Vantar upplýsingar um mótorhjólakerti


Höfundur þráðar
villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Vantar upplýsingar um mótorhjólakerti

Postfrá villi58 » 18.aug 2014, 13:04

Þannig er hjá mér ef vélarkerti blotnar þá verða þau ónýt, þetta er í 750 cc mótorhjóli.
Hika ekki við að spyrja þó þetta sé jeppaspjall, það er jú kerti í jeppum líka.
Hvað gerist í kertunum sem veldur því að þau verða ónýt ? gaman að fá fræðilegt álit frá einhverjum sem þekkir þetta. Góðar stundir.



User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Vantar upplýsingar um mótorhjólakerti

Postfrá svarti sambo » 19.aug 2014, 09:51

Þetta er svo sem ekki fræðilegt álit, en ég held að það sé oxunin sem verður á kertinu og við það verður neistinn minni, eða enginn. Hef oft notað kerti aftur sem hefur blotnað, bara hreinsa vel upp aftur. Held að þetta sé frekar sálfræðilegt vandamál, heldur en að kertið sé ónýtt. Oxunin í blöndungnum er held ég meira vandamál.
Fer það á þrjóskunni


Höfundur þráðar
villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Vantar upplýsingar um mótorhjólakerti

Postfrá villi58 » 19.aug 2014, 12:19

Sálfræðingurinn minn sagði að það væri ekkert að mér en ég lagði inn ávísun fyrir hann á geðdeild FSA eftir c.a. 1 klst. viðtal, grunur um heilaoxun.

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Vantar upplýsingar um mótorhjólakerti

Postfrá svarti sambo » 19.aug 2014, 13:59

Góður.
Ég hefði nú ekki farið að borga fyrir hann á geðdeild, hefði frekar látið tilvísun duga :-)
Fer það á þrjóskunni


Höfundur þráðar
villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Vantar upplýsingar um mótorhjólakerti

Postfrá villi58 » 19.aug 2014, 14:41

svarti sambo wrote:Þetta er svo sem ekki fræðilegt álit, en ég held að það sé oxunin sem verður á kertinu og við það verður neistinn minni, eða enginn. Hef oft notað kerti aftur sem hefur blotnað, bara hreinsa vel upp aftur. Held að þetta sé frekar sálfræðilegt vandamál, heldur en að kertið sé ónýtt. Oxunin í blöndungnum er held ég meira vandamál.

Þetta voru ný kerti sem blotnuðu hjá mér þannig að þau eru eins og ný að sjá eftir c.a. 10 mín í gangi.
Blöndungur var tekinn í frumeindir og eini skíturinn var undir flotholtunum og engin oxun til staðar.
Hef lent í þessu nokkru sinnum og ástæðan var leki á flothæðarnál, hef oft prufað að nota kerti eftir að þau hafa verið í geymslu í 2-3 mán. og þau virka bara ekki þrátt fyrir að ekkert sjáist á þeim.
Hef lent í svipuðu hér áður með gamlan bíl og bara þurka þau og skrúfa aftur í mótorinn.
Munurinn á kertunum hér áður og þau sem ég er með núna að þau eru tveggja odda og eru örugglega með mjög háa spennu í gegnum sig, held að þetta sé mjög háspennt dót. Þarf að finna einhverjar upplýsingar um kveikjukerfið svo maður viti hvað er að gerast í kerfinu.

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Vantar upplýsingar um mótorhjólakerti

Postfrá svarti sambo » 19.aug 2014, 15:01

Hef aldrei verið með tveggja odda kerti í vél, en verið með svoleiðis búnað í olíubrennurum. Þá er það bilið á millið á milli oddanna sem stjórna öllu, og afstaðan á oddunum, til að kveikingin geti átt sér stað. Þar verður oddurinn að vera flatur á móti hvor öðrum, annars verður neystinn svo takmarkaður, ásamt því að spíssinn dugði bara ákveðið margar klst, annars varð úðinn of grófur. Ég veit líka að hér áður fyrr, þá mátti maður ekki missa kerti, því þá gat þráðurinn farið í sundur, inní því.
En er tíminn réttur ?

