Síða 1 af 1

Ráðleggingar óskast

Posted: 09.aug 2014, 21:11
frá Haugur
Er að vandræðast með að vilja fá mér jeppa eða pallbíl. Kröfurnar eru frekar einfaldar : ódýr í rekstri, þægilegur í viðhaldi, pláss fyrir fjögurra manna fjölskyldu, geta dröslast með kerru,(tjaldvagn eða létt fellihýsi). Færi líklegast ekki á mikið meira en 32 til 35 tommur.
til greina kemur Hilux, L200, Patrol, Pajero, Defender og Discovery jafnvel Cherokee og Izuzu Trooper. Disel eða bensín ekki aðalmálið á meðan það er ekki eitthvert skrambans niðurfall sem engu skilar í húddinu. Verðið er frá engu og að einni og hálfri milljón.

Hvað ber að varast í þessum bílum.

Re: Ráðleggingar óskast

Posted: 09.aug 2014, 23:06
frá grimur
Hvað með 90 Cruiser?
Með þolinmæði og smá leit má finna ágætan slíkan bíl fyrir 1.5mill eða minna, og ekki margt að varast þar þannig séð. Með flesta þessa bíla er það sameiginlegt að aftari hluti grindar, sílsar og hjólskálar vilja ryðga. Skoða það vel hvað sem þú kíkir á.Díselbílarnir eru flestir að heimta nýja heddpakkningu eða jafnvel stærri yfirhalningu á mótor í kring um 200.000. Frekar óháð tegund hefur mér sýnst.

Þetta eru mínir 2 aurar...
Kv
Grímur