hvenær tommur og hvenær mm?


Höfundur þráðar
helgierl
Innlegg: 94
Skráður: 21.feb 2012, 20:56
Fullt nafn: Helgi Arngrímur Erlendsson

hvenær tommur og hvenær mm?

Postfrá helgierl » 14.aug 2014, 20:11

Er það almenn regla að amerískir bílar séu með tommumál á róm og boltum en evrópskir og japanskir með millimetra? Gildir þá væntanlega líka um fellihýsi og annað.
Er að brasa í amerísku fellihýsi en á bara fasta lykla í mm. og finnst þeir ekki alveg passa.



User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: hvenær tommur og hvenær mm?

Postfrá svarti sambo » 14.aug 2014, 21:29

Það fer eftir árgerðum. Það eiga allar þjóðir í dag, að vera með svokallaðann ISO-staðal, en Kaninn er einhvað að þrjóskast við tommurnar og er að blanda því jafn vel saman, bæði millimetrum og tommum. Átt að geta notað mm lykla í flestum tilfellum, svo framalega sem þú ert ekki með einhverja einota tyggjólykla, sem eyðileggja allar rær og boltahausa. Ef að þetta er mjög fast, þá er best að nota sexkantaða toppa, ekki stjörnutoppa.
Fer það á þrjóskunni


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: hvenær tommur og hvenær mm?

Postfrá olei » 14.aug 2014, 22:50

Það er nokkuð síðan bæði bretar og bandaríkjamenn skiptu yfir í mm í bílaframleiðslu. Efast um að þú finnir 15 ára bíl og yngri með tommumálsboltum. En eins og segir ofar er ekki hrein regla á þessu þannig að framleiðendur voru misfljótir að skipta og oft voru bæði tommu og mm hausar í sama bíl.

Það breytir ekki því að sum framleiðsla í BNA hefur verið í tommumáli fram undir þetta, ef ekki enn. Þeir hafa ekki sett neinar reglur sem bannað tommumál.

Eins og bent er á hér ofar er mögulegt að gera við vélar og tæki með tommumálshausum og nota mm settið. Það er hinsvegar frekar þreytandi og getur verið óttalegt basl, sér í lagi ef um er að ræða 12 kantaða boltahausa, eða innansexkant hausa.


biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: hvenær tommur og hvenær mm?

Postfrá biturk » 14.aug 2014, 23:31

Tommur eru náttúrulega verkfæri djöfulsins, pontiacinn minn árgerð 2000 er einmitt með bland, svona sitt lítið af hvoru
head over to IKEA and assemble a sense of humor


Höfundur þráðar
helgierl
Innlegg: 94
Skráður: 21.feb 2012, 20:56
Fullt nafn: Helgi Arngrímur Erlendsson

Re: hvenær tommur og hvenær mm?

Postfrá helgierl » 14.aug 2014, 23:38

Já það getur sennilega komið sér mjög vel að eiga báðar gerðir.


JHG
Innlegg: 158
Skráður: 01.feb 2010, 13:10
Fullt nafn: Jón H. Guðjónsson
Staðsetning: Kópavogur

Re: hvenær tommur og hvenær mm?

Postfrá JHG » 15.aug 2014, 01:00

Þekki þetta "vandamál" með tommurnar í amerískum bílum en það kom mér mikið á óvart þegar ég var að gera við VW Passat þegar ég varð að grípa til tommulykla við einhverja bolta á mótor.
_________________________________
Jón H. Guðjónsson

1981 Chevrolet Blazer K5 Silverado
1986 Pontiac Firebird Transam
2000 VW Passat 1,6
2006 Trek 5200 (racer)
2007 Jeep Grand Cherokee Laredo
2012 Cube LTD Race (fjallahjól)

User avatar

jongud
Innlegg: 2626
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: hvenær tommur og hvenær mm?

Postfrá jongud » 15.aug 2014, 08:24

Ég þekki þetta, það er hægt að taka á flestum tommuboltum með millimetra-lyklum en maður þarf að eiga tvo með tommumáli; 1/2-tommu (sem er ca 12.5mm) og 3/8 (9,5mm)


Höfundur þráðar
helgierl
Innlegg: 94
Skráður: 21.feb 2012, 20:56
Fullt nafn: Helgi Arngrímur Erlendsson

Re: hvenær tommur og hvenær mm?

Postfrá helgierl » 17.aug 2014, 22:54

Takk fyrir þessi svör. Mjög gagnlegt.


Offari
Innlegg: 200
Skráður: 16.des 2010, 12:06
Fullt nafn: Starri Hjartarson

Re: hvenær tommur og hvenær mm?

Postfrá Offari » 18.aug 2014, 01:59

Millimetrar eru jafn óskiljanlegir fyrir tjalla og kana og tommur eru fyrir fyrir þær þjóðir sem nota millimetra. Það átti aldrei að hrófla við þessu, Leyfa kananum að halda áfram með tommumálin (en evrópusambandsreglurnar stjórna miklu þar um) uppúr 1980 fór kaninn að breyta þessu byrjaði að vera með millimetra hausa en tommu gengjur þetta var hræðileg samsuða, svo var farið í millimetrana og aftur skipt yfir í tommur (veit ekki hvort þeir nota tommur eða millimetra í dag)

Verst er þegar þessu er blandað saman, Er að gera upp gamlan Saab þar sem mismunandi er hvort notaðar eru tommur eða millimetrar.(eftir því hvar íhlutir voru framleiddir) Þess ber að geta að einu sinni voru framleiddar felgur með millimetra máli en þær felgur lifðu sem betur fer ekki lengi því fáir voru fáanlegir til að framleiða dekk á þær felgur. Ég skora á ykkur sem pantið pítsu að prófa að panta þær í millimetramáli 9" ca 225 mm og 12" ca 300 mm og athuga viðbrögðin.

Best er að nota tommu lykla og toppa á tommu bolta mestur er munurinn á minni lyklunum td er 1/4 ca 6,5 mm og því hvorki hægt að nota 6 eða 7 millimetra lykla á þá bolta. 5/16 er það nálægt 8mm að þú getur notað 8 mm lykil á tommu boltana og 5/16 á millimetra boltana, 3/8 er einhverstaðar á milli 9 og 10 mm en hvorugan lykilinn hægt að nota. 7/16 er nálægt 11 mm sem gengur, 1/2 er minnir mig 12,7 mm og oftast hef ég getað notað 13 mm lykil á þá bolta. 9/16 er rúmlega 14 mm stundum hægt að troða 14 mm lykil og 15 mm oftast of rúmur. 5/8 nálðgt 16 mm . 11/16 er á milli 17 og 18 mm en 18 mm heldur rúmur. 3/4 er nálægt 19 mm en í stærri lykklum er svo minni hætta á að millimetranir verði það rúmir að ekki sé hægt að nota þá.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 60 gestir