Reynsla af Pathfinder.
Posted: 12.aug 2014, 20:13
frá Gunnar Björn
Væru þið til í að deila reynslu af pathfinder diesel 2005 ?
Re: Reynsla af Pathfinder.
Posted: 13.aug 2014, 15:52
frá Sigfush
Sælir,
Ég á einn, að vísu 2006 árgerð. Ég get ekki verið annað en sáttur. Eyðir ekkert svo gríðarlega, ca. 10 L/100 utanbæjar og rétt um 12 L/100 innanbæjar á sumrin. Hann er á 33" dekkjum og kemur mér a.m.k. þangað sem mig langar að fara, hvort sem er um vetur eða sumar. Ekkert stórkostlegt (bilað/hrunið) gerst ennþá, hefur fengið þetta eðlilega viðhald sem og ég er búinn að láta skipta um hjólalegur en mér skildist að Pathfinder sé soldið gráðugur á þær.
Fínasti akstursbíll og nóg pláss; við erum fimm manneskjur og einn hundur.
Ég þekki lítið sem ekkert inná jeppavélfræði svo það þýðir lítið að spyrja mig um hedd og pakningu, spísa og hvað þetta heitir allt saman...ég er með mann í að fylgjast með því fyrir mig. ;-)
Kveðja,
Sigfús
Re: Reynsla af Pathfinder.
Posted: 13.aug 2014, 19:16
frá thor_man