Gangi þér vel með þetta.
Fer það á þrjóskunni


Höfundur þráðar
villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Vantar upplýsingar um mótorhjólakerti

Postfrá villi58 » 19.aug 2014, 16:17

svarti sambo wrote:Hef aldrei verið með tveggja odda kerti í vél, en verið með svoleiðis búnað í olíubrennurum. Þá er það bilið á millið á milli oddanna sem stjórna öllu, og afstaðan á oddunum, til að kveikingin geti átt sér stað. Þar verður oddurinn að vera flatur á móti hvor öðrum, annars verður neystinn svo takmarkaður, ásamt því að spíssinn dugði bara ákveðið margar klst, annars varð úðinn of grófur. Ég veit líka að hér áður fyrr, þá mátti maður ekki missa kerti, því þá gat þráðurinn farið í sundur, inní því.
En er tíminn réttur ?

Gangi þér vel með þetta.

Tíminn er hárréttur og hjólið gengur fínt núna með nýjum kertum, var svolítið hissa fyrst þegar ég lenti í þessu að kerti blotnaði og þar með ónýtt. Þetta var ný reynsla og svolítið skítlegt að kerti skuli verða ónýtt ef það blotnar.

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Vantar upplýsingar um mótorhjólakerti

Postfrá svarti sambo » 19.aug 2014, 16:26

Er þetta þá ekki bara að skammhleypast við að blotna, og þá fer þráðurinn í sundur inní því.
Fer það á þrjóskunni


Höfundur þráðar
villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Vantar upplýsingar um mótorhjólakerti

Postfrá villi58 » 19.aug 2014, 18:02

svarti sambo wrote:Er þetta þá ekki bara að skammhleypast við að blotna, og þá fer þráðurinn í sundur inní því.

Getur verið að fari í sundur þráðurinn en nái samt smá neista, kanski getur hlaupið á milli ef ekki sé of mikið brunnið í sundur. Þarf að prufa að mölva postulínið og skoða.

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Vantar upplýsingar um mótorhjólakerti

Postfrá svarti sambo » 19.aug 2014, 19:29

Já, það væri fróðlegt að fá að vita þetta. Spurning, hvort að það sé hægt að sjá virknina í kertinu á sláttuvélamótor. Gamalt og blotnað vs nýtt. Þar sem að það virðist lítið um fræðileg svör. Svona áður en að þú ferð að brjóta.
Fer það á þrjóskunni


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Vantar upplýsingar um mótorhjólakerti

Postfrá olei » 19.aug 2014, 19:39

Ég hef staðið kerti að því að eyðileggjast við að blotna í bensíni. Talsvert síðan það var, minnir að það hafi verið Nippon Denso frekar en NGK. Það sá ekkert á þeim, en það virðist sem einangrunin inni í kertinu hafi brostið og neistinn hljóp þar til jarðar í stað þess að fara yfir oddinn.

BMW 520 sem ég átti bilaði tvisvar þannig að hann missti aflið í brekkum. Annars fínn. Í bæði skiptin var ég nýlega búinn að skrúfa í hann uppgefna týpu af NGK kertum.

Citroen BX, Fór að missa úr cylindra undir álagi, fyrst einn og svo fleiri og svo hætti hann alveg að ganga á þeim einum af öðrum, þetta gerðist í þrígang. Öll skiptin voru það kertin, Annaðhvort Nippon Denso eða NGK.

Ég tók þann pól í hæðina að kaupa bara þau kerti sem aldrei höfðu svikið mig. Champion. Ég varð reyndar var við að Champion voru orðin alveg óskaplega brothætt undir það síðasta sem ég notaði þau, kannski sama draslið og hitt í dag?
Veit ekki hvort að þau eru fáanleg lengur.

Punkturinn er: kannski væri reynandi að skipta um kertategund?

User avatar

jongud
Innlegg: 2626
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Vantar upplýsingar um mótorhjólakerti

Postfrá jongud » 20.aug 2014, 08:15

Ef einangrunin brestur, er þá ekki möguleiki að mæla viðnámið á milli?
Líka ef að þráðurinn slitnar?


Höfundur þráðar
villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Vantar upplýsingar um mótorhjólakerti

Postfrá villi58 » 21.aug 2014, 15:39

Það var eins og ég hélt, sjá póst hér ofar, þráðurinn fer í sundur ef kertin blotna en nær samt að gefa smá neista þannig að mótorinn höktir leiðinlega og er svo kraftlaus. Neistinn nær að skjótast á milli enda í þræðinum innan í postulíninu og kerti gefur mjög lítinn neista. Greinilega miklir kraftar þarna á ferðinni.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 64 gestir