Dellan. Bílaþáttur.

User avatar

Höfundur þráðar
MattiH
Innlegg: 477
Skráður: 21.jún 2010, 12:29
Fullt nafn: Matthías Hálfdánarson
Bíltegund: LC90

Dellan. Bílaþáttur.

Postfrá MattiH » 04.aug 2014, 22:53

Sælir.
Hér er pilot eða prufa af nýjum bílaþætti sem er mögulega á leið í loftið.
Endilega kíkið á þetta og segið mér hvað ykkur finnst.

https://www.youtube.com/watch?v=qd1WmqC ... IhGiSovVEg


Toyota LC90 41" Irok


grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Dellan. Bílaþáttur.

Postfrá grimur » 04.aug 2014, 23:01

Hmm. Þetta er eitthvað lokað.
Þarf kannski að opna það þannig að það sé hægt að skoða með link en finnist ekki í leit...?

User avatar

Höfundur þráðar
MattiH
Innlegg: 477
Skráður: 21.jún 2010, 12:29
Fullt nafn: Matthías Hálfdánarson
Bíltegund: LC90

Re: Dellan. Bílaþáttur.

Postfrá MattiH » 04.aug 2014, 23:13

Búinn að opna ;)
Toyota LC90 41" Irok


grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Dellan. Bílaþáttur.

Postfrá grimur » 04.aug 2014, 23:50

Meira svona!
Rosa gaman að sjá það.sem menn eru að bralla í skúrunum.


spazmo
Innlegg: 77
Skráður: 31.jan 2010, 23:13
Fullt nafn: Grétar Mar Axelsson
Bíltegund: Patrol 44"

Re: Dellan. Bílaþáttur.

Postfrá spazmo » 05.aug 2014, 00:03

þetta lofar mjög góðu.
Patrol 44"


Lada
Innlegg: 171
Skráður: 31.jan 2010, 23:38
Fullt nafn: Ásgeir Bjarnason
Bíltegund: Subaru Outback
Staðsetning: Reykjavík

Re: Dellan. Bílaþáttur.

Postfrá Lada » 05.aug 2014, 00:19

Sæll.

Ég myndi klárlega horfa á þennan þátt (ef hann verður ekki sýndur í lokaðri dagskrá). En einu tók ég eftir, sem er kannski ekki þáttagerðamönnum að kenna. En ég myndi vilja sjá viðmælendurna tala meira og spyrilinn minna. Að öðru leiti finnst mér þetta brilljant hugmynd að þætti. Skúrapródjekt í bland við fræðslu frá fagmönnum og kannski einn prufuakstur á nýjum og spennandi bíl af og til, getur ekki klikkað.

Gangi ykkur vel með þetta.

Kv.
Ásgeir


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Dellan. Bílaþáttur.

Postfrá olei » 05.aug 2014, 00:39

Fullkomlega óáhugavert. (ok, ekki alveg)
Fyrsti viðmælandi bar það með sér að hann væri áhugaverður karakter með 500 sögur og 1000 trikk undir beltinu. Corvettan sem hann var að gera upp líka áhugaverð. Eftir þáttinn er ég eiginlega engu nær um hann eða bílinn. Engin trikk en reyndar ein saga af litavali á Corvettu. 499 sögur eftir og síðan að veiða eitthvað persónulegt upp úr kallinum! Við gírhausar erum allir stórskrítnir og fullt af efni þar til að plægja!
Svo mætti spyrja:
Af hverju að verja x árum í Corvettu en ekki langan Land Rover eða eitthvað annað?
Af hverju þessa Corvettu?
Stendur til að nota græjuna eða á hún að fara á safn, eða hvað er planið?
Hvernig varðveitir kallinn þessa mola sem hann gerir upp, ryðvörn?
Details, details details....

Bónið - keypt eða ekki keypt auglýsing? Gildir einu, hver er ekki að dásama drasl í brúsa sem hann selur?
Kannski er ég að skjóta yfir markið, ég spólaði yfir þennan kafla, þóttist vita um hvað hann snerist.

Jeepster:
Hvaða drif, hlutföll, millikassi, gír/sjálfskipting, fjöðrun, stýrisbúnaður, /annað meikerí er í þessum bíl? Hvað á hann síðan að skila í togi og hp? Skilar hann því? Á brautina eða dyno með kvikindið og ekkert röfl!
Hvaða gagn er að skrilljón hestöflum og nítró í 30 stiga gaddi, snjóblindu og púðursnjó dauðans á Vatnajökli í febrúar?
Er þetta sunnudagsrúntari eða ferðabíll um hálendið?
Details, details, details...


Bara mín skoðun: mig vantar ekki meira af yfirborðslegu sorpi í fjölmiðlun. Sound bites os. frv þar sem enginn tími er til eins eða neins. Hér er nóg af ruslveitum fyrir.

Gangi þér vel!

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Dellan. Bílaþáttur.

Postfrá jongud » 05.aug 2014, 08:38

Þetta lofar nokkuð góðu, spyrillinn er ekki að tala ofan í viðmælendur eins og sumum ofuregóistum innan sjónvarpsgeirans hættir til að gera.
Það mætti vera meira af smátriðum, en það þarf að passa að þau kæfi ekki restina.


Brjotur
Innlegg: 369
Skráður: 31.mar 2013, 15:39
Fullt nafn: Helgi j. Helgason
Bíltegund: Patrol

Re: Dellan. Bílaþáttur.

Postfrá Brjotur » 05.aug 2014, 12:25

sammala olei :( og þessi guli jeepster borgarbill , eg get alveg lofað ykkur að þratt fyrir allt þetta rusl a velinni þa fer hann ekki ekki upp brekkurnar sem við förum með lolo girana , enda sagði hann hver fer hæst i brekkurnar , eg segi með lolo fer maður ekki hæðst i brekkurnar heldur fer maður upp þær :)

User avatar

Höfundur þráðar
MattiH
Innlegg: 477
Skráður: 21.jún 2010, 12:29
Fullt nafn: Matthías Hálfdánarson
Bíltegund: LC90

Re: Dellan. Bílaþáttur.

Postfrá MattiH » 05.aug 2014, 16:57

Þetta eru góðir punktar. En eins og ég sagði þá er þessi þáttur "pilot" eða prufa og engan vegin fullmótaður ;)
Svo er best að svona þættir þróist með tímanum, t.d eftir kröfum og ábendingum áhorfenda ;)
Toyota LC90 41" Irok

User avatar

Óttar
Innlegg: 232
Skráður: 26.feb 2012, 23:34
Fullt nafn: Óttar..
Bíltegund: VW Touareg
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Dellan. Bílaþáttur.

Postfrá Óttar » 05.aug 2014, 21:33

Lofar góðu, finnst samt oft þegar ég horfi á svona áhugaverða þætti að það væri nóg að taka fyrir eitt viðfangsefni í hverjum þætti og fá aðeins meira af myndum af græjunum. Annars alltaf gaman af þessu :)

User avatar

khs
Innlegg: 150
Skráður: 06.feb 2010, 22:37
Fullt nafn: Kristinn Helgi Sveinsson

Re: Dellan. Bílaþáttur.

Postfrá khs » 05.aug 2014, 22:18

Mjög skemmtilegur. Meira!


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Dellan. Bílaþáttur.

Postfrá sukkaturbo » 05.aug 2014, 22:22

Flottur þáttur og hann á örugglega eftir að verða betri og vinsæll líka. Meira af þessu. kveðja guðni á sigló


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 11 gestir