áætlaður viðgerðarkostnaður.

2390 -1600þkr = 790þkr þess utan að hann er klárlega verðminni á 33" heldur en 35" svo ég hefði bara fengið bílinn á ásettu verði, rosatilboð fyrir þá en ekki mig.

hvað ef ég hefði bara treyst BL, keypt bílinn og svo verið að komast að þessu á næstu vikum og mánuðum ?
ætli þeir hefðu sagt að ég hefði fengið bílinn á frábæru tilboði og hefði mátt vita að hann væri ekki í lagi ?

það er ekki hægt að tala um þetta sem tilboð af neinu tagi heldur söluverð+viðgerðarkostnað = ásett verð, enda
uppfærðu þeir auglýsinguna eftir þessa uppákomu.

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: SSangyong Kyron

Postfrá svarti sambo » 20.aug 2014, 23:45

Var með tölurnar af bilasölur.is
Fer það á þrjóskunni


Rodeo
Innlegg: 74
Skráður: 01.aug 2012, 01:01
Fullt nafn: TUMl TRAUSTAS0N
Bíltegund: Ford Explorer
Staðsetning: Alaska

Re: SSangyong Kyron

Postfrá Rodeo » 21.aug 2014, 07:07

Leiðindi með þetta og gott að hafa ekki setið uppi með köttinn í sekknum. Vona að þetta hafi verið vanrækt eintak frekar en slöpp tegund.

Brenndi mig einu sinni á svona þegar ég keypti uppítöku jeppa frá Heklu sem var verið að selja bakdyrameginn í gegnum bílasölu.
Bílasalinn tók því sem átti að vera móðgandi upphafstilboð fagnandi, enda kom það í ljós að þegar búið var að standsetja hann á minn reikning að ég borgaði ég alveg fullt verð fyrir hann og vel rúmlega það. Aðrar pælingar í gangi ef maður er tilbúinn að kaupa bíl á yfirverði og þá hefði þessi sannarlega ekki orðið fyrir valinu.
2013 Toyota Highlander Hybrid
2006 Ford Explorer Hákur Seldur
2008 Toyota Prius Sparibaukur
1995 Isuzu Rodeo Seldur


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 56 gestir