Síða 1 af 1

Hitavandamál í gamla Land-rover

Posted: 12.aug 2014, 17:45
frá Bubbi byggir
Ég er með 72 model að disel landrover og vinurinn fór að taka uppá því að hita sig. Kippti úr honum vatnslásnum, aðeins skárri eftir það en hitar sig enn undir álagi. Næst skoðaði ég vatnsdæluna en allt virðist í lagi þar. Þá var fjárfest í nýjum vatnskassa og viti menn,,,engin breiting..Hvað er að angra þann gamla ég er alveg lost...
Hvað er að, þegar ekkert er að, en samt er ekki allt í lagi????

Re: Hitavandamál í gamla Land-rover

Posted: 12.aug 2014, 17:52
frá biturk
Vifruspaðinn kannski eða stíflað í mótornum

Re: Hitavandamál í gamla Land-rover

Posted: 12.aug 2014, 17:56
frá Bubbi byggir
Spaðinn virðist í lagi, hann blæs ekki upp í kassa og tapar ekki vatni???

Re: Hitavandamál í gamla Land-rover

Posted: 12.aug 2014, 18:02
frá Sævar Örn
er þá víst að mælirinn sé að sýna rétt gildi?

Ég myndi halda að eitthvað mikið væri að ef bíll ofhitnar auðveldlega án þess að vatnslás sé til staðar í bílnum, hvað þá með nýjum vatnskassa


Svo kann að vera að vatnsdælan sé ónýt, þ.e. spaðarnir lausir frá eða tærðir

Re: Hitavandamál í gamla Land-rover

Posted: 12.aug 2014, 18:09
frá Bubbi byggir
Ég tók vatnsdæluna úr til að skoða og hún virðist í góðu lagi. Ég aftengdi líka efri hosuna á varnskassanum, og lét bílinn dæla í gegnum sig og flæðið virðist gott en greinilega ekki nóg?

Re: Hitavandamál í gamla Land-rover

Posted: 12.aug 2014, 18:40
frá Haukur litli
Ef ég væri í þínum sporum myndi ég taka mælingu á nokkrum stöðum með IR hitamæli.

Sumar vélarnar sem ég þjónusta eru ekki með hitamæli, sumar jafnvel ekki með gaumljósi fyrir ofhitnun. Þá er gott að mæla hitann á vatnsláshúsinu, efri og neðri tank vatnskassans og við stúta skolloftskælis ef hann er til staðar með IR mæli. Þá færðu nokkrar mælingar á örfáum sekúndum og hefur þá frekar góða hugmynd hvort vatnið fari allann sinn hring og hversu heitt það er að verða, og hversu vel vatnskassinn er að kæla.

Re: Hitavandamál í gamla Land-rover

Posted: 12.aug 2014, 18:54
frá svarti sambo
Ef bilið á milli dæluhjóls og dæluhúss verður of mikið á vatnsdælunni, vegna t.d. tæringar eða annað, þá verður dælugetan minni og dælan nær ekki að dæla af neinum krafti. Virkar eðlilega við engan mótþrýsting. bilið þarf að vera svona 0,3-0,5mm, til að dælan geti byggt upp þrýsting. Byrjar að sulla í sjálfri sér við 0,8-1mm. Mæli líka með mælingu á hinum ýmsu stöðum, með laser hitamæli. Það segir ýmislegt.

Re: Hitavandamál í gamla Land-rover

Posted: 12.aug 2014, 19:13
frá Bubbi byggir
Þið eruð snillingar strákar ætla að skoða þetta og sjá hvað gerist
Takk Takk