Vandamál með afturdrif.
Posted: 19.feb 2010, 12:33
Við höfum verið í bölvuðum vandræðum með afturdrifið hjá okkur. Þetta er ss sjálfskipt v6 4runner vél, byrjaði þannig að afturdrifið hjó þegar maður setti í drive og skipti milli D og R. Við rifum köggulinn úr og það var hert upp á honum. Allt í góðu eftir það en síðan byrjar þetta aftur.
Þá var allt tekið í sundur og niðurstaðan sú að mismunadrifið leit ekki vel út, þannig að við létum setja mismunadrif úr hilux drifinu sem var í 2,4 bensín beinskipt og það fannst aldrei slag í því. Þetta var gott í nokkrar vikur en síðan byrjaði hann að höggva þegar olían var orðin heit á drifinu, síðan er hann byrjaður að höggva enn aftur, alltaf, þó svo olían sé frosin og þykk.
Það er engin alvöru læsing í þessu, bara lsd.
Hvað mæla menn með að við gerum nú?
Þá var allt tekið í sundur og niðurstaðan sú að mismunadrifið leit ekki vel út, þannig að við létum setja mismunadrif úr hilux drifinu sem var í 2,4 bensín beinskipt og það fannst aldrei slag í því. Þetta var gott í nokkrar vikur en síðan byrjaði hann að höggva þegar olían var orðin heit á drifinu, síðan er hann byrjaður að höggva enn aftur, alltaf, þó svo olían sé frosin og þykk.
Það er engin alvöru læsing í þessu, bara lsd.
Hvað mæla menn með að við gerum nú?